Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2008 | 17:25
Bless the Lord´o´my soul!
Það eru tónleikar í kvöld. Vortónleikar Gospelkórs Vestfjarða. Þeir hefjast klukkan hálf níu í Isafjarðarkirkju og það kostar 1000 kall inn. Frítt fyrir tólf ára og yngri. Við syngjum skemmtileg gospellög og það verður áræðnilega rífandi stemning!
Vonast til að sjá sem flesta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2008 | 04:27
Hefndarþorsti húsfreyjunnar.
Prýðilega skemmtileg helgi að baki. Sambland af áti, menningu, hreyfingu og kósíheitum. Og skyndilega er skólinn að verða búinn hjá drengjunum, garðurinn kominn í blóma, nóttin orðin björt, hitastigið dásamlegt og gangagerðin hafin. Og allt skall þetta á, algjörlega óforvarendis! Mætti mér beint í andlitið.
Hugtakið hefnd, hefur verið mér svo hugleikið undanfarna daga. Ég er að analísera með sjálfri mér þessa fornu hvöt og reyna að skilja hana. Hvað veldur því að manneskjan finnur hjá sér hefndarfýsn? Hefur hún minnkað síðan fornkapparnir á síðbrókunum hjuggu hvern annan í herðar niður í hefndarskyni fyrir hin daglegu morð og aftökur sem í þá daga tíðkuðust ef marka má æsiskáldsögur frá Stútungaöld? Eða erum við bara orðin "civilíseraðri" í hefndargjörðum?
Til að finna við þessu svörin sem mig æskir hef ég sett í gang prójektið "hefndarþorsti húsfreyjunnar,"sem er einskonar leikritasmíð.....eða ekki. .... Þar sem venjuleg húsfreyja vinnur markvisst að því að koma fram hefndum á þeim sem hafa sært hana. Það sem mest spennandi verður við þessa smíði, er að komast að því hvort hefndin er í raun og sannleika sæt? Kannski er það bara mýta? Eins og svo margt annað sem við temjum okkur að klifa á í sífellu en reynist svo jafnvel vera marklaus þvættingur. En hversu stór þarf hefnd að vera? Erum við að tala um hárfínar örvar eða blóðugan hefndar-splatter með limlestingum og afhausunum? Eða lævísa hefnd? Sem er þannig beitt að smátt og smátt er grafið undan "fórnarlambinu" án þess að það fái rönd við reist? Líf þess smám saman eyðilagt, partað niður og fórnarlambið stendur eitt eftir í eymd og vesöld? -Er það ekki svona dæmigerð kven-hefnd?
Sjómannadagurinn á næsta leiti. Á maður þá ekki að vera extra góður við sjómenn?
Ég mun gera mitt besta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 12:38
Kona, láttu slag standa!
....hljómaði í eyrum mér í nótt þegar ég var að reyna að sofna. Og það hreif. Slagur verður látinn standa. Er annað hægt? Hitti hjónin sem búa í "Húsi andanna" í gærkvöldi, reyndar í allt öðru húsi, og á þeim skildist mér að ekkert annað væri í stöðunni. Þvílík hjón sem þau eru, Lilja og Arnar. dásamlegt fólk. Segja ekkert nema fallega og uppbyggjandi hluti við aðra. Svo ég hefi heyrt, í það minnsta. Enda eru þau skyld Önnsku vinkonu minni svo að það er ekkert skrítið við það. Eintómar gæðasálir í þeirri ætt, líklega.
Mér finnst þetta hinn furðulegasti dagur. Eg vaknaði klukkan SJÖ! En ég er venjulega að skríða heim klukkan átta á morgnana. Vann bara til tólf og á eftir að gera fullt af hlutum. Leita að vegabréfum, skipuleggja suðurferð og allt mögulegt. Svo ég tali nú ekki um: finna út hvað ég á að gera í næstu viku þegar barnapían mín Björgúlfur fer í sína spánarreisu!!!
En nú er mér ekki til setunnar boðið, slagur skal látinn standa, spilin hafa verið gefin og ég er með tóma ása á hendi :) Eg ætla inná Isafjörð að fá mér yfirbreiðslu yfir matjurtagarðinn svo að ég fái góða uppskeru í haust. Og þá er best að sá vel ........ Miðast ekki uppskeran við það??? Hversu vel maður sáir?
Eg er í pilsi, sólin skín, og forkeppni Júróvísíjón er í kvöld. Partý hjá mér og drengjunum. Og svo ætla ég ekkert að blogga aftur fyrr en eftir helgina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.5.2008 | 16:18
Þriðjudagur
Það er agalegt að sofa af sér heiðskýra sumardagana sem þennan. En þannig er það þegar maður vinnur næturvinnu. Og til huggunnar þá eru sumarnæturnar björtu hér vestra eiginlega enn fegurri en sumardagarnir. I morgun klukkan átta, þegar ég gekk heim var ég glaðvakandi. Og tveimur tímum síðar lá ég ennþá glaðvakandi í rúminu og hlustaði á fuglasöng. Eg hef líklega sofnað um ellefu leytið. Það er erfitt að sofna þegar allir aðrir vaka. Og þetta þýddi það að ég var að skríða á fætur um hálf fjögurleytið. Agalegt. En samt svooooo gott að sofa.
Eg er að reyna að leggja einhver drög að smá ferðalagi með drengina mína litlu tvo. Eg fer í frí 10 júní og mig langar að fara norður og kíkja til Dalvíkur og heimsækja Ingu mínaog Snjólaugu, Gunnsu frænku, Dísu og Birni og þau. Hef ekki farið til Dalvíkur í óratíma. Eitthvað að stoppa á Akureyri líka og eyða svo einhverjum dögum í RVK með Lindu minni. Við höfum verið vinkonur við Linda síðan í gamla, gamla daga, þegar við vorum litlar blómarósir á Dalvík. Það hefur sko á ýmsu dunið í okkar sambandi í gegnum tíðina en vináttan hefur alltaf haldist. Samt erum við ferlega ólíkar. Sem er eiginlega kostur. Og nú er kominn tími til að vera með Lindu. Rifja upp gamla tíma, spjalla um nýja tíma og knúsast og kúldrast eins og við erum vanar.
Jæja, það er líklega best að koma sér að einhverju verki. Hér er verið að myndast við að koma matjurtargarðinum í gagnið. Búið að moka í hann fleiri kílóum af skít, kalki, fosfór og Guð má vita hvað. Hann er nú ekki sérlega næringarríkur, bolvíski jarðvegurinn. En mér skal takast að koma upp einhverju brakandi fersku fyrir haustið. Káli og rófum í það minnsta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2008 | 19:07
Mánudagur
Það er ennþá einhver lægð yfir mér svo ég læt bara nægja að þruma inn nokkrum myndum frá helginni. Sveitarómantíkin var allsráðandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2008 | 17:36
Fimmtudagur.
Nýr bæjarstjóri tók við í dag í Bolungarvík. Mér skilst að forsætisráðherra og föruneyti hafi heimsótt ráðhúsið við það tækifæri. Hugulsamt. Verst að hafa sofið af sér þessa dýrð. Var á vakt í nótt. Önnur vakt næstu nótt og svo langþráð þriggja daga frí. Sem verður nýtt í garðvinnu, sveitaheimsókn og reglulegan svefn.
Það er yfir mér einhver depurð.
Æskuvinkona mín og besta vinkona alla tíð var að greinast með MS sjúkdóm. Það gerir mig dapra. En um leið staðráðna í að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða á meðan ég hef fáar takmarkanir. Og þær fáu sem eru til staðar eiga heima í höfðinu á mér. Eg ætla að kasta þeim burt. Lífið er of stutt fyrir heigulshátt og aðgerðarleysi. Þetta endar hvort eð er allt á sama veg hjá okkur öllum. Og þegar minn tími kemur, þá vil ég helst ekki þurfa að sjá eftir því að líf mitt færi fram án þess að ég hafi verið beinn þáttakandi í því.
Og til að halda upp á þessa ákvörðun, ætla ég að hafa pylsur og kartöflumús í matinn. Af því að ég nenni ekki að elda......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2008 | 15:16
Miðvikudagur 14.maí.
Tónleikarnir voru skemmtilegir í gær. En hælaháu skórnir voru að drepa mig! Eg er ekki lengur týpan í hælaháa skó. Sennilega annað hvort orðin of þung á mér eða bara hreinlega ekki í æfingu......
Nú er tími breytinga. Vorhugur í mér. ætla að fara að henda úr skápum og kasta gömlu. Rýma til fyrir nýju. Mest langar mig að fara í ferðalag akkúrat núna. Eitthvað langt, langt í burtu. Kannski fer ég á enhvern skemmtilegan stað þegar ég fer í frí í júní. Eg hlakka til að fara í frí.
Næst á dagskrá eru tónleikar Gospelkórsins. Æfingar frammundan.
Gleði gleði gleði.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 15:45
Big-bandið í kvöld
Eg hef tekið ákvörðun. Hún er sú að sætta mig aldrei við neitt minna en að syngja með tuttugu manna stórsveit með brassi, trommum, gítar, bassa og píanói. Eg hef verið að æfa með Big-bandi Vestfjarða undanfarið og tónleikarnir eru í kvöld. Tvær dívur stíga á svið, ég sjálf og óperukonan úr Vigur, Ingunn Osk Sturludóttir. Það er rosalegt kikk að syngja með svona brassbandi. Þrýstingurinn úr túbu, saxófón, trompettum og klarínettum bókstaflega dynur á baki manns og maður drukknar í swingi.
Mæli með því að þið mætið á tónleikana klukkan átta í kvöld í Edinborgarhúsinu. Miðinn kostar eitthvað, veit ekki hvað :) /leiðrétting: það' er víst GRATIS inn!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2008 | 17:41
Kæru mæður:
Gleðilegan mæðradag! Já, og gleðilegan hvítasunnudag. Látið synina, dæturnar eða kallana sjá um hvítusunnudagssteikina. Nú, eða notið daginn til að dekra við fjölskylduna svona eins og mæður einar geta gert. Hvað sem fyrir valinu verður, njótið dagsins umfram alls.
Af öllum hlutverkum í lífinu þykir mér lang mest varið í móðurhlutverkið. Eg sinni því misvel svona eins og öðrum hlutverkum en mér þykir það samt það allra besta. Enda lánsöm kona.
Fallegir eru þeir drengirnir. Eg fann í fljótu bragði enga digital mynd af Björgúlfi og mér saman. Furðulegt. Kannski af því að hann er fæddur fyrir digital dagana... þarf að leita betur, bæti henni þá inn ef hún finnst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)