Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

étið úr nefi

Samtal sem heyrðist mjög snemma föstudagsmorguns í stóra rúminu þar sem fjölskyldan lá og var að vakna:

Baldur liggur og étur úr nefinu á sér.

Birnir: ég er hættur að borða hor.

Baldur: ég líka.

Birnir: En þú ert að borða hor!

Baldur: ég er svangur bara.

Birnir: Maður borðar ekki hor þegar maður segist vera hættur að borða hor.

Baldur: (er farið að leiðast umræðuefnið) Ég er blýfluga.

Baldur Hrafn

Birnir


Afmæliskveðjur

Inga mín

Ég á svona hálfgerða uppeldissystur sem heitir Snjólaug. Mamma hennar, hún Inga, var, það sem í dag myndi kallast "dagmamman" mín. Nema hún var auðvitað miklu meira en dagmamma mín. Hún saumaði á mig föt, fór með mig í ferðalög, knúsaði mig og tuskaði mig til þegar ég átti það skilið, hafði mig oft næturlangt, og svo held ég að hún hafi elskað mig ósköp mikið. Hún var eiginlega meira bara svona mamma mín. Og hún á dóttur sem eins og áður sagði, heitir Snjólaug. Og af því að Inga var eiginlega mamma mín, þá var Snjólaug auðvitað eiginlega systir mín. Við vorum algjörar samlokur. Gerðum allt saman fyrstu árin. Sama hvort það var að brugga baneitrað eplavín í bílskúrnum, eða fara út í stórtæka skeldýraræktun í kjallaranum. Slátrunin fór fram í sandkassanum! Allar höfðu þessar framkvæmdir okkar það sameiginlegt, að við ætluðum að stórgræða á þeim. Við týndum pínulitla snigla með kuðungi undir bryggjunni og suðum þá í stórum stíl. Plokkuðum þá úr með nál og reyndum að gera skartgripi úr kuðungunum. Við leituðum líka að froskum undir bryggjunni og ætluðum að selja þá. Og auðvitað að græða!

Snjólaug og Ég

 

En hvað um það. Við vorum bara eins og íslenskir krakkar voru í þá daga, úti alla daga við ýmsa iðju. Ein það merkilega er að hún Snjólaug á 34 ára afmæli í dag! Ég næ henni alltaf í aldri í mars en svo fer hún alltaf frammúr mér í Ágúst!! Snjólaug býr í Þýskalandi með honum Hrvoje sínum og dótturinni Tinnu. Helst af öllu finnst mér að hún ætti að búa hér. En til hamingju með afmælið elsku Sjnólaug mín!!!!

 

 

 

 

Svö er önnur falleg og góð vinkona mín sem á afmæli! Henni kynntist ég öllu seinna. Það er hláturboltinn og húmoristinn EllaRósa. Þegar við vorum ungar og slitum sokkaböndunum okkar, bjuggum við saman á Ísafirði í einu pínulitlu herbergi. Sambúðin var ákaflega náin eins og fermetrarnir kröfðust og við deildum öllu! Fleiru jafnvel en maður segir frá hér!! En lífið er ekki bara djamm, dufl og dans. Allt markar sín spor og einn góðan veðurdag vakti ég ElluRósu með þeim orðum að hún væri að verða Pabbi! Björgúlfur var kominn undir. EllaRósa var auðvitað ekki pabbinn í eiginlegri merkingu, en því sem næst. Seinna bjó hún svo hjá okkur Halla á Ránargötunni þangað til hún kynntist Edda sínum og flutti með honum norður. Eins og Snjólaug, varð hún að leita út fyrir landssteinana til að ná sér í mann, en auðvitað var það bara vegna þess að Halli var frátekinn og því fátt um fína drætti í hópi íslendinga!

Elsku Ella, Til Hammó Með Ammó! Farðu svo að koma vestur til mín í heimsókn....

VIÐ ERUM VÍST GRANNAR!!! (við erum VÍST grannar, EllaRósa!!)


það hræðir fólk...

að vita til þess að fólk með sjúkdóma á borð við svona barnapervertisma sé að fá eitthvað út úr því að horfa á myndirnar af saklausu. litlu börnunum okkar. SJálf er ég með Flickr síðu þar sem ég get haft læstan aðgang að öllum myndum nema þeim sem mér er alveg sama hver sér. T.a.m. geta aðeins þeir sem eru skráðir sem "fjölskylduvinir" af mér sjálfri, séð svona þessar persónulegri myndir. Hef samt oft rekið mig á hvað grensan er færanleg. Sá að einhver perri hafði "feivað" allar óléttumyndir af mér og þegar ég leit yfir safnið hans þá var hann búinn að gera slíkt hið sama við eintómar brjósta og óléttumyndir. Einkennilegar og sorglegar hvatir þar á ferð!

En kosturinn við Flickr, er sá að það er lítið mál að blocka óæskilega aðila sem heimsækja mann þangað. Inn í barnalandssamfélagið hef ég aldrei hætt mér. Enda hræða margir notendurnir mig. Umræðurnar þar eru stóreinkennilegar og eiga ekkert skylt við barnauppbeldi eða uppbyggilegt spjall! En ég heimsæki margar heimasíður þar hjá vinum og ættingjum og er með lykilorð hjá þeim. Ætli það sé hægt að skoða síðurnar sem eru læstar án lykilorðs??

Krossgötur


mbl.is Foreldrar fullir viðbjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríngsted í Hraunbergi

Sultan mínHalli er kominn með vinnu! Húrra fyrir því. Og eins og íslenskra er siður þá á barasta að mæta í fyrramálið. Ráðinn í dag, mættu á morgun!! Ekkert danskt "okkurvantarmanneftirþrjámánuði" kjaftæði hér neitt. Bara þetta íslenska, hressandi "drífumíessu" viðhorf!! (sorrý Steina, þetta er bara meira ÉG ;o)

steininum kastað.

Launin eru reyndar helmingi lægri en þau sem hann fékk hjá Ratsjárstofnun en nú er Ratsjárstofnun hvort eð er að reka alla hjá sér svo að þeir koma nú líklega til með að ráða þá sem ráðnir verða á töööööluvert lægri launum.  Þetta þýðir að Ylfa Mist þarf að ráða sig í vinnu. Fasta. Ekkert afleysingadúllerý neitt meira. Bara dísent paytjékk takk! Mest langar mig að gera sultuverksmiðju í kjallaranum hjá mér en til þess þarf ég dálítinn sjóð. Hann á ég ekki. Þarf að finna þá peninga einhversstaðar. Hlýtur að vera hægt. Allir mínir vinir og ættingjar eru svo....öh...ríkir!

Annars er orðið verulega ástarlegt um að litast hér í húsinu. Reyndar hefur draslið náð sögulegu hámarki en það gerir ekkert til því að í öllum gluggum eru rauð hjörtu og rauðar hjartaseríur. Það er bara mottóið frá því í gamla daga. "það skal líta vel út hið ytra þó allt sé í molum hið innra." En ég tek bara til í næsta lífi.....eða eitthvað.

Við fórum hjónin á faðmlaganámskeið í gær og svo fór ég á ljóðakvöld í kvöld. Var að koma heim. Drakk einfaldan koníak í kakó og hef ekki drukkið annað eins af áfengi leeeeengi! Ég fór með Ellu Björgúlfsömmu og Ragnhildi, persónulega nuddaranum, og við fengum okkur allar svona drykk. Ég varð sú eina sem fann á mér, held ég......  Nú og svo fórum við öll í berjamó í Skálavík í gær í þvílíku dýrðarveðri að við borðuðum nestið ber að ofan í félagi við fjórar svartar kindur sem líklega hafa verið heimalningar fram eftir sumri. Þær bókstaflega ruddust yfir okkur til að komast í nestið og almennt samneyti við okkur. Hundurinn varð himinlifandi með þessa fjóra nýju "hunda" og lék við þær af miklum móð. Skildi bara ekki hvað þær voru svifaseinar! Þær létu sig nú alveg hafa það þangað til þær þreyttust og þá lögðust þær á þúfubarð með hundinn á milli sín og borðuðu bruður sem við höfðum neyðst til að gefa þeim til að losna við þær af pikknikkteppinu okkar. Við komum heim með helling af berjum. Ég man bara ekki eftir annarri eins sprettu!! Nú er verið að gera krækiberjasaft og aðalber eru étin í öll mál.

bjútíbollan

En nú ætla ég að fara með manninum mínum uppí rúm. Og af því að það er ástarvika þá ætla ég að lýsa því fyrir ykkur hvað við gerum þar þessa dagana. Við liggjum með Ipodinn á milli okkar og hlustum á nýjustu Harry Potter bókina lesna af hinum dásamlega breska leikara, S. Fry!! Það er nú okkar ástarvikuframlag í augnablikinu og geri aðrir betur!!

Og eitt að lokum. Húsinu hefur formlega verið gefið nafn. Og það er skilti því til sönnunar yfir útidyrunum. Það heitir auðvitað HRAUNBERG!

urta smarta


Það var svo gaman.....

.... við setninguna í gær! Veðrið eins og best verður á kosið og stemningin ástrík og hlý! Tvær myndir núna og svo segi ég ykkur betur frá ástarvikunni síðar...

 

 

300 hjartalaga blöðrur í átt til sólar!

 

Fólk á setningunni


mbl.is Ástarandinn kominn yfir Bolvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af álftum og svönum!

Okkur hjónum brá heldur betur í brún í gær þegar leiknar auglýsingar á rás tvö, fluttu okkur nákvæmlega gamalt samtal okkar frá árinu 2000, þegar við vorum á ferð í Öxnadalnum. Þannig var að rifist var um álftir og svani. Bóndi minn, fuglasérfræðingurinn, vildi meina að þetta væri ekki alveg það sama. Svanurinn væri stærri en álftin. Og þar sem hann á ekkert sérstaklega auðvelt með að játa sig sigraðan, (frekar en ég) þráttuðum við talsvert um þetta í viðurvist systurdóttur minnar sem þá var bara smástelpa. Hún var reyndar alveg með það á hreinu að þetta væri einn og sami fuglinn. Þessari sögu, hafa svo einhverjir vinir okkar nappað og gert að auglýsingu!!! Ég hef þá félaga grunaða um að vera ekki alsaklausa; þá Sævar, Ármann eða Togga. Helst þó Sævar. Ég hitti nefnilega samstarfsmann hans úr auglýsingabransanum þar sem hann sagði mér að Sævar hafi látið sögu þessa gossa á einhverjum brainstorm fundi.

Sævar! Þú skuldar okkur því innkomuna þína af þessari auglýsingu!!!!Wink

Baldur Bolla


Gamli heimabærinn...

Auðvitað er skömm að því að ég skuli ekki vera þarna með alla fjölskylduna! Í þau skipti sem ég hef farið sem eru reyndar bara tvö, hefur verið yndislegt veður, góður matur, frábær stemning og TROÐIÐ!!!!! Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Með mína fjörugu drengi, finnst mér hreinlega erfitt að rölta um minn gamla heimabæ innan um þúsundir og jafnvel tugþúsundir manna. Þeir vilja gjarna stinga af á meðan ég tek upp þráðinn í spjalli við gamla vini og ættingja og ég lái þeim það ekki. En þegar þeir verða stærri þá geri ég ábyggilega eins og Svanhildur Jakobs og Logi Bergmann, kaupi mér "sumarhús" þarna á æskustöðvunum og býð í fiskisúpu á föstudagskvöldi. Og það verður ekki amaleg fiskisúpa það!!

Annars býð ég svöngum í heilsusamlega sveppasúpu með kókosrjóma og lauk, nýbakað speltbrauð og hummus hérna hjá okkur fjölskyldunni í kvöld. Það eru sko víðar súpukvöld en á Dalvík ;o) Aldrei að vita nema að ég gefi fólki líka að bragða Ástarvikusultuna 2007 sem til stendur að seiða fram í kvöld. Hún mun verða úr ferskum jarðarberjum og vanillu.............

 

Og við Bolsévíkarar verðum nú líka með okkar viðburð núna næstu viku, en eins og alþjóð veit verður Ástarvikan sett hér á Sunnudaginn:

ps) viðbót: ég ákvað að feitletra og undirstrika meint föðurnafn Svanhildar Hólm. Það skýrir sig í kommentunum! :)

 

ÚllallaÁstarvikumyndin 2007


mbl.is „Ótrúlegt mannhaf “ á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór það.....

Svarið kom frá Háskólasetri Vestfjarða. Það var neikvætt. Ákveðið að ganga frekar til samstarfs við tölvufyrirtæki á Ísafirði í stað þess að ráða mann. Djöfullinn.

Við erum frekar fúl. Ég ætla að vera á bömmer yfir þessu í dag en jafna mig svo á morgun. Ætli það sé ekki passlegt bara? Hér með auglýsi ég því eftir propper vinnu fyrir rafeindavirkja með sérþekkingu á radar og því sem rödurum viðkemur. Hann er með MCSA (Microsoft certified system administration) ef einhver veit hvað það er.... ekki ég, svo mikið er víst. Launin eiga að vera yfir 350 þúsund krónum á mánuði. Annað köllum við ekki laun hér á Vitastíg í atvinnuleysinu. Erum enn svo góð með okkur.....

Takk fyrir það.

Annars fór Kolbeinn systursonur minn með morgunfluginu og með honum Björgúlfur. Já, og auðvitað Mamma líka! Björgúlfur er farinn til að vera hjá pabba sínum og hin tvö til sinna heima. Helgi faðir minn ,Von Sauðlauksdalur Þorsteinsson og frú, koma í staðinn í dag. Rúmfötin komin í vélina svo að hægt sé að skipta um. Ég er að fara í vinnuna, Halli að leita að vinnu.

Langar að biðja ykkur að biðja með mér fyrir ungum vini mínum sem vill ekki lifa lengur. Sjálfsagt eru fleiri slíkir þarna úti. Það er hræðilegt og við hin frekar vanmáttug í stöðu áhorfandans. En bænin er máttug og því fleiri sem sameinast geta gert kraftaverk. Ungt fólk á aldrei að þurfa að efast um hvort það vilji lifa! Það á að fara á fyllerí, sofa hjá, laumast til að reykja í blautu tjaldi um verslunarmannahelgina og keyra á milli landshluta fyrir eitt ball. Án tillits til þess hvaða áhrif allt þetta hefur á framtíð þeirra. Ungu fólki á að finnast það ódauðlegt og máttugt. Því á að finnast sem allar dyr standi því opnar.

Það skiptir ekki til hvers við biðjum. Allir hafa sína trú. Hver/hvað það er sem trúað er á. Það er bænin sjálf sem skilar árangri. Jákvæð hugsun til annarra manneskja.


AFMÆLI!

BÍÓ!Almáttugur! Það tekur á taugarnar að fá eitt stykki verðandi 1. bekk í veislu, plús nokkra krakka í viðbót! En það heppnaðist ótrúlega vel og afmælisbarnið er himinsælt með daginn! Ég ætla að skella inn nokkrum myndum úr veislunni í dag. Ef þið færið bendilinn yfir þær þá sjáið þið hver er hvað og svo framvegis.Blástu Birnir!!!g

 

 

Bestu vinirnir Ísak og Birnir

 

Við Halli eigum líka afmæli í dag. Það eru 7 ár síðan við trúlofuðum okkur á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þá var einmitt rigning og rok eins og í dag. Og laugardagur!!!

Rússland 2002

Svo svona vegna þess að þessi mikla ferðahelgi er í garð genginn og umferðarslys svo tíð, þá er hér

myndband sem ég sá hjá Huld nokkurri Ringsted (hún hlýtur bara að vera frænka Halla) og stal linknum. Endilega skoðið. maður keyrir ALDREI aftur yfir hámarkshraða.

 

 


Ös undir Óshyrnu.

Mamma transformer!Mamma er hér í heimsókn. En að henni ólastaðri þá þykir mér öllu meira til þess koma að systursonur minn Kolbeinn er hér líka! Hann er tólf ára himnalengja, a.m.k 15cm hærri en frænka gamla!!! Þeir Björgúlfur eru svo góðir vinir og það er svo ferlega gaman að hafa þá hérna saman, unglingana tvo! Gelgjulega í mútum og allt!!

Maður er að verða gamall.

 

Tengdapabbi kemur á morgun og með honum bróðursonur Halla, Natanael, sem við höfum ekki séð í óratíma. Hann og Birnir eru jafn gamlir svo að það verður ótrúlega....hávaðasamt hér um helgina!Þeir eru auðvitað að koma í afmælið hans Birnis sem á að halda uppá á laugardaginn.

Baldur kyssir mömmu sína.

Og svo skilst mér að faðir minn, Helgi Von Sauðlauksdalur Þorsteinsson sé að koma ásamt sinni frú í næstu viku. Ætli Dr.Tóta mín elskulega reki svo ekki lestina og komi í berjaferð í Ágúst. Það verður nú aldreilis gaman!

Sulturnar mínar!      HÚRRA!!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband