ðe síkret

Ég fékk bókina The Secret inn um lúguna í haust. Nafnlaust og allt. Vissi samt alveg að þetta væri bókin góða. Og ég las hana og fannst mikið til koma. Sérstaklega fyrstu síðanna. Svo fór aðeins að halla undan fæti. Mér fannst til dæmis afar erfitt að setja mig í þau spor að leiða talinu að öðru ef fólk vildi tala um það hversu illa því liði. Samkvæmt Leyndarmálinu, á maður nefnilega alls ekki að tala um erfiða og neikvæða hluti því þá laðar maður þá til sín. En ég get bara alls ekki setið hjá t.d. góðri vinkonu sem segir mér frá baráttu sinni við illvígan sjúkdóm og reynt að tala frekar um hversu gaman mér þyki að horfa á náttfiðrildi! Hvað þá að leiða tal áhyggjufullra hjá mér þegar þeir vilja tala um ....segjum bara..fjármálin sín.

Ég held nefnilega að þá sé maður ekki sérstaklega góður við þá sem vantar öxl og eyra. Og ef maður er það ekki, þá er ekkert svo miklvægt að vera til yfir höfuð. Því að það sem gefur okkur jú gildi er að vera til staðar þegar okkar nánustu þurfa á að halda, er það ekki??

En að öðru leyti er bókin snilld. Þörf áminning. Og nú er ég búin að vera lengi með fýluna, feituna og ljótuna og hef ákveðið að tileinka mér gleðina, sætuna og ....mjóuna???

 Allavega, ég ætla með síkretið upp í rúm með mér, lesa það og laða svo það sem ég vil, beint til mín. Sofna svo með bókina í fanginu og sjá hvort þetta virkar ekki. Strax!

Skálavík

Tekið í SKálavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm......minnir mig á að ég á eftir að lesa þessa bók. Myndin er guðdómleg!!

Þorgerður (Majusystir)

Þorgerður (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:12

2 identicon

Ég geng með bókina í hönd, hér um götur þorpsins :)  Full af jákvæðni. Stoppa hjá húsinu sem MIG langar í, horfi á það og segi "einn góðan veðurdag mun ég eignast þetta hús"  Veit náttúrulega ekkert hvað verður um fólkið sem í því býr!!!

Held að bókin eigi eftir að virka :)  Við í því Gula gáfum Pétri hana í afmælisgjöf!!!

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 07:45

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég er búin að eiga þessa bók síðan í sumar og fara með hana til margra landa en er ekki einu sinni farin að opna hana ennþá. Ég bara veit ekki hvað veldur, það er einhver innri mótþrói í gangi ... En ég SKAL – einhvern tímann!

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:59

4 identicon

haha já pirruð punktur is er skemmtileg stelpa haha vonandi fáum við snert af henni þrátt fyrir leindarmálið..

Alva Ævarsdóttir

alva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:52

5 identicon

Mikið rosalega er þetta falleg ljósmynd.

alva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Katrín

Veistu það Ylfa að leyndarmálið ert þú sjálf og þú þarft enga bók með tilvitnunum frá markaðssérfræðingum og sölumönnum til að uppgötva það  En reyndar eru þeir færir í sínu starfi..að markaðsetja Leyndarmálið..

Prédikarinn dugar mér enn ef ég efast...en enginn námskeið eða bíómynd fylgja hans ,,bók" 

kveðjur inn í nóttina 

Katrín, 17.11.2007 kl. 00:46

7 identicon

Á myndins. Viltu fá hana lánaða ?

Ein súper jákvæð og hamingjusöm.

kjötsúpukúnni (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:28

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég á hana líka. Stal henni af netinu.... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband