og eitthvað fyrir börnin. (og kannski móður þeirra...)

Drengirnir voru ekki hrifnir af kálréttinum sem mér finns alltaf betri og betri. Þeir voru ekkert sérlega hrifnir af núðlurétti gærdagsins og þar sem ég fer að vinna klukkan fjögur í dag, sé ég ekki um kvöldverðinn. Því verður bökuð kaka!

Aftur er eitt aðalinnihaldsefnið eplasósa úr krukku og þetta er sáralík uppskrift þeirri sem ég gerði á nýjársdag. Samt ekki alveg eins og á þessari er hunangs-smjörkrem. Það GETUR bara ekki verið slæmt.

Þessi kaka heitir í bókinni góðu:

Cocoa Applesauce Cake with Honey Frosting.

Höfundur segir hana "twist" á eplasósuköku móður sinnar, sem er líklega sú sem ég bakaði á nýjársdag. Þetta er hellings deig, dugar eflaust í tvo botna en ég setti þetta bara í ofnskúffu og það dugði vel í hana.

3 bollar hveiti

2/3 bolli cakóduft

1 msk kanill

2 tsk matarsódi

1 bolli olía (þegar hér var komið átti ég ekki næga olíu, lofaði Guð fyrir það og setti ósvikið Íslenskt smjör í staðinn!

2 bollar sykur-má eflaust minnka hann og auka í staðinn eplasósuna

2 stór egg

2 bollar eplasósa (barnamatskrukkur í stærri kantinum eru fínar. Það er um það bil bolli í hverri þeirra. Þetta eru náttúrulega amerísk mál.)

1/2 bolli saxaðar hnetur sem börnin sárbændu mig um að sleppa og ég gerði það. Næst geri ég með hnetum til að hafa samanburð. Enda eru pecanhnetur í uppskrifitnni og þær eru æði!

Hitið ofninn í 170°C.

Sigtið þurrefnin saman í skál nema sykurinn, sykur telst alltaf með blautefnunum enda bráðnar hann. Þeytið olíu/smjör og sykur í hrærivél og látið eggin eitt af öðru saman við og sleikið niður með brúnunum (MEÐ SLEIKJU-BURT MEÐ TUNGUNA!) á milli.

Þegar þetta er orðið flöffý og hvítt á lit, þá er farið að blanda þurrefnunum og eplasósunni útí í smá skömmtum. Munið að hér má ekki nota þeytarann, notið Ká-ið á hrærivélinni eða sleif. Þeytt hveiti verður ólseigt og bakstur á ekki að verða seigur! Það var mér kennt af húsmæðraskólakennaranum mínum!

blandið þessu vel saman og setjið í formið sem þið óskið helst. Muna að smyrja!

Á þessa köku fer síðan krem sem ég held að hljómi sem englasöngur í eyrum þeirra sem elska hunang, eins og ég. Þar sem eina bragðefnið í því er hunang, endilega veljið gott hunang sem hefur milt og gott bragð.

Honey Buttercream- Hunangssmjörkrem

1 bolli SMJÖR!

2 stór egg

1/2 bolli hunang.

Hafið smjörið við stofuhita, samt ekki lekandi

Þeytið eggin sman í stórri skál.  Látið hunangið í lítinn pott og látið krauma síðan skal láta það drjúpa rólega ofan í smjör-eggjahræruna og á meðan er þeytt á fullu blasti! Þeytið áfram í fimm mínútur þangað til þetta er orðið kalt og þykkt.

Ok, það heppnaðist EKKI. Kremið skildi sig því ég varð svo spennt að klára kökuna fyrir vinnutíma að ég fór að setja skálina í ískalt vatn af og til svo að það myndi flyta fyrir prósessnum. DAMN!

En, ofan á fór það nú samt og það var GUÐDÓMLEGT! Þessi Kaka er biti af Himaríki. Og allir elska hana. Hún er mjúk, safarík, kanillinn gefur svo óvænta og góða fyllingu, smjörið hefur pottþétt hjálpað ;) og hún er vel sæt. Má eins og ég sagði áðan draga aðeins úr sykrinum hugsa ég. Og kremið? Eigum við að tala um það! það var ljótt, en svo gott að ég væri til í að drekka það! Hunang. Hver elskar ekki hunang!

Gerðu hana um helgina! GO GO GO!

kaka með hunangsfrosting


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég slefaði aðeins við lesturinn...

Ella Rósa (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 15:57

2 identicon

SNILLINGUR!!! PLÍS ekki hætta! Þá fer ég bara að gráta. Ég lofa að kaupa 12 eintök af bókinni þinni þegar hún kemur út! Fyrstu prentun! Á hvaða máli sem þú villt! Loforðið stendur!

lesandi (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband