Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Oh, It´s such a perfect day.....

....söng snillingurinn Lou Reed. Hann átti samt líklega ekki við daginn í dag. Í dag var dagurinn þegar flæddi inn í kjallarann hjá mér.

Eins og frægt er orðið og ég vísa í nánast í hverri færslu, vorum við fjölskyldan á leið til Danmerkur. Varanlega. En erum komin, eins og enn frægara er orðið, heim aftur með skottið á milli lappanna. Allt okkar dót er í kössum í geymslunni. Bækur, blöð, geisladiskar, hljómplötur, MATREIÐSLUBÆKURNAR, myndaalbúmin...... Skápur, geislaspilari, parket sem á að fara á kjallarann.... ýmislegt dót.

Í dag fengu sonur minn Birnir og vinur hans þá snilldarhugmynd að vökva garðinn með slöngunni. Í "leik" sínum tókst þeim að fylla í leiðinni téða geymslu af vatni. Við höfðum skroppið frá og þeir máttu leika sér í garðinum á meðan. Það fá þeir ALDREI aftur að gera.

Garðurinn minn er núna fullur af útbreiddu drasli, sem ég er að vonast til að þorni.......einhverntíma áður en það fer að rigna.

Mig langar til að grenja.....

En ef ég lít á björtu hliðarnar þá er ekki gott að verða "attached" við hluti. Ekki of mikið að minnsta kosti. En það er nú þetta með myndaalbúmin og matreiðslubækurnar mínar......


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband