Fjör, ferðalag og fyrirbæn.

Púff. Það er svo mikið að gera. Við erum búin að selja um það bil helminginn undan okkur en ekki sér högg á vatni ennþá. Ella og Einar Björgúlfsamma og -afi komu hér í gær eins og þeir frelsandi englar sem þau eru og hjálpuðu okkur við niðurpakkið. Ekki veit ég hvað við munaðarleysingjarnir gerðum án þeirra. Þau eru BARA yndisleg. Björgúlfsafi kom í gærmorgun með fullt af kössum og bóluplasti og allskonar "flutningsdóti." En við eigum laaaaangt í land.

Það er mjög vel þegið sko ef einhver kemur og klárar þetta á meðan við erum í Danmörku í júní Whistling

Garðurinn er sleginn og beðin nokk hrein svo að við ættum svosem að geta horfið skammlaust á brott í bili. Það verður gott að komst í frí. Yndislegt. VIð ætlum að keyra suður í dag. Eigum sko alveg eftir að pakka niður fyrir sjálfa Danmerkurferðina......

Best að hefjast handa. Áður en ég kveð, langar mig að biðja ykkur að leiða hugann að lítilli stúlku sem er vensluð í fjölskylduna hans Halla. Hún heitir Þuríður Arna og er fimm ára. Hún er með krabba í höfðinu og á að fá út úr niðurstöðum í dag. Móðir hennar heldur úti heimasíðu, tengillinn er hér til hliðar. Aslaugosk. Allar þær bænir sem beðnar eru þessari litlu stúlku til handa þær skila sér. Allt gott skilar sér alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Guð veri með þessari fjölskyldu !

elsku frænka sjáumst á morgun

Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband