Oh, It´s such a perfect day.....

....söng snillingurinn Lou Reed. Hann átti samt líklega ekki við daginn í dag. Í dag var dagurinn þegar flæddi inn í kjallarann hjá mér.

Eins og frægt er orðið og ég vísa í nánast í hverri færslu, vorum við fjölskyldan á leið til Danmerkur. Varanlega. En erum komin, eins og enn frægara er orðið, heim aftur með skottið á milli lappanna. Allt okkar dót er í kössum í geymslunni. Bækur, blöð, geisladiskar, hljómplötur, MATREIÐSLUBÆKURNAR, myndaalbúmin...... Skápur, geislaspilari, parket sem á að fara á kjallarann.... ýmislegt dót.

Í dag fengu sonur minn Birnir og vinur hans þá snilldarhugmynd að vökva garðinn með slöngunni. Í "leik" sínum tókst þeim að fylla í leiðinni téða geymslu af vatni. Við höfðum skroppið frá og þeir máttu leika sér í garðinum á meðan. Það fá þeir ALDREI aftur að gera.

Garðurinn minn er núna fullur af útbreiddu drasli, sem ég er að vonast til að þorni.......einhverntíma áður en það fer að rigna.

Mig langar til að grenja.....

En ef ég lít á björtu hliðarnar þá er ekki gott að verða "attached" við hluti. Ekki of mikið að minnsta kosti. En það er nú þetta með myndaalbúmin og matreiðslubækurnar mínar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ, elskan mín. ekki var það nú falleg heimkoma. kannski er þetta merki um að ykkur bjóðist vist í baunaveldi fyrr en síðar.

ég vona að dótið hafi sloppið

er hægt að panta sultu í heimsendingu?

nanna (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Lýður Árnason

Þú bloggar um kommbakkið, atvinnutilboð, matreiðslubækur, sultu, vatnsleka og húsgagnaþurrð en ég spyr:  HVAR ER URTA?

Lýður Árnason, 1.7.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Æ þetta var slæmt. 

Ef matreiðlsubækurnar hafa ekki sloppið skal ég halda matreiðlsubókasöfnun handa þér.  Hillur um land allt eru fullar af ónotuðum matreiðslubókum sem bíða eftir því að eigendurnir gefi þær frá sér til þeirra sem kunna og nenna að nota þær.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 1.7.2007 kl. 22:49

4 identicon

Boys will be boys... Og ég hélt að þú...ÞÚ.... af öllum þyrftir ekki að notast við matreiðslubækur. Annars á ég nokkrar , lítið notaðar,(það er að segja ekki oft verið opnaðar eða verið flett ) sem þú mátt eiga. Og ég á krukkur og ég á bækur handa þér... bara nefna það .. hvað vantar ??

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nanna: Takk elskan, það slapp nú ekki allt. En ég vona ekkert sérstaklega að þetta þýði neitt annað en það að ég þurfi að gera skurk í að henda dóti. Mig langar satt best að segja mest að vera bara hérna heima hjá mér ;o)

Lýður: Urta? Hver er það?

Matta og Gunna: Þið eruð ekki að átta ykkur á því að matreiðslubókasafnið mitt er ekki bara eins og hvert annað matreiðslubókasafn!!! Það er fullt af hámenningarlegum ritum eins og "Are you hungry to night" með eftirlætis uppskriftum Elvis Presleys, "White trash cooking," með eftirlætisuppskriftum... Já..það segir sig sjálft. 1000 jewish recipies, south east asian cooking, big book of tomatoes, vegaterian christams og svo framvegis. Þetta er ekkert AB matreiðsluritröðin sko!!!

En ég þigg ALLAR matreiðslubækur með þökkum. Krukkur og hvaðeina.

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 23:50

6 identicon

Sko ég á ómetanlegar matreiðslubækur til dæmis sem 10.bekkur Grunnskólans á Ísafirði gaf út fyrir nokkrum árum... og einnig bók frá Blöndudals, eða hlíðar kvenfélaginu úr Húnavatnssýslu og  sú nýjasta frá Kvennakórnum í Reykjavík , kom út í vor og fleira íslenskt white trash dót og ekki gleyma ; Sigga á white trash bókina.

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband