18.11.2007 | 14:43
Hinn "loðni" pistill
Ég fór á árshátíð bæjarstarfsmanna Bolungarvíkurkaupstaðar í gærkvöld. Og var erindi mitt það eitt að halda utan um það samkvæmi og sjá til þess að Víkarar skemmtu sér af þokka og prúðmennsku. Sem þeir og auðvitað gerðu. Ég er ekki fyrr komin í salinn en farið er að ræða við mig um svo ansi hreint...uuu... athygliverðan pistil á blogginu mínu. Í sakleysi mínu, og vissu um að allir mínir pistlar séu athylgiverðir þakkaði ég fyrir og spurði hvað pistil væri við átt? -Tjah... þennan um ...hérna... raksturinn og allt það, var svarið. Já, og hafðirðu gaman að honum? spurði ég.
Já, fólk hafði almennt haft það og þótti umræðan þörf. Óþarfi að segja að þegar leið á kvöldið fór ég að verða konfronteruð á ögn opinnskárri hátt, s.s: hey! Ylfa! Flott píkuhárasagan þín þarna á blogginu þínu! Upp með hárin! Lengi lifi bolvíski brúskurinn!!!!
En síðan umræddur pistill birtist hef ég nánast legið í rannsóknarvinnu. Og komist að mörgu. Flestu átti ég nú von á. En staðan er semsagt þessi og ég tek fram að þetta er ekki hávísindaleg úttekkt:
Fullorðnir karlmenn hafa ýmugust á háreyðingu á helgum svæðum.
Giftir karlar vilja hafa konurnar sínar eins og þær voru af Guði skapaðar.
Ungir menn, sérstaklega ólofaðir segja hárin "þvælast fyrir" þegar stundaðir eru "óhefðbundnir kynlífsleikir." (það má kannski benda þeim á það að við konur þurfum nú að hafa áhyggjur af að taka stærra upp í okkur en eitt og eitt hár!!!)
Drengir (a.m.k einn sem ég spjallaði við) á 16. aldursári halda í raun og veru að konum vaxi alls ekki hár undir höndum!!! (skelfileg staðreynd en alfarið okkur konum að kenna. Þeir hafa einfaldlega aldrei séð þau!)
Konur halda að körlum finnist snoðaður neðrihluti "fallegri" en hærður.
Karlar halda að þessi háreyðingarárátta kvenna standi í einhverju samhengi við blæðingar. Hvaðan sem sú mýta er tilkomin. Að konur skafi hár sín til þægindaauka vegna einhvers samhengis þar á milli.
Konum á aldrinum 15-30 ára finnst flestum að nauðslynlegt sé að hafa hemil á hárunum og a.m.k helmingur þeirra sem ég hef talað við hafa prófað brasilíkst vax.
Flestar þeirra þjáðust af inngrónum hárum eftir brasilíuvaxið.
A.m.k 25 karlmenn komu til mín á árshátíðinni í gær og sögðu að þeim finndist brúskur kvenna eitt það fallegasta og leyndardómsfyllsta á líkama þeirra. Allsber kynfæri væru einkennileg og hálf óhugguleg.
Sorry stelpur, þetta er bara í höfðinu á okkur plús nokkrum litlum drengjum sem þekkja ekki betur til. Hafa sína reynslu og þekkingu af nöktum kvenlíkama alfarið úr bláum myndum þar sem púðraðir bakhlutar og berir barmar gegna aðalhlutverki! (og þá er ég að tala um neðri barmana)
Niðurstaðan er þessi.: My Bush is the only Bush I can trust, so I´m sticking to it!
Í dag verða afgangs afmælistertur í afmæli frumburðarins teknar úr frysti og étnar af græðgi og í kvöld á að horfa á Óbeislaða fegurð á RÚV.
Bovíski brúskurinn með sína óbeisluðu fegurð kveður í dag.
Athugasemdir
Hvað er BRASILÍUVAX?????
Ég er reyndar 46 ára og frá litlu sjávarþorpi........en ætti ég að vita hvað þetta er, mín kæra vinkona????
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 15:33
Takk fyrir frábæra skemmtun í gær Ylfa mín, þú fórst alveg á kostum enda vel hærður feministi þar á ferð hehehe Skildu feministar líka verða loðnir um lófana??
Gunna Gumma Hassa (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:58
Mín kæra vinkona, aldrei lognmolla í kringum þig, og spákona á kambinum, ég veit að þig langar EKKI í brasilískt vax!! Get ekki ímyndað mér hvað er að konum sem leggja slíkt á sig, ég meina mér finnst ferlega vont að plokka og vaxa augbrýr, enda hef ég bara lagt það á hilluna og tekið ákvörðun um að vera bara loðin allsstaðar, tja nema undir höndunum, þá lykta ég svo illa enda kominn á breytingarskeiðið og farinn að svitna aftur eins og unglingur.
Og til að halda þér mín kæra spákona á kambinum vongóðri...get ég sagt þér að VISARAÐ eru komnar aftur...svo enn er von fyrir ykkur hinar þegar hið seinna skeið rennur upp..........Loveju all
valrun (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:28
Takk fyrir kvöldið í gær, það var alveg frábært!
Kveðja Anna Helga
Anna Helga (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:16
Takk fyrir þessa frábæru lesningu og fróðlegu...
alva (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 01:10
Það vill enginn hafa hár í matnum sínum.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 19.11.2007 kl. 19:49
MATNUM SÍNUM!!!!!??????
Ahahahahahahahaha!!! Ég DEY úr hlátri!!!
Þessi var nú með þeim betri!!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.11.2007 kl. 20:26
Mér finnst skrítið að fara eftir því, með þennan tiltekna líkamshluta, hvað maður heldur að "körlum finnist", í svona almennri fleirtölu. Almennt er þessi hluti af manni nú kannski síst til sýnis, svona dax daglega. Nema einmitt helst í sundi og þá fyrir öðru kvenfólki. Yfirleitt allavega bara fyrir karlmann einn í einu. Smekkur þessa eina ræður kannski einhverju í sumum samböndum...
Hins vegar orðaði eitt sinn maður við mig smekk fyrir svona snoðklippingu neðriparts. Ég brást að sjálfsögðu hin versta við og brá manninum um perraskap. Manninum brá mjög í brún og setti hljóðan. Í ljós kom að hann hafði í rauninni aldrei komist í tæri við "brasilískan" neðrihluta, aðeins séð svoleiðis í þeim bláu. En þetta með litlu stelpurnar hafði honum hreinlega aldrei dottið í hug.
Maðurinn átti hvorki systur né dætur og minntist þess hreinlega ekki að hafa séð litlar stúlkur berrassaðar. Allavega ekki þannig að hann væri að veita þessu sérstaklega eftirtekt.
Mér skilst að ég hafi algjörlega eyðilagt þessa fantasíu fyrir honum ;-)
En þetta var möguleiki sem ég hafði aldrei spáð í. Karlmenn sem hvorki eiga systur né dætur hafa ekkert endilega séð berar smástelpur... hins vegar eru þeir karlmenn sjaldgæfari sem aldrei hafa séð klám og þaðan hafa þeir margir hina brasilísku fantasíu.
Ég veit ekki alveg hvort mér finnst þessi staðreynd meira eða minna truflandi...
Sigga Lára (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:15
Ég var að uppgötva að ég verð að játa á mig tvöfalt siðgæði hvað líkamshár varðar. Femínistinn (eða letinginn) í mér neitar að lúta háreyðingarboðum samfélagsins, sem er gott og blessað í sjálfu sér. Svo á ég mann sem er alltaf skeggjaður, og bara lukkuleg með það. Nema í undantekningartilfellum þegar hið vanalega 3-15 daga skegg verður allt að 30 daga skegg og ég er hætt að komast að með góðu móti til að smella á hann kossi. Þá hafa nú flogið nettar ábendingar frá mér um að það mætti kannski bæta aðgengið!
Ég held að ég geti varla verið eina konan sem hefur gert sig seka um þetta viðhorf. Svo fáum við brúskbeibin flog þegar einhver karlinn minnist á að hárin geti nú þvælst fyrir á góðum stundum. Ég skammast mín dálítið fyrir þessa tvöfalda roð sem mér hefur vaxið, ofan á öll líkamshárin sem voru ærin fyrir. Hvað segið þið stelpur? Er hárfasismi eitthvað skárri þegar hann beinist að karlmönnum?
Berglind (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:11
ég skil ekki hvernig fullorðnar konur nenna að spá svona mikið í kuntunum á hvorri annari, er þetta ekki komið nóg? hugsið bara um ykkar eigin sköp og hættið að dæma aðra.....
herdís hrönn (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.