hin neðri hártíska

Í síðustu viku fór ég með Baldri og Halla í sundlaugina í Árbæ. Þetta var um kvöld og mest fullorðið fólk að fara í sund. Ég flýtti mér töluvert úr leppunum og inn í sturtuna enda margt um manninn og fáar sturtur lausar. Skyndilega rekur mig í rogastans! Ég var augljóslega eina konan í sturtuklefanum sem hafði tekið út eðlilegan kynþroska. A.m.k ef marka mátti hár...tískuna "neðanverða."

Mér varð svo mikið um að ég fór að glápa eins og hver annar dóni og viti menn, þetta var rétt. Allar konurnar, nema ég, litu út eins og smástelpur!! Ég átti verulega bágt með að fara ekki að hlæja, svo "snautlegar" þóttu mér þær, en þegar ég kom síðan í pottinn varð ég alvarlega hugsi. Af hverju reyta konur af sér öll líkamshár sem gefa til kynna að þær séu fullorðnar og hafi tekið út sinn eðlilega þroska? Af hverju sækjumst við eftir að líta út eins og níu ára smátelpur? Hvaða hugsun fær okkur til að fara á "fjóra" og láta brasilíuvaxa á okkur fram,- og afturendann? Er ég ein um að þykja þetta einkennilegt?

Ég fór að spyrja konur í kringum mig og flestar játuðu nú að eyða flestum þeim hárum sem á þeim yxu, nema þá helst á höfðinu. Sögðu að þeim þætti hárvöxtur á "óæskilegum" stöðum merki um sóðaskap. Sorrý, en ég bara SKIL það ekki!! Á þessum síðustu og verstu tímum þegar hryllingsfrásagnir kvenna, sem voru beittar ofbeldi af fullorðnum mönnum þegar þær voru litlar og óþroskaðar telpur, skekja okkur af viðbjóði og vanlíðan, þá finnst okkur það sóðalegt að líta út eins og fullvaxta konur????? 

Fyrirgefið mér, allar þær kynsystur mínar sem snoðið líkama ykkar, en HVAÐ er að í heildarmyndinni? HVENÆR fór okkur að finnast sóðalegt að verða fullorðnar? Hvenær fór okkur að þykja það hreinlegt að líta út eins og börn á okkar helgustu stöðum? Mér finnst þetta allt vera hið undarlegasta og skil alls ekki tvískinnunginn í okkur. Á meðan við fordæmum af heilum huga mennn sem líta á óþroskaðar telpur girndaraugum, leggjum við, sumar hverjar, á okkur ómælda vinnu, sársauka og fjármuni í að líta áfram út eins og litlar stelpur. Mér þykir það ekki hreinlegt, heldur ógeðfellt, þegar ég hugsa hvaðan þessi "tíska" er upprunin og hverjir það eru sem sjá um að viðhalda henni. Við sjálfar.

eðlileg kona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Mikið asskoti er þetta flottur pistill Ylfa og tímabær.  Konur eiga það nefnilega til að tala í hringi.  Bíð spennt eftir að heyra rökin  frá ,,smástelpunum".

Katrín, 14.11.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sítt að neðan er málið.

Ég er algjörlega sammála þér og tengi þessa tísku hiklaust við pedófíla.  Með þessu áframhaldi verður talið eðlilegt að stunda kynlíf með 10 ára smábörnum eftir 50 til 100 ár.

Svei.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Alveg sammála, hef oft og mörgum sinnum velt þessu fyrir mér, af hverju í ósköpunum þykir konum þetta sóðalegt, það er eitt að snyrta en að vera fullorðin og líta út eins og 10 ára að neðan? skil ekki.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Laufey B Waage

Þarfur pistill Ylfa, ég er innilega sammála. Aldrei hefur hvarflað að mér að láta fjarlægja eitt einasta hár á þessu svæði. Það var reyndar gert að mér forspurðri þegar eldri börnin mín fæddust. Það er allt og sumt.

Laufey B Waage, 14.11.2007 kl. 23:12

5 identicon

Kæra vinkona. Mikið er ég þér sammála, við höfum nú reyndar einhverntíman átt þetta samtal á kaffihúsinu góða. Ég er alveg til í að vera vel snyrt - en ekki sköllótt - það er alveg af og frá! Mér hefur alla tíð þótt það ógeðfellt.

Matta - sítt að neðan. Ég er enn að ná andanum.

Annars er ég farin að sakna þín Ylfa mín, fer vonandi að snúa til baka úr útlegðinni (eða meira svona innlegðinni).

Annska (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:16

6 identicon

Takk fyrir þetta, þú ert snillingur að skrifa Ylfa Mist. Ég leifði mér að setja link á síðunni minni, inn á síðuna þína, þessa færslu, vona að þú sért ekki óhress með það, mér finnst þetta svo góður pistill hjá þér og þarft að sem flestir sjái þetta hjá þér, þetta er alltaf umhugsunarvert málefni.

Matthildur, einmitt það sem ég fór að hugsa...hvernig verður þetta eftir 100 ár eða svo...þá verður aldeilis firring í samfélaginu, úff þá er ég sem betur fer dauð en aumingjans blessaðir afkomendurnir. 

alva (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ofboðslega er ég sammála ykkur kæru konur. Mér finnst þetta bara bölvaður perraskapur. Ég spurði eina sem gerir þetta alltaf, henni finnst þetta svo hreinlegt og svo finnst karllmönnum það æði, það eru sko ekki eðlilegir karlmenn finnst mér.  Láta vaxa en snyrta eins og allt annað. Vildi að rakaður konur kæmu inn og gæfu ástæðu fyrir berri píku.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:36

8 Smámynd: Gló Magnaða

Perraskapur er akkúrrat rétta orðið.  

Og ég bara spyr:

Er þetta ekki bara eitthvað sem konu halda karlmenn vilja? Enn eitt ruglið sem konur taka upp í nafni tískunar og venjulegum karlmönnum er slétt sama og hafa enga skoðun á þessu. Svo er þeim kennt um.

Ég skora á karlmenn að mótmæla þessari tísku. Það eru þeir sem fá á sig stimpilinn um perralega kynhneigð. Ekki konurnar sem vaxa sig. 

Gló Magnaða, 15.11.2007 kl. 08:42

9 identicon

Snilldarpistill!

Ég er hlynnt öllu sem lýtur að því að viðhaldsfría skrokkumsjón.

Og afhárun er fyrir lönnngu komin út í öfgar. Ég vil fá aftur hippatímann þegar þótti ýkt kúl að vera sem loðnastur sem víðast.

Ég huxa að þjóðarbúskapur allur gengi betur ef menn eyddu ekki öllum þessum tíma í þessa vitleysu.

Samt tekur maður þátt (reyndar ekki að því marki sem lýst er í pistlinum) út af einhverri samfélaxpressu sem vel getur verið að sé bara í hausnum á manni.

En samt myndi maður frekar DEYJA en að mæta loðin í handarkrikum eða á löppum í sund.

Mar er fífl.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:43

10 identicon

Ég er þannig séð alveg sammála en varð jafnframt hugsi yfir öllum hinum líkamshárunum sem mörgum ef ekki flestum finnst alveg sjálfsagt að fjarlægja. Flestar konur (og sumir karlar) fjarlægja hár undir höndunum, á fótleggjum, við svokallaða bikinilínu, stök andlitshár (sérstaklega á efri vör) og plokka augnbrúnir í "rétt" form. Flestir karlar raka skeggið af andlitinu á sér fyrir margs konar sakir, m.a. þær að mörgum konum finnst karlmenn með skegg svona frekar sjabbí og "kallalegir". Er það þá merki um að konur vilji helst karla með skegglaust (lesist: drengjalegt) andlit en ekki þroskaða, fullorðna og eðlilega skeggjaða karlmenn. Höfuðhárin láta svo næstum allir snikka til og lita að eigin sérvisku og það eru ekkert svakalega mörg ár síðan konur með drengjakoll þóttu með því ókvenlegra. Dettur nokkrum í hug að konur með mjög stutt hár séu að afneita konunni í sér? Þvert á móti, í dag finnst mörgum það alveg sérstaklega kvenlegt og sexí, fyrir nú utan hvað það er þægilegra og auðveldara að hirða hárið þegar það er stutt.

Þetta datt mér nú í hug við lesturinn hjá þér í dag Ylfa mín.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:04

11 identicon

Hressilegur gustur að verstan. Og smá kleinumylsna fylgdi með...meinaða.

Af hverju þarf að nefna þessa hárlosun Brasilíuvax??? Eg man vel eftir bókinni um Brasilíufarana, voru þeir svona langt á undan sinni samtíð???

Það hefur lengi verið siður hinna "markaðssinnuðu" að selja fólki hugmyndir um að það væri asnalegt, of stórt nef, lítil bjóst, lítið typpi,og svo framvegis. Ég er nú þeirrar skoðunar að guð hafi skapað okkur á þann hátt sem hann ætlaði en ekki bara einhverja prótótýpu. Ekki skammast ég mín fyrir mín líkamshár enda  EKKERT að skammast sín fyrir. Við erum orðin þrælar markaðsaflanna og því fyrr sem við viðurkennum það því betra.

P.s Þið munið hvernig fór fyrir Michael Jackson...............

Heilsur.

Garrinn

Garrinn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:16

12 identicon

Ég varð líka að setja link á þennan pistil á síðuna mína. Gæti ekki verið meira sammála.

Skál fyrir þér Ylfa.

P.S. ég hlakka svo til að láta þig skemmta mér á laugardaginn.

Kveðja Anna Helga

Anna Helga (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 13:04

13 identicon

Það er sem ég segi Ylfa mín :)  Aldrei nei aldrei hefur mér dottið í hug að raka frá mér píkuhárin....enda til hvurs????  Mér finnst flott að vera feit og með fellingar annars gæti ég ekki sagt sem ég segi oft "felling, felling, brúskur"  Og leitaðu nú karl minn!!!!

 Hlakka til næsta pistils frá þér kæra vinkona :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:53

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Noh! Dömur, þið eruð greinilega flestar á þeirri skoðun að snoðvæðing sé ekki til fegrunar. Gaman væri að heyra sjónarmið karlmanna. Reyndar sagði mér einn vinur minn í dag að honum þætti nú ekkert gaman að hafa munninn fullann af hárum!!!!! Það er nú ekki eins og það stærsta og fyrirferðamesta sem hægt sé að hafa í munninum séu HÁR!!!!!! Segiggimeir......

En takk fyrir mig, allar saman. þið eruð aldeilis skemmtilegar.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 00:19

15 identicon

Innilega sammála. Ég er líka nýbúin að heyra að karlar gera þetta líka og mér finnst það beinlínis fáránlegt. Þeir eru ekki fyrr komnir með hár á punginn þegar þeir fara að fjarlægja þau. Þetta er hálf klikkað.

Briet (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:03

16 identicon

Mjög góður pistill hjá þér. Annað sem náttúrulega bara staðreynd er að við sem búum hérna á hjara veraldar þurfum á öllu okkar skjóli að halda fyrir norðaustan áttinni.  Við meigum í rauninni enga einangrun missa til að hreinlega deyja ekki úr kulda og vosbúð. Þetta er væntanlega munurinn á sköllótta reykjarvíkurkyninu og vestfiska loðfílnum. Alltaf breikkar bilið milli höfðuðborgarinnar og okkar á landsbyggðinni, en samkvæmt síðustu heimsókn í sundlaug Bolungarvíkur eigum við nægan budduhárakvóta.

kv. Auður 

Auður (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:46

17 identicon

pæling,, ég hef lent á báðum "tegundum" og ég er frekar fyrir rakaðar heldur en hárugar. Ekki endilega algerlega snoðaðar,, það er frekar fáránlegt,, töff að hafa smá. Varðandi karlmenn þá segi ég bara verði þeim að góðu sem fara í vax ;)

Einar Örn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:09

18 identicon

Ég rakst á mjög svo skemmtilega umræðu á því góða pistlabókhaldi Barnalandi sem fór einhvernvegin svona fram:

Ein: Veit einhver hvenær er síðasti séns að fara í Brasilíuvax fyrir fæðingu? Eða ætti maður að raka sig?

Önnur: MÁ það ekki tæknilega séð fram á síðasta dag? Af hverju í ósköpunum spyrðu? 

Ein: Æ, bara ég er svo hrædd um að það verði komnir broddar ef ég fer of löngu fyrir fæðinguna. Get ekki hugsað mér að bjóða heilbrigðisstarfsfólkinu upp á svoleiðis óbjóð:)

Ég: .... er þetta fyrsta barn? (í hljóði: vona að þú eigir eftir að kúka upp á bak).

...mööögulega eru skapahár það subbulegasta við fæðingar! og þá er kannski full ástæða til að taka eitthvað til þarna í kvenfélagsheimilinu.

Huld (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 12:50

19 Smámynd: Gló Magnaða

bwahahahah....... magnað þetta stöff af barnalandi   

Gló Magnaða, 16.11.2007 kl. 13:28

20 Smámynd: Gló Magnaða

Ætli bandið "sítt að néðan" sé svo gamaldags að það fái kannski bara að spila á Árbæjarsafni?

Gló Magnaða, 16.11.2007 kl. 15:08

21 identicon

Gellurnar á barnaland eru óborganlega fyndnar sumar...

alva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:55

22 identicon

get ekki stillt mig um að benda á þessa játningu úr djúpi þjóðlífsins:

    "ég hef lent á báðum "tegundum""

svona geta menn lent í margvíslegum svaðilförum enn þann dag í dag

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 02:33

23 identicon

Já, þetta er dásamleg umræða. Ég er nú svo gróf að ég mæti skammlaust með mína kafloðnu leggi í hvaða sundlaug sem er. Brúskvandann leysi ég með síðum sundbuxum. Bikiní hvað? Ég dreg bara fram vaxið svona til hátíðabrigða, eins og fyrir brúðkaup eða önnur tilfelli þar sem mig langar að geta verið í gegnsæum sokkabuxum og þunnum kjólum án þess að brúskarnir skíni í gegn.

Verandi heilbrigðisstarfsmaður þá nota ég tækifærið og tek fram að við sem vinnum í þessum bransa kippum okkur ekkert upp við það að mæta konum eins og þær koma frá náttúrunnar hendi. Á sínum tíma voru allar fæðandi konur skikkaðar í rakstur, eins og móðir mín minntist á hér að ofan. Sú hefð hefur í dag verið afskrifuð sem villimennska og valdníðsla sem átti ekkert skylt við hreinlæti eða sýkingarvarnir. Hvað hver kona kýs að gera við sinn eigin líkama hlýtur þó að vera hennar mál... vonandi að einlæg löngun til sjálfssköpunar ráði för frekar en misskilin tillitssemi við karlmenn, heilbrigðisstarfsmenn eða aðra.

Berglind (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:22

24 identicon

Ég á við þá hræðilegu fötlun að stríða  að ég er þokkalega vel hulinn dökkum feld hvar sem á er litið og er oft á tíðum eini maðurinn með þessa fötlun í sundlaugum höfuðborgarinnar.  Einnig hef ég fyrir því öruggar heimildir að loðinn neðripartur kvenna sé hverfandi afbrigðilegheit náttúrunnar eins og það að karlmenn séu loðnir á bringu og fleiri stöðum. Þegar ég var ungur og lauslátur drengur á ofanverðri síðustu öld þá sá ég aldrei rakaða píku nema í minnihluta klámmynda. Hvernig væri að vera stolt af eigin kynþroska?

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:41

25 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Finnst þetta alltaf kjánaleg samlíking, að líkja fullorðinni konu, með sínar kvenlegu línur og fullþroska barm, við smástelpu séu sköpin hárlaus!

Hvað þá með rakaða leggi? Nú eða okkur karlana, sem rökum burt skeggið?

Hvað varðar neðanbeltisraksturinn...þið sem hafið borðað illa reytta hænu, vitið svarið.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 03:04

26 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ylfa::::: I LOVE YOU  hárvökstur kvenna og kalla er edlilegur (ad mínu mati) OK ef ég væri med hárvöxt út um allan líkama thá myndi ég allavega gera eitthvad í málinu!!!??? Enthetta er jú bara tíska og eftir 10 ár thá eru allir lodnir og bangsalegir. Hlakka til.

Gunni Palli tralli

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.11.2007 kl. 08:48

27 identicon

Alveg finnst mér það typical fyrir femínista að líkja hárlausum sköpum við 10 ára stelpur. Með fullri virðingu fyrir femínistum þá sjá margir þeirra ekkert annað en barnaklám úr öllu.

"Með þessu áframhaldi verður talið eðlilegt að stunda kynlíf með 10 ára smábörnum eftir 50 til 100 ár. " Þetta sagði einhver hér að ofan...

Mér finnst bara að fólk sem stundar kynlíf eigi bara að sýna rekkjunaut/um sínum þá kurteisi að vera vel snyrtur að neðan, hvort sem það er KK eða KVK...

Gunnar Páll (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:14

28 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæri Gunnar Páll. Takk fyrir þitt innlegg. Ég er ekki feminsti, síður en svo. Hér er ég einfaldlega að velta upp ákveðinni spurningu, og hugsa: hvar byrjaði þetta allt saman? Fyrir 30 árum þótti gróft að raka sig undir handleggjunum, í dag vita ekki allir ungir drengir að konum yfirhöfuð vaxi hár undir höndum!!! Er það ekki þróun í einhverja sérstaka átt?

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 22:20

29 identicon

Ég held nú bara að sá sem vissi ekki að konum myndu vaxa hár undir handleggjunum sé eitthvað takmarkaður vitsmunalega. Það eru sennilega ekki margir aðrir, ef einhverjir, sem halda það. Þetta er bara þróun eins og gengur og gerist.

Einn punktur sem ég gleymdi að minnast á í fyrri athugasemd minni... Flestar konur sem ég hef heyrt af raka sig að neðan vegna þess að þeim finnst það þægilegra, og eflaust fallegra.

Mitt persónulega álit er, þó að það kannski skipti ekki miklu máli, að þegar kemur að bólförum þá er alltaf skemmtilegra að sjá allt snyrtilegt þarna niðri en að allt sé kafloðið... Það er bara óaðlaðandi.

Áður fyrr þótti það gróft þegar konur sýndu of mikla húð á almannafæri, en núna geta konur klætt sig eins og þær vilja, eða eins og þeim líður vel með.

Þetta er kannski ekki besta dæmið en eins ég sagði hér að ofan, þetta er bara eðlileg þróun.

Gunnar Páll H. (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband