Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

SEX ÁRA!!

Með stóru augun sínLitli fallegi og fíngerði drengurinn minn, Birnir Spiderljón Ringsted á afmæli í dag. Hann var vakinn með afmælisgjöfum og Lucky Charms sem er uppáhalds morgunverðurinn hans, viðbjóðslega óhollur og því bara keyptur þegar strákarnir eiga afmæli!Fallegur er hann!

Hann byrjar nú í skóla í haust þessi strákur sem ekki er hár í loftinu. Hann hefur af því töluverðar áhyggjur hversu smár hann er, en ég hef sagt honum að þær séu alveg óþarfar. Hann sé laaaang fallegastur! Sem hann er!

Í tilefni dagsins verður snarl í kvöldmatinn en það er einmitt uppáhalds maturinn hans. Shocking

 


Fallegt kvöld í Bolungarvík.

Við sáum þennan ótrúlega regnboga í kvöld þegar við komum heim úr berjamó.

Rís úr djúpinu


Sem betur fer!

 

.........bý ég í Bolungarvík en ekki Ísafjarðarbæ og á ég þá ósk heitasta að þessi sveitarfélög sameinist aldrei, nema þá að Ísafjarðarbær geri verulega gangskör í því hvernig þeir standa að sínu fólki. Í Bolungarvík höfum við til allrar Guðs lukku eignast röggsama bæjarstjórn sem gengur í hlutina. Þegar Bakkavík lagði upp laupana þá réði bærinn til sín það fólk sem vinnuna missti til hinna ýmsu starfa. Sem útskýrir væntanlega hvers vegna það eru bara tveir á atvinnuleysisskrá í dag hér. Þegar útlitið var hvað svartast hér, þá var bara ráðist í framkvæmdir! Fegra bæinn, gera vatnsleikjagarð fyrir börnin við sundlaugina, laga ýmsa vankanta sem á bænum hafa verið mikið lýti undanfarin ár. Hér er sérstaklega vel búið að öldrunarmálum, svo vel að dæmin þekkjast um fólk sem hefur hreinlega flutt aldraða foreldra sína hingað, svo að þeir geti notið þeirrar frábæru þjónustu sem hér er. Heimahjúkrun sem og þjónusta er góð og leikskólinn, sem reyndar er löngu sprunginn (það þarf að laga hið snarasta) er með frábæra starfsemi!hér er lífið litríkt :)

Semsagt, í stað þess að drullast bara áfram í eymd og volæði þá rífa stjórnvöld hér í bæ, móralinn upp og gefa okkur íbúunum þau skilaboð að þrátt fyrir það að í augnablikinu sé róðurinn erfiður, þá hugsar bærinn vel um sína. Færri mál sett í "nefnd," bara vaðið í framkvæmdir. Aðgangur að stjórnsýslunni er auðveldur, bæjarstjórinn mætir í vinnuna og er samviskusamur og ég er ánægð. Vona að aðrir bæjarbúar séu það líka.

Sérstaklega þegar horft er til nágrannasveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar. Þar kveður við heldur annan tón.

Þessi stærsti byggðakjarni fjórðungsins, Ísafjörður, hefur ekki einu sinni almennilega sundlaug. Hvað þá meira! Leikskólagjöld eru þau hæstu á landinu meðan að nágranninn, Súðavík er með gjaldfrjálsan skóla hjá sér. Og það eitt hef ég heyrt af sameiningu Ísafjarðar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar, að íbúar telji þetta skref hafa verið mikla afturför hvað almenna þjónustu varðar. Þingeyri, sem eitt sinn var einn snyrtilegasti og fallegasti bær landsins, er hálfvegis að drabbast niður. Þar segja íbúar mér að eftir að bæjarstjórnin varð "ísfirsk" hafi lítið verið gert í umhverfismálum þar. Nema þá það sem íbúarnir sjálfir hafa auðvitað gert. Þetta kóperaði ég svo af BB vefnum í morgun:

 "Engin umhverfisverðlaun veitt í ár.

Umhverfisverðlaun Ísafjarðarbæjar verða ekki veitt í ár. Hjá tæknideild Ísafjarðarbæjar fengust þær upplýsingar að ekki hefði unnist tími til að undirbúa valið og því hafi verið ákveðið að slá valið af í ár. Fram til ársins 2003 voru valdir fegurstu garðar og götur sveitarfélagsins en sumarið 2004 var fyrirkomulagið endurskoðað og almennar umhverfisviðurkenningar til fyrirtækja, einstaklinga og bóndabæja veittar. Síðast voru umhverfisverðlaunin veitt sumarið 2005 en þau hlutu Bókhlaðan á Ísafirði og Gámaþjónusta Vestfjarða.

Þess má geta að stoltir garðeigendur á Suðureyri fengu sinn skerf er veitt voru verðlaun fyrir fallegasta garðinn og snyrtilegustu eignina á nýafstaðinni Sæluhelgi."

Einhvernvegin finnst mér allt vera í sömu átt þarna hjá þeim innar í firðinum. Nema hvað að fólkið stendur sína pligt og stendur sig eins vel og mögulegt er. Veitir bara sín verðlaun sjálft ef ekki vill betur! :)

 En stjórnsýsluna vantar eitthvað spark í rassinn. En svo kemur nú olíuhreinsunarstöðin eftir tíu ár og bjargar öllu. Verst að hér verður kannski bara engin byggð lengur. Nema þá rétt í nágrenni stöðvarinnar. En það verður þá bara þannig.  

 Hér eru líka allir í góðu formi!


Föstudagsþvælan

Á þriðjudaginn, 31 júlí verður spiderljónið mitt hann Birnir 6 ára. Sama dag á Harry Potter afmæli. Og einmitt þennan dag verður myndin um hann (potter ekki Birni, hún er ekki enn komin út.) sýnd í Ísafjarðarbíói og við ætlum auðvitað öll í bíó. Skilst reyndar að myndin sé með drungalegra móti. Ekki það að synir mínir þoli það ekki en við ætlum að bjóða tveim vinum hans Birnis með í tilefni dagsins og ég veit ekki ennþá hvort vilyrði er fyrir því hjá foreldrum. Á eftir að tékka.......

Ég hætti að reykja í fyrradag. Já ég veit. Tilraun númer áttahundruð og eitthvað. Aldrei þó að vita nema þessi beri árangur. Mér líður alveg ágætlega og ég furða mig alltaf á því þegar ég hætti, til hvers í ósköpunum ég yfirhöfuð reyki? Það er svo mikið bras að vera að reykja. En til að vera nú ekki að neinu sleni ákvað ég að taka danska kúrinn í leiðinni. Svo að ég fitni nú ekki endalaust við það að drepa í. Það er síst skárra að drepa sig á spiki en reykingum. Held ég. Nú er ég bara bryðjandi grænmeti út í eitt og er alvarlega farin að spá í hvort tennurnar á mér fari ekki að gefa sig af öllu þessu gulróta og blómkálsáti. En mikið fjarskalega líður manni nú vel af allri þessari hollustu!

Palli Björgúlfspabbi og Berglind Björgúlfsstjúpa eru hérna fyrir vestan svo að Björgúlfur er á flakki á milli okkar og þeirra. Reyndar erum við svo heppin að vera ferlega "hippaleg" eins og ein vinkona mín kallar það að við höngum alltaf dálítið mikið saman þegar þau eru hér fyrir vestan. Það kemur auðvitað dálítið mikið til af því að ég er löngu búin að stela foreldrum Palla og gera þau að mínum foreldrum. Svei mér ef Halli er ekki bara líka búinn að gera það! Enda ekki hægt að hugsa sér betri foreldra en þau. Litlu drengirnir eiga þau með húð og hári og það er ekkert grín að hugsa til þess þegar  þeir uppgötva að þeir eru í raun alls ekkert skyldir þeim!! Ekki það að blóðtengsl séu það sem öllu skiptir, það er bara alltaf dálítið áfall að fatta að maður er ekki í raun neitt skyldur þeim sem maður hélt sig vera skyldan.... náði einhver þessu???? Frekar svona.... snúið hjá mér!

Sem leiðir hugan að því að ég, sem er auðvitað ættleidd, man alls ekki eftir því að það hafi verið neitt mál fyrir mig að komast að því að ég væri ættleidd. Ég held ég hefi verið smábarn þegar mér var sagt frá því og eins og öll smábörn, þá tók ég þessu sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Alveg eins og ég held að börn geri þegar hlutirnir eru bara útskýrðir fyrir þeim á eðlilegan hátt.

Auðvitað var það ekki til að einfalda hlutina að systir mín hún Yrsa, væri í raun móðursystir mín sem gerir hennar börn bæði að systkinabörnum mínum og gerir mig og þau að systkynabörnum, og að foreldrar okkar síðan skildu og giftu sig bæði aftur og að mamma skyldi skilja líka við þann mann og að pabbi skyldi giftast konu með fjögur börn og að Rúnar, líffræðilegi faðir minn ætti tvö önnur börn með tveim konum, annarri yngri en ég er sjálf og að Rafnhildur, líffræðileg móðir mín ætti þrjá stráka með tveimur mönnum líka og að næst yngsti bróðir minn færi svo að deita stjúpdóttur systur minnar og að........ á ég kannski að hætta núna? Er þetta orðið gott? Náðuð þið einhverju af þessu??? Grin

Mér hefur alltaf þótt þetta sáraeinfalt en ég veit ekki alveg hvort öðrum þyki það. Það er ágætt að vera þverættuð og niðjaklofin.

 


Fleiri myndir frá síðustu helgi.

Það er lítið að gerast. Bara vinna, borða og sofa svo að ég set bara inn fleiri myndir frá síðustu helgi.

Oddur og Bibbi

 

Sæsi sæti

 Hér er svo mynd af einum sem líklegur þykir til að ganga í bandið:

Arni vestmanneyingur

 Björgúlfur og Birnir komu með að sjá uppáhaldshljómsveitina sína Ljótu Hálfvitana.

Björgúlfur á tónleikum


Ljótu Hálfvitarnir og leikhópurinn Lotta!

Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi!

Ljótu hálfvitarnir spiluðu á laugardagskvöldið í Edinborgar húsinu á Ísafirði. Þeir voru hryllilega fyndnir og auðvitað söfnuður sérlega ljótra manna!! Læt nokkrar myndir segja allt sem segja þarf.

Armann og Toggi

Þeir kynntu sig á skemmtilegan hátt, m.a. var Oddur Bjarni sagður blanda af garðdverg og Hýenu auk íslensks rauðbirkis og kúluskíts:

Oddur garðdvergur

 

Hetja hafsins, Aggi. Hann er nú reyndar voðalega sætur:

verður aldrei aflakló

Inn á milli eru raktar örlagabyttur eins og Gummi Hafurs og Eddi sem kenndur er við Keith nokkurn Richards. Kallaður Eddi Richards.

Eddi og Gummi

Hljómsveitin Rotþróin sem allir þekkja... kom saman eftir margra ára viðskilnað félaganna Edda, Halla og Bogga. Því miður náðist kombakkið ekki á mynd en hér eru þeir samankomnir eftir tónleikana. Halli er auðvitað þessi fulli í miðjunni! :o)

Eddi, Haraldur og Boggi danski

Leikhópurinn Lotta sýndi Dýrin í Hálsaskógi á sunnudag, á gamla sjúkrahússtúninu á Ísafirði. Þar voru þónokkrir hálfvitar við leik ásamt óðum vinum úr Bandalagi íslenskra leikfélaga. Sýningin var algjör snilld.

Amma mús

Sá fágæti viðburður átti sér stað að Baldrarnir þrír hittust. Allir jafn skítugir í framan:

Baldur Ragnars, Baldur Hrafn og Baldur Þór


Ótrúlegt!

Veðrið er ótrúlegt!DSC00795

Ég veit að flestir eru orðnir þreyttir á að heyra mig dásama veðrið í sífellu en þar sem ég stari á 20 gráðu hita á mælinum hjá mér þegar ausandi rigningu er spáð dag eftir dag þá get ég ekki orða bundist! Það hafa komið örlitlar skúrir sl. sólarhring en þess á milli hefur sólin skinið á köflum og þá verður heitt og rakt eins og maður sé staddur í útlöndum! Ég man ALDREI eftir annarri eins einmuna veðurblíðu á Íslandi í jafnlangan tíma og nú!

En mikið sárlega er farið að vanta rigninguna. Það þyrfti svona fjögurra daga úrhelli. Ég er auðvitað farin að örvænta vegna áhrifa þurrkanna á berjasprettu. Nú er víst nægur ylurinn en vætuna vantar.

Kannski ég fari bara á berjaleynistaðinn minn og vökvi hann.....

Góða Helgi. Ég er farin að búa um hálfvitana.


We will vock you...

syngur Baldur Hrafn hinn þriggja vetra. Ég má líklega þakka fyrir að hann notar ekki F í staðinn fyrir V!

Annars er fátt að frétta fyrir utan það að eftir því sem ég best veit verðum við með ellefu menn og einnig fé... flestir af þeim eru hálfvitar, og að auki ljótir.

Ljótur Hálfviti

En semsagt, Ljótu Hálfvitarnir ætla að koma og spila hér á Laugardagskvöldið. Í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Mér skilst að þeir gisti hér. Það er fínt. Aldrei nóg af karlmönnum fyrir mig! Verst að mér skilst að einhverjir komi með konurnar sínar með. Það finnst mér nú algjör óþarfi.

Einn Ljótur Halfviti

Ég ætla að steikja glænýja rauðsprettu í raspi og eta hana með súrdeigsrúgbrauði, kartöflum og vel af remoulade! Aldrei að vita nema strákarnir og Halli fái eitthvað.

Gleðilegan kvöldmat.


Svefgengill..ill...ll

Við fengum ferlega skemmtilega gesti í gærkvöld. Hér var setið, etið og spjallað þar til klukkan var langt gengin í þrjú! Það er gaman að eiga góða vini og skemmtilega fjölskyldu. Tveggja ára brúðkaupsafmæli er auðvitað enginn merkisdagur þannig sé en ég nýti hvert tækifæri til að bjóða fólki heim og sérstaklega hef ég ánægju af því að gefa því að borða!

En mikið andsk.. var ég þreytt í morgun. Ég er búin að vera eins og svefngengill í allan dag. Úti á þekju í vinnunni og hálf sofandi. Og af því að ég er nú svona vel gift þá kem ég heim, sest með tærnar uppí loft fyrir framan tölvuna og maðurinn eldar spaghetti bolognaise! Guðdómlegt. Svo ætla ég að fara snemma að sofa. Vinna á Skýlinu í fyrramálið og á Rúv eftir hádegi. Er að fara að leysa af í auglýsingum svo að það verður rólegt og gott. Aldrei þó að vita nema nýji yfirmaðurinn þar jaski mér í eitthvað. Hún á það til þessa dagana og ég kvarta hér með hástöfum. Opinberlega!!! Smile

Ég er farin að hlakka til helgarinnar. Þá koma Ljótu Hálfvitarnir til að spila hér fyrir vestan. Ég ætla að sitja fremst og syngja með. Hátt! En nú eru kvöldfréttir sjónvarps hafnar og ég hef grun um að þar leynist frétt eftir mig. Best að horfa.....

IMG_2713


16. Júlí 2007

Í dag er merkilegur dagur. Fyrir tveimur árum gengum við skötuhjúin í hjónaband á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Brúðkaup sem seint gleymist þeim sem viðstaddir voru. Enda heilmikil veisla. Og af því við erum að tala um veisluna góðu, þá langar mig til að auglýsa eftir myndbandsupptökum úr henni, hafi einhver verið svo forsjáll að taka eitthvað upp á band. Ekki vantaði reyndar tökumanninn en líklega hefur spólan flækst í tækinu því litlar eru heimturnar á myndinni.......  En okkur langar svo að sjá eitthvað frá þessum degi á vídeói svo að ef einhver lumar á slíku þá væri það afskaplega vel þegið.

Við hjón höfum ekkert planað í dag. Ég er að vinna og Halli er heima að gæta bús og barna. Hvet hann til að hengja út úr vélinni og setja í hana aftur ef hann les þessar línur Smile

Kannski kaupi ég eitthvað gott í matinn eftir vinnu og elda handa mínum heittelskaða.

-------------oOOooo------------

Það er svolítið merkilegt að við Halli vorum ekkert sérstaklega góð saman í byrjun. Það er í raun alveg kraftaverk að við höfum lafað saman í gegn um fyrstu árin, svo stormasöm sem þau voru. Endalausir árekstrar og pústrar, rifrildi og hamagangur. Eins og gefur að skilja sá ég um hamaganginn og pústrana, Halli var meira bara svona þögull áhorfandi! Svo liðu árin og við pússuðum vankanta hvors annars hægt og rólega. Ekki svo að skilja að við höfum siglt lygnan sjó síðan! Ekki aldeilis. Við höfum átt okkar öpps and dáns eins og aðrir.Og við höfum tekist á við erfiðleika sem ríða flestum samböndum að fullu. En einhverra hluta vegna höfum við samt boðið þeim birginn og klofað yfir í sameiningu. Og uppi stöndum við sem sigurvegarar! Í hjónabandi og vináttu sem hefur þroskast og eflst með mikilli vinnu og þolinmæði.

Ég er óskaplega þakklát fyrir þennan hljóðláta og góða mann sem alltaf stendur með mér í einu og öllu, þennan dásamlega föður barnanna minna sem aldrei skiptir skapi og leiðbeinir þeim af þolinmæði og langlundargeði. Aldrei hækkar hann róminn, aldrei skeytir hann skapi sínu á mér eða drengjunum sínum og aldrei segir hann styggðaryrði við nokkurn mann. Hann er heiðarlegur, heibrigður og umfram allt: réttsýnn og traustur.

Þetta hljómar eins og minningargrein sem það á alls ekki að gera!! Því læt ég staðar numið, óska bónda mínum til lukku með daginn og býð vini og ættingja sem eiga heimangengt í kaffidreitil og bakaríisbrauð í kvöld. (þetta les Halli líklega á eftir og svtnar... allt í drasli og kellingin býður heim gestum!!!)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband