Núna verða allir að kvitta fyrir komuna!

Mér finnst alltaf svo makalaust hversu margir virðast lesa bloggið mitt. Oft og iðulega segir ólíklegasta fólk við mig: Ylfa, ég las á blogginu þínu að..... osfrv...

Oft er þetta fólk sem ég þekki nánast ekkert og er varla nafnkunnug, hvað þá meira. Og alltaf hugsa ég: shit! nú verð ég að fara að verða ópersónulegri í skrifum mínum. En svo gleymi ég því. Mér gengur aldrei sérlega vel að halda svoleiðis markmið. Ég er ekki nógu dugleg að halda "frontinum" og vera prívat manneskja. Ekki svo að skilja að öll mín prívat mál rati hingað! Því fer fjarri! Einungis það sem mér finnst allt í lagi að aðrir viti. Einhver sagði mér einu sinni að ég ætti ekki að skrifa um geðræna erfiðleika, s.s þunglyndi, því að fólk gæti freistast til að nota það gegn mér!! Það þótti mér einkennileg sýn á hlutina! Hvernig er hægt að nota slíkt gegn manni? Það væri mun auðveldara að særa mann með því að sletta einhverju framan í mann sem ekki á að vera sýnilegt en er það samt. Og það er nú einu sinni þannig að flest kemur upp á yfirborðið. Fyrr eða síðar. Svo erum við nú líka að lifa árið 2008 þar sem við erum fyllilega meðvituð um að andlega hliðin er jafn útsett fyrir sjúkdómum og krankleikum og sú líkamlega.

Ég fór með Diddu vinkonu og Irisi Kramer á fystu æfingu Gospelkórs Vestfjarða í gærkvöldi og mikið déskoti var gaman! Gospeltónlist er auðvitað æðisleg og rosalegt kikk að syngja hana. En þar sem hávaðabelgurinn Ylfa er komin í Altinn, þá vantar fleiri sópranraddir til að mynda jafnvægi og hér með auglýsi ég eftir slíkum!

Annað kvöld er svo fyrsta Túpperwarekynningin mín og eru allir velkomnir hingað heim klukkan átta að skoða dollur og dósir og smakka á himneska, heimatilbúna súkkulaðinu eftir uppskrift Sollu himnesku! Svo á fimmtudagskvöldið eru tónleikar í íþróttahúsinu á Ísafirði þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir hjá Hátíðarkór sem flytur Gloriu eftir Francis Poulenc. Á laugardagskvöldið ætla ég að bjóða tveimur vinkonum mínum hingað heim í sviðaveislu svo að það er annasöm vika framundan.

svið sem brögðuðust unaðslega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þori ekki annað en að kvitta (er svo vel upp alin ). Vonandi hefur Baldur ekki klárað frostpinnakvótann eftir aðgerðina, verður ekki lifað á þessu á Spáni í sumar?

Annars óska ég þér til hamingju með tupperware-endurreisnina. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ósköpin öll af misvönduðum dollum þá er það gamla góða "töpperverið" sem maður notar ef maður vill vera viss um að ekkert klikki.

Berglind (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:27

2 identicon

Sæl Ylfa, gaman að koma hingað og lesa bloggið þitt:)

Einhvervegin lyftir það manni upp:) Takk fyrir mig skan, hilsen að norðan.

Hulda Kristjáns (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:05

3 identicon

Skrítið. Þunglyndupistlarnir eru nú einmitt það sem ég hef fengið jákvæðustu viðbrögðin á á mínu bloggi síðustu árin. Og ég held það sé um að gera að auka umræðu um það og önnur geðræn vandamál, sama hvernig maður fer að því, þó ekki væri nema til að draga úr fordómum og ranghugmyndum.

Allavega, ég les alltaf. Og kvitta stundum. Og það er gaman að kalla eftir kvittum annað slagið. Ég hef einmitt rekist á ótrúlegasta fólk sem er mjög vel inni í mínu lífi. ;-) Verst að þegar maður er svona ofvirkur bloggari þá getur verið erfitt að finna eitthvað til að segja ef fólk er að spyrja hvað sé í fréttum.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:09

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

kv...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.1.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rugl er þetta í fólki, auðvitað áttu að blogga um þunglyndi og allt sem því tilheyrir
til hvess heldur þú að þetta sé, og til hvess erum við?
Jú akkúrat: til að taka við því, styðja, hugga, miðla og þrasa, en ekki að setja út á hvort annað, við segjum okkar skoðanir og ætlumst til að virðing sé borin fyrir þeim, eins og við berum virðingu fyrir annarra skoðunum.

Gaman væri nú ef maður gæti bara flogið vestur á dollukynningu hjá þér,
annars  á ég fullt af dollum, en það er alltaf gaman að koma saman hressar stelpur, sorry en tel mig vera stelpu þó ég sé  65 ára.

Ágætis setningar eru, ef fólk er að segja svona við þig,
ja ég las nú, sko mér, finnst. þá segir þú: ,, já hvað ætlar þú að gera í því"
Eða nú gerðir þú það? bíða svo íbyggin eftir svari. Þetta eru flott svör.
vittu bara hvað kemur út úr því.
Fyrirgefðu ritgerðina, en varð nú að hafa þetta svolítið
loksins er ég kvittaði.
                           Kveðjur vestur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

namm svið!...

já ég las einu sinni á blogginu þínu...........
Ég frétti að sólin væri farin að skína í víkinni. Kannski maður fari að kíkja á sólina við tækifæri, einhvern tímann í sumar.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 10:11

7 identicon

Kveðja, (þori ekki annað)YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:20

8 identicon

Sæl eskan.

Er alltaf að lesa en gleymi bara að kvitta fyrir komuna! Mér finnst frábært hjá þér að vera komin með Tupperware, maður getur alltaf á sig dollum bætt ;) 

 Farðu svo endilega að senda prinsinn í heimsókn til okkar, það er komnir þessir líka fínu snagar í forstofuna svo hann geti hengt upp úlpuna sína hehe.

 kveðja Katrín 

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi thér vel ad syngja kæra frænka og hinu øllu líka

BlessYoufrænka

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 11:13

10 Smámynd: Gló Magnaða

Kvitteríkvitt....

Langar í svið  slumm...

Það eru allir að tapa sér yfir þessari simfóníu. Kommon leiðinlegasta tónlist sem maður heyrir er simfóníugarg fyrir utan óperukellingagaul.

Nenni ekki að þykjast vera snobb og spara bara minn tvöþúsundkall. 

Gló Magnaða, 22.1.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Sigyn Huld

ég er sammála, fólk er ekki nógu duglegt að kvitta fyrir komuna sína..... Maður er bara notaður og fær ekkert tilbaka:)))

Kveðja Sigyn 

Sigyn Huld, 22.1.2008 kl. 12:22

12 identicon

Ég er víst á leiðinni vestur með Melabandinu. Og það verður maggnað. Kannski ekki fyrir þá sem finnst "simfóníurgarg" leiðinlegt, en það er verst fyrir viðkomandi. því fleira sem manni finnst gaman, því skemmtilegra er að lifa :)

Sjáumst. Treysti því að Halli taki breikið eins og síðast þegar ég átti leið um.

Vona samt að ég verði kominn aftur suður þegar kjammarnir verða færðir upp.

Toggi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:39

13 identicon

ég kíki stundum á þig:)

Hólmfríður (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:22

14 identicon

Kvitta glöð. Alltaf gaman að lesa þitt blogg, frábær penni og húmoristi. Takk fyrir

Ingunn Ósk Sturludóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:57

15 Smámynd: Gló Magnaða

Leiðinlegt fyrir gaurinn í melabandinu (er það simfó??) að mér finnist simfóníugarg leiðinlegt. Ég biðst afsökunar en ég get bata ekkert af þessu gert. Ég er voða lítið fyrir að þykjast til þess að þóknast öðrum .........

Bendi á að það er spurningakeppni þegar klukkutími er liðinn af tónleikum simfó þannig að þeir sem eru búnir á því eftir klukkutíma geta læðst út, komið á Langa Manga og tekið þátt í skemmtilegum leik og unnið bjór.

  

Gló Magnaða, 22.1.2008 kl. 14:14

16 identicon

Þarft klárlega ekki að biðjast afsökunar á neinu. Hvað þá þykjast eitthvað. Og um að gera að vera ekki að sitja yfir einhverju sem manni þykir leiðinlegt.

Spurningakeppnir eru skemmtilegar. Og bjór er góður.

Þetta er nú bara minni skoðanamunur en í meðal stjórnmálaflokki :)

Toggi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:28

17 identicon

Tja, maður þorir ekki öðru en að kvitta fyrir sig

og líka sjálfsagt mál sérstaklega í ljósi þess að þú ert ein af fáum bloggurum sem ég nenni að kíkja í heimsókn til. Og vel þess virði. Það er einfaldlega þessi heilbrigða sýn á veruleikann, menn og málefni og svo ertu ´líka skrambi góður penni þar sem húmorinn spillir ekki fyrir. Svo má ekki gleyma því að amma þín er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og margt virðist vera svo líkt ykkur - þrátt fyrir að ég þekki þig nú ekki.

Það hefði nú verið gaman að hafa þig lengur í hátíðarkórnum..."hávaðabelgurinn þinn".   en forgangsröðun er víst eitthvað sem fleiri eru að reyna að tileinka sér  

Bestu kveðjur frá Ísó

Anna Margrét Magnúsdóttir

Anna M Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:32

18 identicon

Ummmmm svið.. Hef ekki fengið svoleiðis góðgæti í nokkur ár..

 Kvitt kvitt og kveðja yfir hafið,

Linda 

Linda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:15

19 identicon

 halló skvís..kvitta hér með en les bloggið þitt ával að meðaltali 4 sinnum í viku, líka þótt þú hafir ekkert bloggað þá les ég bara gamla bloggið aftur og aftur...og kannski svo aftur en síðan fer ég ekki inn á bloggið þitt í 2 vikur ;O)

 Iss piss...þetta lið sem segir hvað má og ekki má, ertu ekki fyrir guðslifandi löngu orðin fullorðin ? Minnir mig bara á lagið "það má ekki pissa bak við hurð...ekki kasta grjóti í skurð....og ekki nota skrjúfjárn fyrir sleykjó !! Ekki hlýddir þú þá !!!

En held að þetta fólk sé bara rosalega spéhrædd við allt sem tengist prívat og persónulegum umræðum, tala nú ekki um geðheilsumál, það er voðalegt tabú að tala um það opinberlega. Ég tek bara ofan fyrir þér og finnst alveg þú meiga opna þig meir, kannski er ég bara svona klassískur Vestfirðingur ( já með stóru V-i ) að ég fýla skítahúmorinn í þér á milli þess sem þú talar um heilsuna þína sem þú átt auðvitað að vera meðvituð um og passa hele tiden ;O)

Knús og kram vestur ....

Harpa Hall sem hvorki hefur átt við þunglyndissjúkdóma né er með sviðaveislu framundan, en hef þó farið reglulega í brasilískt vax ;O) mhúahhahahahahahha

Harpa Hall (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:58

20 identicon

Get ekki annað en kvittað fyrir mína komu:0)

Finnst frábært að lesa bloggið þitt, skemmtilega hnyttin alltaf hreint!

Bestu kveðjur til þín á Vestfirðina, frá Borginni(sem ég skil vel að þú hafir flutt úr).

Agnes (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:13

21 identicon

Jæja Ylfa mín ég ákvað nú að blanda mér inní þessa umræðu,en eins og þú veist þorði ég ekki að segja orð um skaparhára boggið ,þar sem ég starfa sem stuðningsfulltrúi og bý á suðurnesjunum

 Ef eitthver getur hundsað skoðanir annara þá ert það þú,,ekki hlusta á óánægju raddir annara,haltu bara þínu striki ég ,held ég þekki bara ekki opnari og skemmtilegri manneskju en þig .

Lífið er ekki nein dans á rósum ,hvernig eigum við að geta staðið saman í gegnum súrt og sætt ef ekki má segja frá líðan sinni án þess að fá móral útaf því.

'Eg myndi bara benda þessu ágæta fólki á að það sé frálst val að skoða síðuna þína,,,ekki skylda,,,og það geti bara sleppt því ef þetta fer fyrir brjóstið á þeim.

Annars er hann Markús að hugsa um að senda vinkonu hennar Önnu Karenar í sveit til þín,,þar geti hún lært að borða almennilegan mat segir hann.

Kveðjur úr Sandgerði.

Fríða Birna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:28

22 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað þetta er að virka hjá þér. 23 komment med det samme. Með vel upp alda frumburðinn minn fremstan í flokki. En ég kannast heldur betur við þetta. Oft eru bara 2 eða 3 komment hjá mér, en svo stendur á spássíunni; 93 heimsóknir í dag, eða eitthvað álíka. Svo er ég einmitt oft að hitta fólk sem segir; æðislega er gaman að lesa bloggið þitt. Nú ert þú ein af þessum 90 sem ekki kvitta segi ég þá.  Ég les alltaf bloggið þitt Ylfa mín, og finn hjá mér hvöt til að skrifa athugasemd svona endrum og sinnum. Hæfilega oft er það ekki?

Laufey B Waage, 22.1.2008 kl. 21:18

23 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Kvitt kvitt, ég er svona nokkurs konar nýliði í bloggheimum en hef lesið bloggið þitt af og til og hef alltaf gaman að því hvað þú ert eðlileg og án sýndarmennsku, rosalega góð í þessu. Ég þekki þig ekkert en pabbi minn og afi þinn voru lengi saman í hljómsveitum hér í den. Gaman að þessu.

Kær kveðja Addý

Arndís Baldursdóttir, 22.1.2008 kl. 21:59

24 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sko Yfa frænka. Þú bloggar bara áfram eins og þú hefur gert undanfarin ár og ferð ekkert að breuta því, bara af því að sumir geta ekki feisað það að aðrir tala um allt og þá meina ég ALT! Svo lángar mér í svið þegar ég sé svona mindir.

Syngdu nú eins og engill kæra frænka og njóttu þess. Að syngja vel þarf ég ekki að nefna, þú sérð um það.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 22:12

25 identicon

Kvitt kvitt, þori ekki annað.  Les bloggið þitt af og til og hef gaman af enda góður penni þar á ferð.

Anna Guðjóns

Anna Guðjóns (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:23

26 identicon

Kvítt kvitt.

Langar í svið.. ekki vestfirsk , græn og svoleiðis. Bara venjuleg með rófustöppu.

Guðrún (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:43

27 Smámynd: Marta

Kvitt kvitt! :)

Marta, 23.1.2008 kl. 00:01

28 Smámynd: Margrét Skúladóttir

Heirður  vina mín, ég skal sko láta þig vita það að tuppewareve eru sko ekki neinar dósir eða dollur þetta eru ílát  úr skandinavísku gæða plasti örugglega lífrænt ræktuðu. Og svo ætla ég að Kvitta, þó svo að Louisa er frekar sár út í Thelmu já gauðlaðu  bara í kórum og gleymdu okkur hinum þú kannski lætur sjá þig þegar göngin koma ha?

Margrét Skúladóttir, 23.1.2008 kl. 00:50

29 identicon

Sviða vil ég syngja brag

sviða bæta haginn

svið á morgun, svið í dag

og svið á mánudaginn 

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 01:13

30 identicon

Les þig alltaf :)

kveðja Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:02

31 Smámynd: Gló Magnaða

Hahaha.... Þetta virkar að skammast í fólki og skipa því að kvitta.

Tugir hafa kvittað

Gló Magnaða, 23.1.2008 kl. 10:37

32 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég kvittaði í gær en það er hvergi...svo ég kvitta bara aftur.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:06

33 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Kvitt, kvitt.

Mig langar í svið ... 

Vilborg Valgarðsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:27

34 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

kvitteríkvitt.

alltaf gaman að lesa bloggið þitt, líka þunglyndispistla!  Kæmi sko á tupperware kynningu og súkkulaðiát ef ég byggi í nágrenninu! ;)

kveðja,

Helen

Helen Garðarsdóttir, 23.1.2008 kl. 13:54

35 identicon

Mér finnst töff að skrifa um þunglyndi.

Mér finnst þú fyndin.

Mér finnst þú meira að segja oft fyndin þegar þú ert að segja frá þunglyndi og geðbólgum.

Það er fátt skemmtilegra en að spegla sig í eðlilegum lýsingum þínum á eðlilegu lífi.

Mér finnst svið svo á hinn bóginn viðbjóður og tupperware soldið langt yfir markið......en sollusúkkulaði langar mig í.

Vildi að ég væri nágranni þinn!!!

þú ættir kannski að hætta frekar að blogga um dollur en þunglyndi......

Ég veit ekki um neinn sem hefur fengið hjálp í sálinni við að lesa blogg um dósir/ílát en marga þekki ég sem liðið hefur betur við að lesa þunglyndisdæmið.

Ég hef lokið máli mínu.....í bili......þarf nebbla að fara að raka mig og vaxa.....knús....helga söde.

Helga B. Jones (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:31

36 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta var svo mikill lestur að ég nennti ekki að lesa þetta allt... EN KVITTIÐ ER KOMIÐ.. Ég sá þig á HEITUM UMRÆÐUM OG VARÐ FORVITIN

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2008 kl. 19:21

37 Smámynd: Dísaskvísa

Kvitt-kíki stundum hér inn og les pistlana þína og hef gaman af! Takk fyrir mig

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 23.1.2008 kl. 19:45

38 Smámynd: Huld S. Ringsted

KVITT!  Bið að heilsa frænda

Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 22:11

39 identicon

kvitt.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:20

40 identicon

Kvitt kvitt

Bix (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:07

41 Smámynd: Jens Guð

Innlitskvitt

Jens Guð, 24.1.2008 kl. 10:50

42 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2008 kl. 16:19

43 identicon

Kvitta hér - og þakka fyrir mig. - Til hamingju með sólina og það að láta þig hafa þessar tvílitu, þegar annað þrýtur - mín reynsla er að það kann góðri lukku að stýra ;) Kveðja, Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:03

44 identicon

Kvitteri kvitteri kvitt..minnir á fuglasöng og meiri sól....

Söngur er góður fyrir sálina, gott fyrir þig að syngja og ennu betra fyrir okkur hin að hlusta..á þig syngja mín kæra. Nú fékk gospelkórinn aldeilis lottóvinninginn ,  Írisi Kramer, Diddu og þig

Já furðulegt hvað sú gula hefur mikinn lækningamátt, ég hef alltaf verið geðskárri á sumrin þegar hún fer sínum mjúku, heitu, gulu geislum um mig.

Tja auðvitað er bloggið þitt skemmtilegt, upplýsandi, umhugsunarvekjandi og margslungið, annars væri þetta fólk alltsaman ekki að lesa það, en auðvitað geta ekki alltaf allir verið sammála um alla hluti, það væri líka leiðinlegt og þá væri liklega enginn " bloggheimur". Hér styttist í þorrablót íslendinga í Aarhus svo vonandi fæ ég að minnsta kosti sviðasultu og súra punga.....ummm baka svo kannski bara pönnsur um helgina til að samgleðjast vestfirðingum

valrun (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:01

45 identicon

Ég les alltaf, þú ert á RSS - reader-num mínum. Þess vegna kvitta ég sjaldan, fer ekki oft inn á síðuna sjálfa!- og mér finnst allir pistlarnir þínir góðri. Þunglyndispistlar eða aðrir. 

kveðja, Elín Björk. 

Elín Björk (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:38

46 identicon

Les alltaf en kvitta aldrei, enda alveg bláókunnug í næsta bæjarfélagi...

gott blogg, þarft og einstaklega skemmtilegt....

Bestu kveðjur í víkina 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:43

47 identicon

Les alltaf pistlana þína, en kvitta nánast aldrei. Held ég hafi gert það tvisvar. Þú ert einn af allra skemmtilegustu bloggurunum ;)

Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:33

48 identicon

Kvitt kvitt - les þig alltaf. Finnst heimilislegar umræður þínar einkar skemmtilegar.

Hrafnhildur-Habbý

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband