30.1.2008 | 03:16
Sjá dagar koma...
Tíminn flýgur. Skyndilega er að koma öskudagur með tilheyrandi búningaveseni. Hér í Víkinni tíðkast að krakkar "maski,¨ þ.e. fari á milli húsa í grímubúningi og syngi fyrir sælgæti að launum. Gallinn er sá að hér er ekki bara maskað á öskudag eins og í minni heimasveit til forna, heldur alla þrjá dagana. Bolludag, sprengidag og öskudag. Mér finnst þetta allt of mikið og hef helst ekki leyft mínum strákum að fara nema eitt kvöld. Ég veit að margir eru sama sinnis en svo eru líka þeir sem finnst þetta eiga að vera svona..... aðallega af því að það hefur alltaf verið svona. En Bolvíkingar eru ákaflega hrifnir af hefðum sínum. Og það er ágætt að vera það. Fyrir þá sem það vilja.
Hið umdeilda Þorrablót leið hjá án mikilla umræðna þetta árið. Það lá við að maður saknaði hasarsins frá í fyrra því eitthvað þarf jú fólk að getað talað um. Hressileg skoðanaskipti eru alltaf frískandi og mannbætandi. Mér skilst að þorrablótsnefndin hafi gert að mér stólpagrín og það er bara vel. Eins og Oscar Wild sagði: það er í lagi svo fremi sem talað er um mig. Eins konar " better to be somebody than nobody" viðhorf. Og auðvitað var líka tæpt á því að flutningarnir til Danmerkur hefðu staðið stutt yfir í vísukorni sem flutt var. Var þá sungið á þá leið að við Valrún hefðum kvaðst á krossgötum, ég á heimleið og hún á útleið og er það alveg rétt að vissu leyti því að við kvöddumst við Óshólavitann, ég var á heimleið og hún á útleið.
Af því tilefni set ég inn eina af henni sjálfri frá því á bolludaginn í hittifyrra!
Við Sossa fórum í sund í kvöld og þar sem ég lá alein í heita nuddpottinum og horfði upp í himininn sem missti niðrá mig eitt og eitt snjókorn, mundi ég skyndilega eftir því að bráðum eigum við Halli níu ára afmæli! Mér finnst eitthvað svo stutt síðan við byrjuðum að vera saman. Ég tók hann á löpp, eins og sagt er og hann hafði sosum ekkert mikið um það að segja. Þvílíkt var offorsið og ákafinn í kerlu... Hann lét sér þó vel líka og hefur sennilega sæst á þetta með árunum eins og sagt er. Allavega kvartar hann ekkert..... hátt... ;) En af því að mér finnst talan níu miklu flottari en tíu, vil ég endilega halda upp á þennan merka áfanga. Ég veit bara ekki alveg hvernig. Kannski förum við í svona "punktaferð" á hótel og huggulegheit til Borgarinnar án þess að láta nokkurn mann vita. Bara við tvö og engar heimsóknir, ekkert búðarráp. Bara kelerí á hótelherbergi.......
Annars átti ég nú alltaf að fá einhverja ferð í verðlaun fyrir söngvakeppni sem ég sigraði á milli jóla og nýjárs. Ég er nú ekki farin að sjá það ennþá. Ég ætti kannski að fara að rukka.......
Athugasemdir
kæra frænka ! til hamingju með afmælið. sæt mynd af vinkonu þinni.
Bless og knus
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 07:11
Vá hvað ég mæli með keleríi á hótelherbergi.
Laufey B Waage, 30.1.2008 kl. 08:56
The I am a nobody
Til lukku með árin níu....sem þýðir að þið eruð komin yfir 7ára hindrunina
Hlakka til að sjá leikritið með mínum manni í hlutverki. Ótrúlegt að hann hafi boðið sig fram í þetta hlutverk..hann sem hefur yfirleitt leikið tré, runna eða blóm...:)
Katrín, 30.1.2008 kl. 10:58
Hammó með ammó! Held svei mér þá að við eigum líka 9 ára ammæli á árinu. En ekki fyrr en í ágúst.
Tæm flæðþh mar!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 11:16
ÓÓ guð minn..þaðer kominn bolludagur enn á ný...og ég ætti liklega alls ekki að fá mér bollu núna, svo sem frekar en ég hefði átt að fá mér bollu í fyrra !, en sætar bollur verða nú að fá rjómabollur !
Já fyndið þetta með kveðjurnar, man eftir að keyra Óshlíðina grenjandi, eftir að við kvöddumst einmitt við vitann, sem ég sé alltaf í huga mér sem " innganginn " til Bolungarvíkur, tja nú eða útganginn....
Svo er um að gera að gera það, ég meina sko að fara í knúsiferð t.d. í stóra slímpottinn með fallega himninum inni í djúpi, hreinn unaður !!!
Til hamingju með áfangann hjónakorn, grýtt er leiðin og varasöm en þið hafið náð að halda í hvort annað og toga til baka þegar hættan á falli niður þverhníptar fjallshlíðarnar hefur verið sem mest. Það er aðdáunarvert. Ástarkveðjur valrún og co
valrun (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:13
Já á Dalvíkinni var bara sungið í helstu fyritækjum bæjarins á sjálfan öskudaginn. Man ég eftir nokkrum öskudögum þar sem þú og Snjólaug drösluðust með litlu skottuna (sem var ég) búð úr búð og uppskárum við helling af sætindum.......Það var áður en Frissi fór að gefa harðfisk í sparisjóðnum ;)
Sunna Braga (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.