19.10.2007 | 19:23
of mikið í boði.....
Af hverju get ég ekki verið tvær? Eða þrjár? Ég þyrfti td. núna í kvöld að vera á a.m.k. á tveim eða ekki þremur stöðum! Mig langar að heyra nýju stefnu DV í Edinborgar húsinu, mig langar á tónleika að hlusta á Guðmund Jónsson á Langa Manga, og mig langar að fara út að borða með vinnunni hans Halla. Sem ég geri auðvitað af því að ég er góð eiginkona. Og hlýðin! Mér skilst að síðan séu þeir Grjóthunslimir að spila einhver lög einhversstaðar í kvöld en það frétti ég bara útí bæ. Ekki frá ektamanninum sem kvaðst á því hissa, ég hlyti nú að hafa séð þá auglýsta einhversstaðar!!! Sjálfur vissi hann ekkert um það fyrr en hann las það á BB.....
Bílinn lánaði ég frá mér og fer því á lánsbíl út að borða. Mest langar mig þó auðvitað að vera heima hjá mér. Hef grun um að Baldur sé að fá hlaupabóluna. Hann er orðinn grunsamlega bólóttur skyndilega. Það væri nú alveg rakið svona rétt á eftir barka-lungnakvefinu sem hann er að ná sér uppúr.......
Ég er að vinna annað kvöld á Langa og á sunnudaginn. Held að þetta verði góð helgi og fljót að líða. Þær eru það flestar þessa dagana. Vikurnar fljúga áfram og það eru aftur að koma jól! Þau eru nýbúin! Ég er ekki einu sinni búin að setja kassann með skrautinu upp á loft! HVernig má sporna við þessum hraða?
Öðruvísi en að drepast?
Athugasemdir
Það er auðvelt að fríka út á valkostunum!!!
Guðni Már Henningsson, 19.10.2007 kl. 20:33
Já marr, við erum meira að segja að vinna saman, held að ég hafi alldrei unnið með þér... samt erum við búnar að vinna á sama vinnu stað hvað lengi? Ég er brandara handa þér.. Þú færð að heyra hann á morgun. ;)
Marta, 20.10.2007 kl. 00:54
Aha. Gervigrenidraslið sem maður setur á svalahandriðið er einmitt ennþá úti á svölum. Eftir því sem ég best veit. Nema það hafi fokið í einhverju rokinu. Ég huxa að það fari allavega ekkert niður í geymslu úr þessu...
Sigga Lára (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:33
Elsku kellingin mín.
Skil þetta tímaleysi.
En eins og Sara mín sagði mér einu sinni í gamladaga, þá þurfa allir að eiga góða konu......og það eigum við ekki......við þurfum bara að eignast góða konu.
Konu sem gæti gert eitthvað af því sem maður ÞARF að gera og þá gæti maður á meðan gert hitt.....þetta sem mann LANGAR að gera.
þú ert frábær......
helga B. Jones (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:58
Ylfa hvernig heldurðu að þetta sé hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu, þar sem allt er að gerast, - ef þú þarna norður á hjara veraldar vilt helst þríklóna þig á einu litlu föstudagskvöldi?
Ekki hefur Baldur smitast af stjúpsystur sinn, sem var útsteypt í hlaupabólu fyrir viku síðan. Og stóri bróðir þeirra ekki verið í Hlíðinni nýlega. Bolungarvíkin er greinilega ekki alveg eins einangruð og ætla mætti .
Laufey B Waage, 23.10.2007 kl. 09:19
Þetta er rétt hjá Laufeyju. Við hér höfum þó tessa tvo til þrjá auka klukkutíma sem höfuðborgarbúar eyða á rauðu ljósi og í umferðarteppum daglega.
Við erum heppin!
Gló Magnaða, 23.10.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.