Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Facebookfrí

Þegar maður tekur sér facebook frí, er þá ekki tilvalið að dusta rykið af gamla, góða og mjög svo vanræktu bloggi?

 Það sem helst ber til tíðinda í dag í annars hinu tíðindalitla Hraunbergshúsi, er að hin aldurhningna Urta og hinn ungi, ofurhressi og spólgraði Uggi, blýfestust saman þrátt fyrir að hafa verið í gjörgæslu. Þegar náttúran kallar þá ryðja hraustir hundar öllum hindrunum úr vegi. Hvort sem það eru hurðir og brattir stigar, ólar eða taumar.

Við vonum nú að ekkert hafi tekist þrátt fyrir framinn glæp, en ef skaðinn er skeður verða jólapakkarnir væntanlega gulir og loðnir í ár ;)

 Ég var einmitt búin að ákveða  að gefa börnunum mínum jólagjafir í ár og láta svo þá upphæð sem annars færi í þessar gjafir handa fólkinu sem á allt, ganga til einhverra góðgerðarsamtaka. Annað hvort kaupi ég geitur eða hænur handa fólki sem á lítið til hnífs og skeiðar í gegnum HSK eins og hann Björgúlfur frumburður minn gerir, eða splæsi bara í eitt stykki brunn einhvers staðar í Súdan. Að minnsta kosti munu þeir einir njóta sem að öðrum kosti fengju lítið sem ekkert í jólagjöf. 

Mig langar að biðja ömmur og afa, frænkur og frændur að gefa okkur fullorðna fólkinu ekkert í ár en láta frekar einhverja sem þurfa frekar á því að halda, njóta gjafmildi ykkar. Þannig gleðjið þið okkur hjónin óendanlega.

 

En gulu og loðnu pakkarnir, þeir verða alveg auka! ;)

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband