Swimmers-syndrome

Hún Margrét frænka mín -en við erum bræðradætur- er svona hundamanneskja eins og ég. Til allrar Guðs lukku þá sá hún á Facebook að ég var að tala um að ég ætlaði að láta svæfa fatlaða hvolpinn í gær. Hún benti mér snarlega á eitthvað sem heitir "swimmers syndrome" í hvolpum og er helst að komi fram hjá stórum og þungum hvolpum. Þá fletjast þeir út, brjóstkasinn verður flatur, þ.e. rifjahylkið flest út og þeir komast ekki af maganum. Þetta veldur því að þeir geta aldrei gengið og kafna á endanum þegar þyngdin fer að pressa á lungun. Eeeeeeeeen; þetta má laga!! Og það er djöfulsins vesen en samt alveg yfirstíganlegt. Nú er því búið að spelka litla fatlafólið og hanna á það strokk svo að litli skrokkurinn komist í lag. Þetta á að lagfæra rifjahlylkið og gera honum aukna hreyfigetu. Og svo er bara sjúkraþjálfun hjá "mannamóðurinni-mér." Honum hefur farið rosalega fram bara frá í gær! Er farinn að geta reist sig upp betur og er ekki sama pönnukakan og hann var í gærmorgun. Andardrátturinn er líka allur annar.

Kannski á hann líf!

Á morgun er bæjarstjórnarfundur. Ég er ennþá ferlega fúl yfir því að meirihluti bæjarstjórnar hafi samið um launahækkun við bæjarstjórann, þegar nýafstaðnar niðurskurðaraðgerðir eru ennþá að valda fólki sárindum og erfiðleikum. Mér finnst einfaldlega bæjarfélagið ekki hafa efni á að hækka laun um ca milljón á ári hjá einum starfsmanni þegar öðrum er sagt upp eða vinnuhlutfall skert. En... ég er jú í minnihluta, þetta vildu kjósendur. Annars er bæjarpólitíkin skemmtileg, so far. Fór á Fjórðungsþing og hitti annað sveitastjórnarfólk sem var bara nokkuð skemmtilegt! :)

Og nú styttist í opnun ganganna. Hér er fólk að urlast yfir því hvað þau heita, þau heita víst Bolungarvíkurgöng og ýmist finnst fólki það réttnefni eða algjör hörmung. Í daglegu tali eru þessi göng kölluð Óshlíðargöng og svo held ég að verði áfram. Mér finnst það mun skemmtilegra nafn í ljósi þess að þau liggja jú bæði TIL Bolungarvíkur og FRÁ Bolungarvík og í Hnífsdal. En ég er ekkert að missa legvatnið yfir þessu neitt. Bið fólk bara að halda ró sinni og bendi á að "vestfjarðargöngin" sem aldrei eru kölluð annað, heita "Göng undir Breiðadals og Botnsheiði." Það nafn hef ég aldrei heyrt nokkurn mann láta útúr sér. Bara lesið á skiltinu. Aðalatriðið er að við erum að fá göng og þið, landsmenn góðir, eruð líka að fá göng.

Love to all....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíkin mín fékk einn hvolp með swimmer-heilkenni... þegar hann var 3 vikna þá fór ég með hann til dýralæknis. sem batt saman framfæturna og afturfæturna... og hann fór að standa eftir einn - tvo daga.

Nú er hann 9 mán og ég fer með hann lausan í langar (1 klst) gönguferðir 3 - 4 í viku og varla hægt sjá að hann hafi verið fatlaður.

Láki-swimmer (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 03:56

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Frábært Láki! Hvernig batt hún fæturna saman? ofarlega? og með hverju?

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.9.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband