Hvað með íþróttafréttamennina?

Var engum sagt upp á Íþróttadeildinni? Þar starfa fjórir fréttamenn. Er einn ekki bara andskotans nóg? Var ekki Bjarni Fel bara einn hérna um árið? Við erum hvort eð er að detta tuttugu ár aftur í tímann! Hvað hamlar því að við förum bara alla leið? Ég hef ALDREI nöldrað yfir því að hafa þurft að greiða afnotagjöld, af því að ég hef talið Ríkisútvarpið nauðsynlegan miðil fyrir alla landsmenn. Núna, í fyrsta skipti á ævinni langar mig að taka þennan nefskatt og troða honum uppí einhvern vel valinn afturenda þar sem engin sólin skín. Ég nefnilega bý á vestfjörðum og næsti fréttamaður við mig, hefur botninn suður í Borgarfirði. Ríkisútvarpið er ekki að þjóna mínum hagsmunum lengur og því má það fara veg allrar veraldar fyrir mér.

Ojbara.


mbl.is Margir missa vinnuna á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helv fo....g fo..k.....en er þá ekki málið að endurvekja lífæðina á einhverjum forsendum , gera út fréttamann og selja auglýsingar. Var ekki gríðarleg hlustun í desember á stöðina .............það leggur annars skítalyktina af þessu alla leið hingað til mín !!

Ég samhryggist starfsmönnum ruv um land allt !!!

Valrun (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:01

2 Smámynd:

Að mínu mati á RUV að reka eina útvarpsstöð með fréttum, erlendum og innlendum, spjalli við fólk um allt land og léttri tónlist í bland. Þannig þarf bara fátt starfsfólk og litla umsýslu. Alger óþarfi að vera með einhvern flottræfilshátt.

, 23.1.2010 kl. 16:01

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð ábending Ylfa

Finnur Bárðarson, 23.1.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband