4.9.2007 | 19:54
Karríer, sársaukaþol og samlokur....
Birti eina svona góðviðrismynd af því að í dag hefur verið rigning og fjúkandi rok. Það er gaman í nýju vinnunni, mikið að gera, sem er auðvitað skemmtilegt. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst erfitt, eins og í dag, að vera ekki komin heim fyrr en hálf sjö og börnin sjálfala þangað til. Reyndar var Baldur Hrafn hjá vini sínum svo að ég gat unnið lengur. Venjulega vinn ég til fjögur. Strákarnir mínir eru ekki vanir að mamma þeirra og pabbi séu svona mikið í burtu. Þeir eru ekki vanir að vera allan daginn í vistun og ég er satt að segja með hálfgerðan móral. Ég er ekki meiri karríer kona en svo......
Ég ætlaði að skrifa svo mikið en núna er ég svo þreytt að ég man ekkert af snilldinni sem átti að rata hér inn. Hef sofið frekar illa undanfarið og þurft að mæta síðustu tvo daga fyrir allar aldir á FSÍ til að láta rannsaka í mér mallakútinn. Fór í magaspeglun í gærmorgun og á að mæta eftir mánuð aftur. Þá er eins gott að ég fái öllu meira krassandi lyfjakoktail en í gær! Þvílíkur viðbjóður! Af hverju er maður ekki bara svæfður? Er ég algjör aumingi eða finnst fólki þetta ekkert mál? Mér er sagt að fólk fari jafnvel stáledrú í gegn um þetta? Neiti jafnvel kæruleysissprautu og allt? Er þetta eins og með "hetjumæðurnar?" Sem fá engin verkjarlyf í fæðingu "aþþí að þetta er allt so náttúrulegt og þær hafa svo háan sásssaukaþrössssskuld..." Sem segir mér bara það eitt að ég er ónáttúrulegur aumingi sem vill fá deyfingu og svæfingu við hvert hugsanlegt tækifæri! Hmm.... ég þarf eitthvað að endurskoða tilfinningar mínar í garð þeirra sem hafa hærri verkja og sársaukastuðul en ég!
En hér er kominn kvöldmatur sem samanstendur af kjarngóðu íslensku samlokubrauði með skinku og osti, hituðu í grilli. Ég er nebblega karríerkona.
Athugasemdir
Já erfitt að vera supermamma og allt hitt líka. Gangi þér vel á öllum vígstöðvum Ylfa mín.
Guðrún (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:49
það er ekki gott með þessa þreytu og samviskubot, þú ættir bara að flytja hingað
Flott mynd af þér mín kæra frænka
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:18
Takk Gunna mín. Veistu elsku Steina, eins og mig myndi nú langa að vera nálægt þér þá er ég ósköp fegin að við létum ekki verða af því. Hún Valrún mín þarf að vinna úti líka og þó þau hafi farið út með milljónir í vasanum hafa þau samt ekki efni á að kaupa. Illa gekk að koma börnunum í skóla, erfitt að finna húsnæði, rándýr leiga og elsta stelpan þarf að fara í sérstakan innflytjendabekk. Ekki alveg fyrir mig :o) Börnin hennar hafa verið að drepast úr heimþrá og maðurinn hennar er á lúsarlaunum þrátt fyrir góða menntun og allt það.
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 17:19
þetta skil ég ekki !!1
hvar eru þau, esbjerg ? ég sagði að þau ættu aldrei að fara til jótlands !
talaðu við mig í vor eftir vetrardimmuna !
en í alvöru talað er þetta að flytja ekki bara auðvelt, það er ýmislegt sem maður þarf að venja sig við, ég myndi örugglega hafa það þannig ef ég flytti til íslands, sem ég ætla ekki að gera !
knus elsku frænka
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 18:11
Þau eru ekki í Esbjerg. Þau eru í Aarhus. Þau hefðu ALDREI haft efni á að vera á Jótlandi. Svo fékk hann enga vinnu þar heldur. Vetrardimmuna? Iss, ég fer bara í ljós og skrepp svo til útlanda í janúar ;o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.