Ringning dauðans, allsberir pónýhestar og atvinnutilboð!

Baldur sagði okkur í gær að allsberir pónýhestar sem hefðu vængi, þeir gætu flogið.

Þá vitum við það.

Við ætluðum að fara og skoða safn hér í Lejre í dag þar sem fólk býr eins og í gamla daga, starfar og lifir einhverjum öldum aftar en við í dag. En vegna rigningar, og þá er ég að tala um úrhelli, erum við bara heima að "hygga" eins og Steina segir. Hjálpa Gunna ofurkokki að undirbúa grillveislu fyrir 80 manns og borða kökur, drekka te og pakka niður í rólegheitum. Svo förum við bráðum að tía okkur af stað til Kastrup vallar. Við verðum að öllum líkindum frekar þreytt á morgun en ætlum samt að reyna að renna vestur. Verst að við þurfum eiginlega fyrst að kaupa okkur ísskáp og sitthvað fleira því að við seldum eiginlega allt undan og ofan af okkur!!! Við eigum þó enn rúmin okkar og sjónvarpið.... sem Björgúlfur á eiginlega. Okkar er orðið gamalt og virkar ekki alveg. Þvottavélin er enn á sínum stað niðri í kjallara Hraunbergshússins og diskar og glös eru í kössum. Það besta er samt að Halli fékk ATVINNUTILBOÐ núna áðan!!!  Hann var head-huntaður á einhverju jobindexi á netinu og býðst vinna hér í nágrenni Kaupmannahafnar. Við erum nú samt bara róleg í bili. Fáum nú kannski að vita meira um laun og þessháttar áður en við hættum við að hætta við :)

Ég hringdi í gær á leikskólann heima og sótti um plássið hans Baldurs aftur. Auðvitað er búið að fylla í það nú þegar en ég krossa bara putta og vona það besta. Birnir fékk glænýja skólatösku í Legolandi. Það er sko Bionicle taska....ef einhver veit hvað það er... og hann hlakkar til að þramma með hana göngustíginn í haust.

Ég er á bömmer yfir að vera búin að henda öllum sultukrukkunum mínum. Markaðsdagur á næsta leiti og ÉG Á ENGAR KRUKKUR!!! Þá get ég ekki gert neina sultu til að selja! Hvað á þá að bjarga fjárhagnum???

Eins og Steina segir: Ljós frá Lejre, I´m coming home! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Komdu fagnandi ljósið mitt! Krukkur hljóta að leynast víða á vestfjörðum, trúi ekki öðru.

Vilborg Valgarðsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert að horfa á mig þegar ég er að skrifa, þess vegna ætlað ég bara að kyssa þig !

Ljós í kossi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa mín ! takk fyrir dásamlegan tíma í Ljósinu með þér.

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband