25.1.2008 | 02:31
nenni ég að hafa skoðun?? Nei.
Það er eitthvað sérstakt við það að vera vakandi þegar aðrir sofa. Mér finnst gott að vera á næturvakt, nema þetta með að sofa á daginn þegar aðrir vaka. Helst finnst mér að maður ætti ekki að þurfa að sofa nema svona einu sinni í viku, það væri passlegt. Nú er rólegt á vaktinni og ég búin að fara bloggrúnt góðan. Fátt er skrifað án þess að það snúist um brjálæðið í borginni. Ég sá lætin í sjónvarpinu og mér finnst þetta allt vera skrípaleikur frá A til Ö. Mér finnst íslensk pólitík undanfarinna ára einkennast af skrípahætti og á orðið erfitt með að samsama skoðanir mínar því fólki sem býðst að fylgja. Ég hef alltaf litið svo á að málstaður stjórnmálaflokka sé aldrei meiri eða merkilegri en fólkið sem er við stjórnvöl hvers flokks, hverju sinni. Þess vegna gafst ég upp á "barnatrúnni" sem var auðvitað Íhaldið. Flokkurinn sem ég ólst upp við að væri sá rétti. En smám saman rennur ljósið skýrar upp fyrir mér: fólki er bara hreinlega ekki treystandi fyrir valdi. Ég segi nú bara eins og Dr. Tóta vinkona; menntað einveldi er eina lausnin!
Að gamni slepptu; það ástand sem verið hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár hefur gert mig að pólitísku viðrini. Ég þoli ekki flokkakerfið lengur. Ég vil getað valið mína bita sjálf úr kjötborði. Ekki þurfa að taka slögin og hálsbitana með, þegar ég versla mér í kjötsúpu! Og í dag finnst mér úrvalið í kjötborðinu frekar "mánudagslegt." Það er fátt um fína drætti. Og á meðan ét ég bara eitthvað annað og læt eins og ég sjái ekki kæfukjötið sem er í boði!
Athugasemdir
Góð Ylfa.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:50
Yndisleg samlíking með kjötborðið. Ég á örugglega eftir að stela henni frá þér - og yfirfæra hana á eitthvað annað en pólitík. Góða helgi mín kæra.
Laufey B Waage, 25.1.2008 kl. 09:37
Þá fyrst færi sandkassaleikurinn og plottið af stað ef enginn væri flokkurinn. Það væri samt kannski hægt að skipta þessu í fyrsta, annan og þriðja flokk.
Ánægð með þann fjölda fólks sem mætti og mótmælti. Maður hélt að Íslendingar nenntu þessu ekki lengur.
Glomagnada (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:56
góð samlíking!
góða helgi í kotið ykkar héðan frá kotinu sem er með fullt af börnum !!!
Bless
steina
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 16:35
Ég held að það myndi fáum detta þessi samlíking í hug öðrum en þér
en góð er hún !
kv. Ása
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:09
Hahahaha....þú ert alveg frábær! En mikið er ég sammála þér varðandi svefninn. Best væri að geta sofið bara einu sinni í viku, í ca. þrjá tíma. Annað er svo mikil tímasóun :)
Þorgerður Majusystir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:35
Númer eitt tvö og þrjú að mínu viti er að vera gagnrýninn neytandi, hvort sem það er pólitík, matur eða trúarskoðun. Að vera meinstrím neytandi..........??!! Hryllileg tilhugsun. Góð Ylfa frænka.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 11:16
UMMMM nú langar mig í kjötsúpu, einmitt án feitu bitanna.
Það er svo þetta með pólitíkina...tík..eins og bitch...pólitík breytir fólki í bitch ..eða hvað...allavega langar mig í kjötsúpu og Arnari langar í svið. Best að rífa tvær nautasteikur út úr ísskápnum og henda grillið Góða sviðaveislu og kveðjur góðar til gestanna !
valrun (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:48
Já, við Íslendingar erum af og til dugleg að láta í okkur heyra, hvort sem það er með mótmælum, bloggi eða öðrum hætti. Það dapurlega er hins vegar að við erum ALLTAF dugleg að gleyma. Er t.d. einhver að hugsa núna um ráðningu Þorsteins Davíðssonar við Héraðsdóm Norðurlands Eystra? Nei, það á enginn eftir að muna eftir því, nema hugsanlega þegar næsti ættingi einhvers flokkspungsins er ráðinn í sambærilegt djobb. Nú óska ég þess að Íslendingar, og þá kannski sérstaklega Reykvíkingar, muni í það minnsta eitthvað af þessu klúðri þegar kemur að næstu kosningum. Það kæmi skemmtilega á óvart.
Berglind (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:00
Eins og talað úr mínu hjarta ég er líka orðin pólitískt viðrini. Fæddist inn í Sjálfstæðisflokkinn var of mikill femínisti til að finna mig þar og varð Samfylkingarkona. Gekk síðan úr þeim flokki og finn mig hvergi. Fannst gott að vera óháð en nýleg dæmi sanna að óháðska er orðin hálfgert blótsyrði. Vandamálið er ekki síst að fólkið í flokkunum virðist merkilegra en málefnin.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.1.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.