Það dásamlegasta af öllu..

...hefur gerst!

Sumarið er komið! Og svo um munar! Við eyddum yndislegum degi í Dýrafirði hjá Höfðabændum þar sem hlý gola blés mildilega í kátu sólskininu. Það var veður til að vera á bolnum og í gúmmítúttum. Dáðumst að lömbunum, borðuðum lömbin frá í fyrra marineruð og grilluð, knúsuðum hvolpana sem eru í eigu tveggja tíka bæjarins og komu með tveggja vikna millibili. Mánaðargamlir loðboltar, sex stykki og síðan tveggja vikna, blind kríli, fjögur stykki sem var yndislegt að knúsa. Þeir eru allir gefins. Otrúlega fallegar skepnur, brúnir, svartir, hvítir, rauðir....í öllum litum nema grænum og bláum! Blandaðir af labrador, íslenskum og border collie. Guð, hvað mig langaði að stinga einum inná mig og fara með heim. Halli sagði þvert nei. Og þá sjaldan hann segir nei (og meinar það í raun og veru!) þá gef ég orðlaust eftir. Næstum orðlaust :o)

Við gleymdum myndavélinni heima en ég ætla að fara aftur um helgina og taka þá myndir af hvolpunum og lömbunum, Dýrafirðinum og fólkinu. Vorinu eins og það leggur sig!

Golan hér í bolungarvík andar ögn kaldar en í Dýrafirði, bæði huglægt sem og í raun. Skuggi á fallegu vori þessi stjórnsýslulegi vandræðagangur sem nú ríður yfir. Fólk hringir annarsstaðar af á landinu og ég fæ svona meðvirkniskast vegna þess að mig langar ekki til að láta aðra hlæja að bænum sem ég bý í. Eg hef talað af stolti um bolvíska stjórnsýslu og dásamað í annarra eyru. Nú hringja þeir sömu og gera stólpa grín að mér. Fólk auðvitað fylgist með þessari steypu og fær í mesta lagi kjánahroll. Eg var á Isafirði í gærkvöldi og þar lenti í í hálfgerðu einelt vegna þessa vægast sagt vandræðalega ástands! Eg fékk mér kaffi í pappamáli á Edinborg og bláókunnugir hestamenn sem voru að fagna þar einhverju, líklega hesta......einhverju, fóru umsvifalaust að spyrja mig útúr. Einn spurði mig með háðsglotti á vör hvort ég ræki fyrirtæki. Nei sagði ég, algjörlega grunlaus. -Nú, þá hlýturðu að vera í bæjarstjórn!!! baulaði hann og allir hlógu. Hverju átti ég að svara? Synd að við skulum vera orðin aðhlátursefni eftir að hafa verið komin þokkalega vel á kortið eftir hroðalegan niðurtúr þar áður.

Hér eru hugleiðingar manns sem mér var bent á að lesa.

Gleðilegt sumar, kæru lesendur, farið vel með ykkur og munið, ekki blanda saman stjórnmálum og afkomu ykkar!!!

Urta smarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gleðilegt sumar vinkona. 

 og fleiri hugleiðingar líka að austan.

http://bjorgvin.eyjan.is/

Helga J (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Katrín

Gleðilegt sumar Ylfa og takk fyrir bloggsamveruna í vetur.

Það mun hlýna fljótlega

Katrín, 24.4.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég frétti af olíusögunni þinni á blogginu hennar Helgu Völu og fannst hún drepfyndin. Vil helst ekki trúa því að konunni hafi verið alvara.

Sjálf hef ég skrifað nokkra pistla á mínu bloggi um fyrirhugaða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og er ekki hrifin.

Sumarkveðjur vestur,

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:14

4 identicon

Ástandið í Bolungavík í dag finnst mér ekki grátbroslegt, bara grátlegt! Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér ekki grein fyrir því hverslags ímyndarbreyting hefur átt sér stað að undanförnu fyrir gestsaugun sem horfa til Bolungavíkur og svo langar mig að segja voða mikið og voða ljótt og segja arfaslæma hluti um fólk sem ég þekki ekki neitt, en ég ætla að vanda mig við að vera orðvör í svipinn. Vona að nýr meirihluti geri sér bara grein fyrir hverju þeir eru að taka við og sendi ekki ímyndina á ógnarhraða norður og niður. ég vona líka að það sofi allir vel á nóttunni með samvisku sinni (kannski vona ég það samt ekki - en leyfi þessu að fljóta með engu að síður).

Annska (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:36

5 identicon

NOHHH ta er tad obinbert, Elias verdur bæjarstjori Bolungarvikur, en eg held nu ekki ad neinn se hissa, fyrst svona var komid annad bord. Ta er bara ad vona ad bæjarstjornin falli ekki i gildru medalmennskunar heldur haldi merki Grims a lofti sem med sanni hefur komid vikinni fogru a Islandskortid i raun og sann. Gangi allt i haginn bædi nyir og gamlir bæjarmalamenn.

Kærar kvedjur ur sumrinu i danaveldi.

valrun (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 07:00

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gleðilegt sumar Ylfa mín og til hamingju með nýja bæjarstjórann.

Ég hefði nú kosið að hafa Grím þarna áfram en ég fæ svo sem aldrei að ráða neinu.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðilegt sumar mín kæra.

Þórdís hefði átt að fá að ráða. 

Laufey B Waage, 25.4.2008 kl. 09:33

8 identicon

Ég fékk nú aðallega kjánahroll yfir þessum arfaslaka brandara hjá hestamanninum... "þá hlýturðu að vera í bæjarstjórn" !!!

*hryll* Þessi kjánahrollur á eftir að endast mér lennngi.

Og ég vona að fyrrverandi bæjarstjórinn ykkar verði áfram stundum í fréttum. Hreint ágætleg áhorflegur maður.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband