Fátt er svo með öllu illt...

Hann Baldur bollan mín er lasinn. Og eins og góðra foreldra er siður skiptumst við hjón á að vera heima með veikan drenginn okkar. Sem er ágætt. Þá hef ég tíma til að lesa nokkur blogg og jafnvel skrifa mitt eigið. Nema hvað að sjaldan er maður andlausari en einmitt þá maður er heima með veik börn! En þá er nú gaman að fá góð tölvubréf! Og eitt slíkt fékk ég áðan. Og ég hló mikið!!! Ég semsagt græddi á því að vera heima í dag. Hláturgusu!!

En hér kemur brandarinn sem ég fékk sendan:

   

Þetta gerðist í afsekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu. (nú.. eða Vestfjörðum.. Gæti líka allt eins verið er það ekki?)

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley,(hún gæti nú alveg heitað eitthvað annað... Gæti byrjað á...tjah.... til dæmis A? ) ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.

Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annari með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:

"Svooona Páll, Svona á að sveifla handklæðinu!".

Ein mynd af veika drengnum svona bara af því að hann er svo sætur!

441423748_04e1619dd3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný GG

hahahaaa algjörlega frábær brandari   vona að guttanum batni sem fyrst

Guðný GG, 16.10.2007 kl. 13:42

2 identicon

Eru pestirnar farnar að streyma í hlað...kysstu bolluna fyrir mig ( þó hann neiti að muna eftir mér lengur). Æ já er ekki bara gott að vera heima svona einn dag, þó að maður sé með veikt barn. Man þá tíð að maður gat bara setið og spjallað og drukkið kaffi af hjartans lyst ( heimavinnandi þunglynd húsmóðir) Nú er það vinna alla virka daga, ekkert kaffi og spjallið fer fram á tungumáli sem ég skil lítið sem ekkert í.......... Nohh en verra gæti það verið, ég er þó ekki þunglynd lengur Kærar kveðjur.

valrun (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:57

3 identicon

AAAAAAAAAAAAAAAAAhahahahahahahahaha............Nú munaði minnstu að ég missti tölvuna í gólfið ég hló svo mikið!!!!!!!

Þú ert snillingur.....elska að lesa þetta blogg.

Gangi þér vel að púsla saman eins og einum vetri.

Helga Sæta (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Marta

Bwahahahahaha!!! Algjör snild! Og súper sæt mynd af ykkur!

Marta, 18.10.2007 kl. 01:02

5 Smámynd: Gló Magnaða

Prufaðu að fjarlægja allan hummus út úr lífi þínu í nokkra mánuði og vertu viss veikindi munu heyra sögunni til.

En sagan er góð.............

Gló Magnaða, 18.10.2007 kl. 14:35

6 identicon

- góður!!

alva (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband