20.11.2007 | 22:12
Málshættir og jólaundirbúningur.
Jæja, nóg um hárvöxt.
Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Eins dauði er annars brauð. Maðurinn uppsker eins og hann sáir. Árinni kennir illur ræðari.- Af máli má manninn þekkja.Í myrkri eru allir kettir gráir. Krummi veður ei hvítur þó hann baði sig. Hinn öfundsjúki er sinn eiginn böðull. Gömul ósköp gráta ei nýjum tárum.
Ég er að rifja upp skemmtilega málshætti og orðasambönd sem ég hef einhverntíma nýtt mér í daglegu tali. Þetta voru nokkur en svo man ég ekki fleiri í bili. Ég er farin að hlakka til jólanna. Ég er búin að gera lista yfir allar þær rosalegu annir sem mín bíða og allt sem ég hef einsett mér fyrir, og um jól. Hann er svona:
Ég ætla að baka eina sort hverja helgi og láta éta hana jafnóðum fram að jólum.
Ég ætla að hlusta á Klundurjólin hennar Dr.Tótu minnar á hverjum degi í desember.
Ég ætla að kaupa mér "heimaföt" fyrir jólin og vera í þeim frá því að ég fer á fætur á Aðfangadag og þar til ég neyðist til að fara úr húsi eftir jól. Einu sinni hefði ég frekar hengt mig en svo mikið sem sagt þetta!!!
Ég ætla ekki að kaupa jólaföt á börnin mín. Bara nýja joggninggalla.
Ég ætla að horfa á viðbjóðslega mikið af DVD yfir jólin og lesa fáránlega margar bækur.
Fram að jólum ætla ég að fá mér cappuchino með kanil á hverjum degi og tvær piparkökur með.
Ég ætla að sjá "Jólasveina Grýlusyni " í Tjöruhúsinu á Ísafirði með fjölskyldunni á aðventunni.
Ég ætla að reyna að umgangast bara skemmtilegt fólk fram að jólum. Leiðinlegt fólk og mislynt dregur úr jólaandanum mínum!
Ég ætla að vera dugleg að hreyfa mig fram að jólum svo ég geti étið eins og gímald.
Athugasemdir
Nú veit ég hvar ég vil vera um jólin. Hjá þér vinkona.
kostgangari (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:59
Sérrílagi gott plan sérstaklega líst mér vel á komu þína í Tjöruhúsið að sjá Jólasveina Grýlusyni með hele familíen.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:12
Djöfull líst mér vel á þetta! Best ég fari að dæmi þínu og fái mér "heimaföt" í stað sparifatnaðs! Það verða hvort sem er engin jólaboð eða slíkt, þar sem maður er búsettur úti í rassgati þessi jólin :)
Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:51
fráááábært, velkomin í joggingjólahópinn hahaha, það er laaaannggggbest.
alva (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:21
Ókei........ þannig að þú átt eftir að sækja mikið í að umgangast mig
Gló Magnaða, 21.11.2007 kl. 08:34
Gömul ósköp gráta ei nýjum tárum. Ég hef ekki heyrt hann áður. Mjög góður. Ég á örugglega eftir að nota hann.
Eina aðventuna á Ísafjarðarárunum saumaði ég mér hólkvíðan skokk (af því að á þeim árum fór ég um hver jól úr 56, upp í 59 kíló. Fáranlegar tölur finnst manni í dag). Og ég notaði hann ekki bara liggjandi heima yfir jólabókunum, heldur hikaði ég ekki við að fara í honum í öll jólaboð og því um líkt. Vissi sem var að ég mundi líka éta eins og skeppna í öðrum húsum.
Laufey B Waage, 21.11.2007 kl. 10:53
Æææ við sjáumst þá ekki fyrr en eftir jól!!!!!
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:00
sumir eyða jólunum í jólanáttfötunum sínum
Katrín, 21.11.2007 kl. 17:55
langaði bara að segja þér að hugmyndin þín í sambandi við Þuríði Örnu var hrein snilld... ég er búin að leggja inn og vonandi gera það fleiri :)
knús
Þórunn Eva , 22.11.2007 kl. 10:52
þetta hljómar allt mjög vel kæra frænka.
ég hlakka líka til jólanna.
takk fyrir góðar kveðjur í símanum.
knús og Ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 17:04
Gott plan Ylfa, ég fer að þínu dæmi (þá þarf ég ekki að hugsa sjálf) ...
Vilborg Valgarðsdóttir, 24.11.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.