Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
31.3.2010 | 13:07
Hvað vorum við að pæla??
Ég er viss um að konur hafi aldrei gert stærri mistök en að byrja að brugga öl! Við höfum ekki grætt krónu á þessu en sennilega margar uppskorið blauta og bjórlyktandi eiginmenn!
(tek það fram að húsbóndi minn er hvorugt)
Gleðilega Páska!
Karlmenn eiga konum bjórinn að þakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2010 | 16:39
Atvinna óskast.
Sextán ára son minn vantar sumarvinnu frá 1.júní og fram eftir sumri. Hann er með ofnæmi fyrir fiski svo að slorið er því miður úr myndinni.
Talandi um þann sextán ára, þá er einmitt gaman frá því að segja að faðir hans, eiginkona og börn eru stödd á Ísafirði yfir páskana. Unglingurinn er því á Ísafirði í góðu yfirlæti. Verandi ein heima fyrir hádegi með litlu drengina ákvað ég nú bara að taka því afar rólega, lá uppí rúmi fram að hádegi og las "Svo fögur bein." Skyndilega verður mér litið upp og þá stendur Páll barnsfaðir minn í dyrunum og segir mér að hann ætli að nota tölvu unglingsins niðri í kjallara og vinna í henni fram eftir degi.
-Ekkert mál elskan, svaraði ég og breiddi sængina aðeins betur yfir barminn. -Helltu bara uppá!
Ég skellti mér í slopp og tók til hádegisverð fyrir barnsföðurinn og eiginmanninn sem var væntanlegur í mat. Á meðan ég beið eftir að eggin syðu, flögraði sú hugsun að mér að kannski væri heimili mitt OF frjálslegt?
Og þó.....
mér líkar þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2010 | 16:29
Ég á ekki krónu!!
Þarf yfirhöfuð að halda úti heilbrgiðiskerfi ef niðurskurðarhnífnum er beitt svo harkalega að hið opinbera vilji helst ekki sjá sjúklinga á sjúkrahúsum sínum? Getum við ekki bara gert eins og Sovétríkin hér í den þegar þau breyttu kirkjunum í æfingarhúsnæði fyrir hermenn? Í staðin getum við bara nýtt sjúkrahúsin undir tónleikasali, íþróttamiðstöðvar og aðstöðu fyrir niðurskurðarnefndir?
Ég þurfti að lesa þessa frétt tvisvar, hún er svo lygileg. Bretum er ekki fysjað saman! Og svo kalla þeir okkur hryðjuverkamenn!
Svei mér þá....
Vilja halda sjúklingum utan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 13:14
Head and Shoulders
og fleiri flösusjampó innihalda efni sem er notað í skipalakk. Það eru strangar reglur um magn efnisins í skipalakki vegna umhverfissjónarmiða, en engar reglur um notkun þess í snyrti og hreinlætisvörur. Þessu skolum við í þúsundalítratali beint útí sjó og fáum okkur svo þorsk í kvöldmat. Við vitum öll að þetta er eigungis brot af þeim óhroða sem við hellum útí náttúruna og umhverfið í nafni "hreinlætis." Við þrífum húsið og drullum á umhverfið um leið með brúsa af Ajaxi.
Mér finnst ótrúleg hræsni að stefna konu fyrir að hella sjampói í fiskabúr. Við þvoum okkur öll vísvitandi um hárið, ekki satt? Við setjum vísvitandi bensín á bílinn, ekki satt? Við hellum vísvitandi klósetthreinsiefni í klósettið vikulega og sturtum svo niður, ekki satt? Við tökum lyf, vísvitandi, sem búið er að prófa á dýrum, ekki satt? Dýravernd smýravernd. Maðurinn er hræsnari og heiminum verið betur komið fyrir, hefðum við aldrei komið niðrúr trjánum.
Hressandi laugardagsþankar ú Hraunbergshúsinu. Góðar stundir.
Gullfiskaböðull sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.3.2010 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)