23.10.2007 | 22:30
Bless í bili.
Nú ætla ég að taka mér gott hlé. Ég hef frá engu að segja, það er of mikið að gera hjá mér og ég nenni ekki lengur að hafa opinberar skoðanir á einskisverðu argaþrasi og daglegum tittlingaskít. Þetta eru þrjár helstu ástæðurnar. Ég ætla frekar að nota frítímann til að sinna fjölskyldunni minni en að blogga. A.m.k á meðan ég er að finna út hvaða tíma útivinnandi foreldrar nota til þess að blogga, án þess að finnast þeir vera að svíkjast um ...... Núna td. er klukkan hálf ellefu og þvottafjallið minnir á þrítugan, ókleifan hamarinn. En hér sit ég og hamra á lyklaborðið, syfjuðum hnúum. Væri ekki nær að gera eitthvað annað?
Ég hef því komist að því að blogg er annaðhvort fyrir heimavinnandi húsmæður eða fólk sem starfar við tölvur og leiðist í vinnunni....... Ekki tímabundnar mæður með kostgangara Ísafjarðar í mat, þrjú börn, hund og svo ekki sé nú talað um eiginmanninn....
En örvæntið ekki.... ég sný aftur!
Athugasemdir
Gúddbæ...hlakka til að fá þig aftur....
Guðni Már Henningsson, 23.10.2007 kl. 23:49
Þín verður sárt saknað í bloggheimum. En ég fæ örugglega nóg af þér í hádögum ( fleirtala af hádegi ?) Arngerðareyri lít ég á sem ættaróðalið mitt. Á einhvern tíma eftir að eignast það. Falleg mynd hjá þér.Og haltu svo áfram að brjóta saman þvottinn.
kostgangari á Langa Manga (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:12
Dó..... Hvað á maður maður nú að svara fyrir áreitið í hádeginu.
Gló Magnaða, 24.10.2007 kl. 11:14
Ææææ! ekki fara ! þín verður saknað þó svo að þú getir eflaust alltaf lagt mig í smá einelti þar sem ég er einn af kostgöngurunum þínum og við getum alltaf brjótast smá er það ekki?
Gréta Skúla (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:08
skil vel elsku frænkan mín
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 17:05
Skilja við hundinn, svæfa eiginmanninn, bera út börninn.
Skipholtsmenn munu sakna þinnar bloggraddar þangað þú getur ekki orða bundist næst.
Toggi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:16
Ég er strax farin að sakna þín - og hlakka til að "lesa þig" aftur. En ég skil þig vel. Mín skoðun er sú, að maður eigi að njóta alls sem er. Nú mundi ég einmitt i þínum sporum njóta þess að eiga börn á þessum aldri. Þau verða orðin stór áður en þú veist af, og þá nýturðu annars, t.d. meira frelsis og öðru vísi nýtingu á tíma. Njóttu lífsins mín kæra.
Laufey B Waage, 24.10.2007 kl. 19:29
Verður maður ekki að horfa á björtu hliðarnar, ég hef þá sjálf meiri tíma til að sinna manninum, syninum, heimilisstörfunum og skólanum. En ég hefði samt alveg viljað lesa meira. Ég verð þá bara að fara oftar westur.
Njóttu tímans með strákunum þínum.
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 11:39
Góða pásu elsku kjellingin mín.
Njóttu þess að finna heilann fyllast af hlutum sem þú mundir blogga um ef þú værir ekki í pásu.
Það er mín reynsla í þessi skipti sem ég hef tekið ákvörðun um að slaka á í bloggheimum....hef einhvernveginn aldrei meira að segja en einmitt þá.
En mikið væri ég til í að hittast næst þegar þú kemur í borgina.
kveðja. hb.jones.
Helga B. Jones (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:18
Takk fyrir að hafa svona léttar spurningar í Drekktu betur
Gló Magnaða, 26.10.2007 kl. 08:57
Bíddu nú við er ekki pásan búin ? Ég fæ aldrei svona langar pásur !
ég er svangur !Takk fyrir sönginn ! Frábært kvödl !
kostgangari á Langa Manga (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 02:15
nei,nei hva, þvotturinn fer ekkert - ekkert verra að hafa fataskápinn á þvottahúsgólfinu, hvaða skipulagsþráhyggja er þetta eiginlega.....þú gætir kannski bloggað bara á sunnudögum eða eitthvað, ekkert bara hætta hviss búmm bamm... ég var að gerast bloggvinkona þín og er bara sármóðguð...
alva (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.