14.1.2008 | 20:07
Enginn latur í Latabæ.
Einhverra hluta vegna fannst mér eins og það yrði lítið mál að leikstýra 8. og 9. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur þegar Björgvin kennari Björgúlfs hringdi og fór þess á leit við mig. Leikritið er Glanni Glæpur í Latabæ og sýningin er um fjörtíu mínútur!! Árshátíðin er 31. janúar og þá verður allt að vera tilbúið. Fyrsta æfingin var í dag og ég hugsaði með mér "hvurn andskotann er ég nú búin að koma mér í?" Svo reyndust krakkarnir bara vera prúðir og stilltir og mjög áhugasamir. Og ég verð að viðurkenna að það kom mér algjörlega á óvart. Ég hef heyrt hryllingssögur af starfi með unglingum og var nánast við það að hætta við rétt áður en æfingin átti að byrja. Björgúlfur er í þessum hópi og kannski hafa þau bara verið að gera það fyrir hann að vera til friðs, eða þá að mýtan um unglingana í skólanum er bara mýta. Ótrúlega flottir krakkar og enn og aftur: ótrúlega áhugasöm! Annað slagið urðu samt aðaltöffararnir af báðum kynjum að detta í "gírinn" og láta nú opnskátt með það hvað þeim fyndist þetta hallærislegt; þau ætluðu nú sko ekkert að fara að syngja eða eitthvað, en svo gleymdu þau sér jafnóðum og sökktu sér ofan í verkefnið. Dásamlegt! Ég varp öndinni léttar (vonandi ekki of snemma) og hlakka til samstarfsins.
Latibær hefur elst ótrúlega illa. Allt sem er skrifað og inniheldur tískufrasa og unglingaslangur verður óhjákvæmilega pínlega hallærislegt þegar frá líður. Það segir enginn lengur MEGAFLOTT eða ÞOKKALEGA! Meira að segja kerling á fertugsaldri eins og ég, veit það! Núna segja börn bara: já sæll. Á að ræða þetta? Svo að Latabæ þarf að uppfæra, slangurslega séð!
Annars er allt í orden, þannig séð. Baldur Hrafn á að fara í allsherjar kirtlatöku á fimtudaginn. Nef og hálskirtlar fá að fjúka og við eigum ekki von á góðu frá litla skaphundinum þegar hann vaknar eftir svæfinguna, kirtlunum fátækari! En þegar hann jafnar sig standa vonir til að heilsufarið hans lagist.
Af "nýju lífi nr. 215" er það helst að frétta að dagurinn hófst á nýpressuðum rauðrófu, engifer og gulrótarsafa og endaði á leikfimi og soðnum þorski í kjölfarið. Bjúgurinn er ekkert á undanhaldi en ég ímynda mér að undir honum sé ég að verða þvengmjó! Hugurinn ber mann jú hálfa leið er sagt, sem ég skil ekki því að mér finnst ég aldrei vera feit! Ég sé það bara á vigtinni og á ljósmyndum! Og oftast rýni ég í myndina og hugsa: hver er þessi feita þarna? Uppgötva svo mér til skelfingar að þetta er ÉG! Svo gleymi ég því að ég sé feit, finnst ég bara "svona aðeins í holdum," eins og sagt er.
Jæja, ég ætla að horfa á seinni hluta myndarinnar um Manic Depression, með Stephan Fry. Ég er búin að sjá fyrri helminginn og hann var frábær! Ég missti af honum í sjónvarpinu en halaði honum niður, ólöglega, af netinu. Best að horfa á hann og flýta sér svo að henda honum eftir þessar uppljóstranir........
Athugasemdir
Til hamingju með kafla nr. 215 í nýju lífu, vonandi verða þeir svo ekki fleiri. eða semsagt að kafli 215 dragist aðeins á langinn.
Úff já, þú verður að segja þessum elsku inná spítala að kaupa aukaskammt af frostpinnum, það verður líklega það eina sem getur þaggað niður í bollunni eftir kirtlatökuna/tökurnar.....
Mikið andskoti er árshátiðin snemma í ár, rennur eiginlega saman með þorrablótiNU...minnti að hún væri yfirleitt ekki fyrr en í mars, en svona er nú minnið farið að bregðast manni, eins og svo margt annað ( hangandi brjóst og magi, siginn rass,eyrun, augun, einbeiting og úthald) life is a bitch....
UHHH og já þetta með bjúginn og ofþyngd, held það sé staðreynd
Óska ykkur alls hins besta á sjúkralegunni, mundu að hafa nýpressaðan safa með og nokkra átvexti....annars endar þú með að stelast í frostpinnana.
Ég var svo reyndar líka með barnamauk handa Boggudís þegar hún gekkst undir hnífinn hjá slátraranum!!!!
Valrún (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:40
Vá þetta verður öruglega mjög skemmileg sýning hjá þér! Gangi þér vel :)
Marta, 15.1.2008 kl. 10:23
Bless mín kæra
steina frænka
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 14:59
Já, mér þóttu þessir þættir líka algjör æði. Núna finnst mér ALLIR vera bæpólar.
Og mér finnst ég einmitt bara hreint ekki vera með neina bumbu... nema rétt á meðan ég á leið hjá speglum.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:35
Gleðilegt ár Ylfa!
Langt síðan ég kom á bloggið þitt síðast (enda bara blogg-gægjir og því ekki fullbær) - en las það allt aftur í tímann að Danmerkurævintýrinu - þar sem ég endaði síðast. Ég er heima hjá mér í veikindafríi og því ekki að fara illa með almannafé - að þessu sinni ;)
Langaði bara að kvitta fyrir mig og þakka þér óborganlega kímni, einlægni og kjark - þú ert alveg frábær! Margt sem þú skrifar snart mig djúpt.
Megi nýja árið verða þér og þínum gjöfult í öllum skilningi. Bestu kveðjur vestur, Margrét (vinkona Söru frænku)
Margrét (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:18
Jamm. Ég verð bara að spyrja, hver fékk þá snilldarhugmynd að endurvinna helv.... íþróttadverginn? Ekki það, ef ég treysti einhverjum til að skapa ódauðlegt meistaraverk úr, ja, vafasömum efnivið, þá eru það þið mæðginin . Ég ætla rétt að vona að þið takið upp herlegheitin. Við getum þá af og til notið Bolvískrar leiklistar í staðinn fyrir Latabæjar-DVD-diskinn sem Ásbjörg smyglaði inn á heimilið í formi jólagjafar, grrr.....
Berglind (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:17
Sæl Ylfa mín og gleðilegt ááááááár. Frábær skrif þín um megrunrkúrinn og ég óska þér hins besta, við Steina erum byrjuð að spreða holdum út um hvippinn og hvappinn (skemmtilegri þýðing en megruarkúr)og gengur bara svona og svona Best hefur mér gengið þegar ég borða eitthvað SVO HOLLT OG SEM BRAGÐAST VEL. Ég lifi og anda fyrir að borða og helli mér nú í hollan mat. (manískur???) Annars sagði einn frægur kall hérna í DK að bara borða það sem mann langar í EN BARA 1/4 AF VENJULEGUM SKAMMTI og svo 2/3 af ofsa hollu, og svo má maður aldrei vera svangur, borða 8 sinum á dag þangað til maður er ekki lengur svangur og aldei saddur.
Sendi mínar berztu baráttukveðjur til werztfjarða og þín.
Mottó dagsins er: TIL HELVÍTIS MEÐ AUKAKÍLÓIN.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 19:53
Hei ég gleymdi þessu alveg. Í kvæðinu " Fjallganga" Þá segir hann í lokin
" að þetta er eiginlega ekkert bratt, bara mismunandi flatt"
Hvernig hljómar þetta: Þetta er eiginlega ekkert feitt, bara mismunandi breitt.
PS: Jæja best að fara að sofa. Góða nótt.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.