Skjótt skipast...

Fyrir tveim tímum eða svo gekk ég í yndislegu, stilltu frostveðri með bleikum himni og fannhvítri lausamjöll, framhjá stóra ruðningnum við Víkurbæ. Ég var á leið í sund og hitti Birni og vini hans sem voru í óðaönn að renna sér í dásemdar veðrinu. Þegar sundinu lauk þurfti ég aftur á móti að fá far!! Það er kominn svarta bylur og það er mikið frost. Ég ætlaði að vera með tupperwarekynningu í heimahúsi kvöld en líklega verður ekkert úr því þar sem ég á allt eins von á því að ófært verði orðið innanbæjar innan skamms. Þá nota ég bara tækifærið og legg mig, enda var ég á næturvakt í nótt og fer aftur á miðnætti. Vona bara að rafmagnið haldist á Skýlinu......

Veðurstofa spáir fádæma frosthörku og maður þvær síðar nærbuxur og grefur upp ullarboli til að fóðra nú börnin nægilega vel næstu daga. Árshátíð grunnskólans er á morgun. Það er ágætt því að þá lýkur leikstjórnarverkefni mínu. Mig vantar einmitt alls ekki meira að gera svo að það verður léttir þegar þetta verður búið þó gaman hafi verið. Æfingin í dag gekk stórvel og krakkarnir eiga eftir að standa sig frábærlega.

Hér er mynd sem var tekin í ísingarveðri miklu uppi á Bolafjalli fyrir nokkrum misserum:

Kári í Jötunmóð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Vona að þú sért bara heima hjá þér, þar sem varla sést hér milli húsa og maður horfir á snjóinn hlaðast upp!!!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.1.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mig langar í brjálað veður. Sendu það bara til mín.

Mér finnst þessi mynd alger schknilld. Frábær alveg. 10 stig frá mér.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 08:59

3 identicon

já veturinn er tíminn ... það er mikið til í því, það er mikilvægt að staldra við og njóta, milli stórhríðanna

Gullfalleg ljósmynd hjá þér - það mikilvægt að staldra við og sjá fegurðina í þessu öllu!

hanna berglind (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Marta

Mega flott mynd! :P

Marta, 1.2.2008 kl. 00:47

5 identicon

Nau! Sjitt hvað þetta er flott mynd. Djöfull er annars agalega langt síðan ég leit við hér.

Sævar hálfviti (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband