Myndir

Það eru allir búnir að fá iðrakvefið hér á heimilinu, Björgúlfur síðastur. Hann gaus í nótt. Þá er þessu lokið í bili og allir sáttir við að þetta sé frá.

Veðrið er jafn dásamlegt og hefur verið undanfarna daga og þá skoðar maður myndir!!

Hér er bekkurinn hans Birnis með sitt atriði á Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur. Þau sungu: Ég á lítinn skrítinn skugga.....

Krútt

Hér er svo Íþróttaálfurinn ofvirki að syngja. Björgúlfur tók þátt í þessu, lék Nenna níska.

Latibær

 

Að lokum; bræðurnir Birnir og Baldur Hrafn  að vakna með heimilisdrottninguna á milli sín.....

Góðan daginn öll!!

 

Mánudagur á morgun og ný vinnuvika að hefjast. Vona að hún verði góð, þrátt fyrir lægðagang.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Skemmtilegar myndirnar hjá þér eins og venjulega!

Verð samt að segja að ég er sérstaklega hrifinn af myndinni af krúttunum  (finnst  hún dótturdóttir mín taka sig vel út við hliðina á honum syni þínum)

Takk, takk. Ása

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegan mánudag til þín kæra frænka

mig rámar í eina mjög ákveðna frænku mína sem sagði mig mikilli áheyrslu fyrir nokkrum árum, að hundar ættu ekki að vera uppi í rúmi,

nei, sennilega misminnir mér, eða ég sé eitthvað vitlaust. 

Bless til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 07:14

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mikið eru þeir nú duglegir og fallegir frændur mínir, líka hundurinn en ég segi nú bara eins og sumir, EKKI uppi í rúmi!

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 13:22

4 identicon

Salernismyndin minnir mig á að stundum er ég við það að pissa á mig af hlátri þegar ég les bloggið þitt. Takk fyrir að fá að fylgjast með -Habbý

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband