Sunddrottningin.

22422505Eftir orkuleysið í gær dreif ég mig í sund og tók 700 metra sprett. Það tekur innan við hálftíma og mér leið dásamlega á eftir. Eyðilagði þó hluta ánægjunnar með því að fara í heimsókn og éta fríhafnarsúkkulaði í stað kvöldverðar en bætti mér það svo aftur upp með því að graðka í mig gulrótum á námskeiðinu sem ég sótti strax á eftir. Ég er stax orkumeiri í dag eftir að hafa hreyft á mér holdugan afturendann í gær og stefni á leikfimi klukkan fimm ef ég fæ pössun. Svei mér ef ég hef ekki bara gripið í tusku við og við á meðan ég þjóna sonunum Ringsted, sem eru ennþá veikir heima. Sá stóri, Pálsson, hristi af sér veikindin og dreif sig í skólann í morgun með stíflað nef og bólgin augu.

 

mynd stolin af BB.isÞað snjóar og snjóar! Veturinn hefur verið ótrúlega leiðinlegur veðurfarslega séð. Mér finnst reyndar ágætt að hafa bara vetur þegar það á að vera vetur og sumar þegar á að vera sumar. Og ekki vil ég helv... rigninguna. Ég þoli ekki vetur sem einkennast af myrkri, rigningu og roki, gulu , illa lyktandi grasi og drullu úti um allt. Nei þá vil ég nú heldur nýtt hvítt teppi yfir heiminn, daglega. Svo ég tali nú ekki um hvað það er þægilegt þegar hundaskíturinn í garðinum hverfur alveg sjálfkrafa... þangað til snjóa leysir. Úff... þá sendi ég fermingarbarnið út með skófluna.....

 

Jæja, betur má ef duga skal.. ég ætla að ryksuga hundalopann af ganginum. Tíkin hún Urta hleypur alltaf inn í svefnherbergi og treður höfðinu undir rúm þegar við ryksugum. Það er í sjálfu sér ágæt en þó, skammvinn lausn á vandamálunum. Að hlaupa í felur. Samt drjúgt stundað af okkur öllum held ég. Eigið góðan og gleðiríkan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hver er að tala um orkuleysi???  Manneskja sem er í tvöfaldri vinnu ( heimili og vaktavinna) fer í sund, leikfimi og á námskeið.........

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert frábær elsku frænka mín

BlessYou

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 15:52

3 identicon

þetta með hausinn og sandinn, eða bara stinga hausnum undir hjónarúm. Mér líst betur á þá lausn, losnar við að fá sand í augun og svoleiðis, svo er hann ekki alltaf tiltækur.

Tíkin Urta er líklega skynsemistík

Halla Signý (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Gló Magnaða

Eða bara stinga hausnum í snjóinn. Það er ekki erfitt þessa dagana.

Gló Magnaða, 28.2.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ylfa orkubolti .

Laufey B Waage, 28.2.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband