Sumariđ, sólin og allt ţađ!

Veđurfarslega séđ var ţetta besta sumar sem ég man eftir. Ekkert lát á blíđviđrinu og ţegar sólin skín, finnst manni lífiđ alltaf svolítiđ gott. Ég hef ekki fćrt inn síđan í vor, haldandi ađ allir vinir mínir vćru á facebook, og hafandi bara svo margt ađ gera í góđviđrinu. En eftir skammir frá einhverjum örfáum féslausum og smá bloggfráhvarf, finnst mér ţetta orđin bara ágćt pása og mál til komiđ ađ byrja aftur.

Af heimilislífinu er ţađ m.a. ađ frétta ađ nú á ég bara skóladrengi. Baldur Hrafn drattađist međ formćlingar á vörum í skólann, sannfćrđur um ađ viđurstyggilegri stađ mćtti ekki finna í ţessu lífi. Hann hafđi auđvitađ rangt fyrir sér og er bara hinn kátasti í skólanum skilst mér. En hann er ekkert sérlega glađur međ ađ vakna á morgnana samt. Björgúlfur Egill byrjađi í Menntaskólanum á Ísafirđi og mér fannst ég gömul! Honum líkar vel, ţetta er auđvitađ heilmikil breyting fyrir ţessa krakka og heimiliđ líka og viđ erum öll ađ sjatla okkur í gegnum ţetta í rólegheitum.

Urta eignađist tvo fallega hvolpa í ágústlok. Svartir blendingsrakkar eru afrakstur frjálsra ásta á Vestfjörđum. Ţrátt fyrir kyniđ var annar hvolpurinn (sá sem Baldur Hrafn á) umsvifalaust nefndur Blondie af elsta međlim drengjahópsins, ţar sem ađ hundur Hitlers hét víst ţví nafni. Ţykir elsta syninum sá yngsti stundum hafa viđlíka harđstjórnartilburđi og kallar hann af og til "Adolf," ţegar frekjan í örverpinu gerir útaf viđ heimilismeđlimi.

Birnir Spćderljón er ólíkur albróđur sínum í útliti og lunderni. Hann er ljúft lítiđ ljós. Ţćgur og góđur og verđur eflaust kramiđ miđjubarn sem á eftir ađ segja viđ sálfrćđinginn sinn seinna meir; ég var ósýnilega barniđ....

Ekki svo ađ skilja ađ Baldur sé óalandi og óferjandi! Alls ekki. Hann er bara afar frekur. En hann er líka međ skemmtilegri drengjum. Og afskaplegt krútt. Svo hefur hann frekar lítiđ hjarta og vill mikiđ knúsa móđur sína sem er allltaf vel ţegiđ! :)

Ţetta er bara svona. Allir eru ólíkir en allir eru dásamlegir í sinni háttu.

Ţetta voru smá morgunhugleiđingar sem áttu ekkert ađ fara í ţessar áttir, ég ćtlađi ađ stikla á stóru og gera sumariđ upp í máli og myndum en ţađ bíđur bara betri tíma. Ég er í fríi í dag, tók daginn snemma, fór í sund og ćtla svo međ vinkonu inní Ísafjarđardjúp, alla leiđ yfir ađ Rauđamýri á Snćfjallaströnd, í berjamó. Viđ ćtlum ađ gista og hafa ţađ ferlega náđugt í kvöld. Grilla pylsur, (annađ er of mikil fyrirhöfn) hreinsa ber og spjalla saman.

Love to all....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

er međ facebook en ţetta er toppurinn :) 

Ella Rósa (IP-tala skráđ) 8.9.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ella, ţetta er kremiđ!

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.9.2010 kl. 13:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband