Svefnvana fólkið....

Við komum til Reykjavíkur í ausandi ringningu í nótt. Skildum allt eftir á hvolfi heima í Hraunbergshúsi og ókum bara af stað út í nóttina. Örþreytt. Drösluðum börnunum inn til Sörufrænku klukkan fjögur í nótt og gengum inn í Himnaríki. Nýuppbúin rúm og falleg birta í herberginu sem hún hafði nostrað við og gert huggulegt. Það var unaðslegt að fara uppí og steinsofa......til átta. Þá vöknuðu litlu herforingjarnir okkar og mamman drattaðist á lappir. Pabbinn fékk að sofa til hádegis og þá lagði konukvölin sig. Svaf til HÁLF FIMM!

Í fyrramálið klukkan fjögur vöknum við svo og förum til Keflavíkur. Fljúgum svo eins og fuglar til Danaveldis. Ef einhvern í RVK langar að hitta okkur í kvöld má hafa samband ;)

 Hún Lóa Blómarós dó í gær. Enn ein hetjan sem barist hefur við krabbann ljóta í langan tíma. Lóa var úr Dýrafirðinum og var nýkomin suður eftir þriggja daga ferð í dýrðina heima í sveitinni. Guð blessi hennar fallegu og æðrulausu sál og veri með foreldrum hennar og systur nú þegar þau takast á við söknuð og sorg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð. Og reynið að hvíla ykkur.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:24

2 identicon

Jæja frænka!

Nú bíð ég bara spennt eftir nýjum fréttum.

Gangi ykkur allt í haginn :)

sara (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband