23.5.2007 | 08:50
Onsdag
Það snjóar enn.
Í gær var alhvít jólajörð þegar ég vaknaði. Mig langaði til að grenja en gat þó aðeins hlegið. Til hvers að grenja yfir veðrinu? Eitt af því fáa sem ég verð jú að játa að ég hef enga stjórn á! En svífa fallegar hvítar flygsur til jarðar fyrir utna gluggann hjá mér og í huga mér hljómar lagið: yfir fannhvíta jörð leggur frið....
Ég vinn eins og sleggja í helvíti þessa daga. Vinnutíminn er níu til hálf sjö. Oft lengur. Þetta mun ég ALDREI ráða mig í lengur en mánuð í senn. Börnin mín grenja þegar ég kveð þau á morgnana og ég fer, hlaðin samviskubiti inn á Ísafjörð. Það bjargar málunum að maðurinn minn er heima. Samt er ég með samviskubit. Hvað segja feministafasistavinkonur mínar kæru á Ísafirði um það???
Ríkisstjórnin hefur raðað sér í hlutverk. Ég læt vera að fagna. Ég ætla að byrja á að sjá bara hvað hún gerir. Hér fyrir vestan er a.m.k nóg að gera og mörg horn í að líta þessa dagana og lítur út fyrir að svo verði áfram.
Nú er víst best að ég komi mér í vinnuna svo að Sigga haldi ekki að ég sé föst í skafli á Óshlíðinni! Afsakið hversu tíðindalaus færslan er að sinni, ég er bara svo obbosslega upptekin..... svo vinn ég í uggnablikinu við útvarp. Borgar sig ekki að hafa of miklar skoðanir rétt á meðan ;)
Athugasemdir
kæra frænka, þú kemur hingað í sól og sumar.
hlakka svo til að hitta ykkur på onsdag i næste uge.knus min kære
og
Ljós til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 15:14
Mér finnst skiljanlegt að þú viðurkennir að þú grenjir yfir veðrinu en þú mátt ekki viðurkenna að þú grenjir undan grenjandi börnum, og hafðu það.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.5.2007 kl. 16:02
Takk fyrir ljósið Steina mín.
Mattaskratta!! Þér feminíska kona! Ég grenja ekki undan þeim heldur VEGNA þeirra.
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2007 kl. 18:04
Ég yfirgef nú bara mína barnunga í fjóra tíma á dag og finnst það alveg nóg. Þótt enginn grenji neitt. Í morgun sá ég rétt í rassinn á dóttur upp úr dótakassanum þegar ég fór, á meðan hún sönglaði: "bleble". Hún fer reyndar á leikskóla í haust, en mig grunar að það verði nú erfiðari aðskilnaður fyrir mig en hana...
En ég myndi ekki aldeilis hika við að grenja hástöfum ef ég þyrfti að vera fjarri þeim einhverja tólf tíma á sólarhring. Og það væri sko ekki af neinni kvenlegri kúgun eða undirokun eða samviskuklemmu. Heldur vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að leika við þau og sinna þeim og finnst þessi örskamma stund sem ég kem til með að njóta samvista við þau á heimilinu æða áfram. 20 ár eru hafa hingað til ekki verið lengi að líða.
Siggalára (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.