7.6.2007 | 17:06
Dnamørk hin heita
Nu er eg i Lejre hja Steinu fraenku sem er med danskt lyklabord. Eg veit ad thad a ad vera haegt ad finna islenska stafi en eg nenni ekki ad kalla i hana. Hun er nefnilega ad vaska upp og tha tharf eg ad taka vid uppvaskinu :)
Thad er 30 stiga hiti her. Full heitt fyrir minn smekk en eg er audvitad islendingur og ekki vøn svona hita. Nú er ég búin ad finna kommuna yfir íid!
Vid vorum ferlega threytt i gaer. Gátum varla haft augun opin. Ég var svo stressud í fyrrinótt ad ég sofnadi ekkert fyrir flugid. Vid fórum til Hróarskeldu í dag, keyptum okkur danskan farsíma og allir fengu nýja sandala. Vid fengum okkur líka litla uppblásna sundlaug svo ad nú busla strákarnir saelir og áneaegdir úti í gardinum yndislega hennar Steinu. Vid førum líklega á strøndina á morgun. Thad er alltof heitt til ad vera ad fara í einhvern skemmtigard.
Thar til naest, Hej hej..... :)
Athugasemdir
*Dnamørk hin heita*
Þetta er mjög útlensk fyrirsögn hjá þér.
Greinilega danskt lyklaborð!
sara (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:17
Ég er orðin svo blekkt á máli elskan ;)
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.6.2007 kl. 21:55
Hafðu það gott, elsku Ylfa mín, þú og allt þitt slekti. Ég held þú venjist hitanum - einhvern tímann
Vilborg Valgarðsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:51
Urtan er í sjónum, ánni, mýrinni, málningunni og í kvöld fórum við í bað saman. Moli og hún áttu svo yndislega stund í gær, óáreitt. Gaman að sjá hvað kemur út úr því. Var svo að lesa í læknablaðinu að hitastig yfir 25°C yki verulega líkurnar á legsteinum. Dreymdi líka fyrir flugráni. Njótið frísins, sjáumst.
LÁ
Lýður Árnason, 8.6.2007 kl. 02:08
Gat nú verið. Fyrirmyndarhúsmóðirin komin í frí og nennir ekki að þvo upp og kaupir eitthvað drasl handa börnunum til að þurfa ekki að tala við þau. Iss.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.6.2007 kl. 11:58
Æ hvað þið eruð huguð að fara svona langt í burtu.
Hafið það ljómandi gott og farið vel með nýju sandalana og ykkur sjálf.
Ég hugsa til ykkar næstu daga og vikur......lofa því.
Helga B. Jones (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 16:20
Vildi bara kasta kveðju á ykkur, er sjálf að fara á morgun. Hafið það gott og njótið þess að vera í fríi, Yrsa og allt liðið hennar
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 15:37
Isss... hér var 12 stiga hiti í dag, það er sko alveg nóg fyrir okkur íspinnana. Stígvél og pollagalli eru líka miklu skemmtilegri föt en sandalar og stuttbuxur.
Eru ekki ma og pa örugglega lent hjá ykkur heil á höldnu?
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 10.6.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.