Næstved...

Mér finnst það bara svo flott bæjarnafn. Er samt held ég ekki að flytja þangað.

En út fer ek, því mitt hús er útleigt! Fjögurra barna faðir hefur tekið húsið mitt á leigu og er það vel. Viss um að það á eftir að fara vel um hann. Gallinn er bara sá að hann vill fá húsið 1. júlí. Það er mánuði fyrr en við reiknuðum með að losa það. Og þar sem við förum suður... ekki á morgun heldur hinn og komum ekki heim fyrr en 28. júní,....þá veit ég ekki ALVEG hvernig við förum að. En það skal nú samt ganga.

Hér hefur verið spánarblíða. Allsber börn í garðinum að sulla og við hjónin eins og holdugt White trash úti á plani með hálfa búslóðina í kringum okkur, og allt til sölu! Halli með gítarinn og ég sígarettuna! Sjáið þið þetta ekki alveg í anda! LOL!  Hvítt hyski. Það erum við.

Nú er hann farinn á lögguvakt, kemur í fyrramálið og ég´auðvitað búin að fylla húsið af börnum foreldra, hverjir eru á sjómannadagsfylleríi í Víkurbæ. Það er ágætt. Á meðan ég þarf ekki að fara á ball er ég bara fegin að fá að hafa börnin!

Nú taka við þrjár vikur í Danaveldi. Á þeim þarf að ganga frá atvinnu, búsetu og ....öllu öðru. Svo bara heim að pakka á kortéri. Við þurfum hjálp. HJÁLP!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Elsku Ylfa mín þið eruð kannski hvít en hyski eruð þið ekki og verðið aldrei. Já, assgoti verður þetta knappt með losunina á húsinu. Getið þið ekki lokkað vini og vandamenn til að koma og eyða nokkrum sumarfríisdögum heima hjá þér og leigan væri að pakka niður í, segjum 10 væna kassa fyrir virkan dag, 15 fyrir helgidag. Bara hugmynd

Hafið það gott í Næsteved, þar er örugglega "lundt og godt" og allir "ligeglad".

Vilborg Valgarðsdóttir, 2.6.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Anna mín. Varstu að senda mér á Rúv-netfang? Það er ekki virkt. ég er með ylfamist(at)simnet.is

Takk Vilborg mín ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 22:40

3 identicon

Ég skal bara klóra þér á bakinu vel og lengi í dk þannig að þú verður tilbúin í átökin þegar heim kemur, þar sem ég því miður get ekki komið og hjálpa þér að pakka niður þó að ég vildi. Þar sem ég kreisti út þetta sumarfrí til að hitta þig í dk en ég verð að mæta til vinnu þann 26.júni og engar refjar. Heyri í þér á morgun

Kveðjur úr 25 stigunum á víkinni bláu.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er bara alveg frábært ylfa mín, okkur hlakkar mikið til að fá ykkur á miðvikudaginn !!!!

ljós elsku frænka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband