Miður mín.

"Nýi meirihlutinn gaf út yfirlýsingu á fundinum þar sem segir að hann styðji stóriðjuáform í fjórðunginum. Og eru Vesturbyggð og Bolungarvíkurkaupstaður þá einu sveitarfélögin á vestfjörðum sem hafa tekið afdráttarlausa ákvörðun í olíuhreinsistöðvarmálum."

Hversu margir Bolvíkingar skyldu í raun vera hlynntir olíuhreinsistöð á Vestfjörðum? Hvernig myndi dæmið líta út ef það ætti að byggja hana hér? I fallegu Víkinni. Hvernig var með slagorðið "Stóriðjulausir Vestfirðir?" Hverjir fóru þar fremstir í flokki? Hversu mikið er að marka orð þeirra sömu aðila?

Hjálpið mér að fá þetta heim og saman.

Gangan kom á fundarstað í fundarhléi. Göngumenn hrópuðu húrra fyrir Sossu, Grími og fráfarandi bæjarstjórn. Söng "í bolungarvíkinni...osfrv." Aður en laginu lauk, ákváðu nýir stjórnendur bæjarins að fundarhléi væri lokið og nýkjörinn forseti bæjarstjórnar sveiflaði hamrinum mynduglega og lamdi honum í borðið. Við hættum, fórum út og dyrunum var lokað. Vissulega hefði manni þótt að á þessum tímapunkti hefði ný bæjarstjórn átt að taka undir þennan sameiningarsöng. Nota tækifærið og halda andlitinu um leið og hún sýndi ofurlitla kímnigáfu. Smá húmor fyrir sjálfri sér. En nei. Því var ekki að heilsa.

Þetta bjargaði deginum, svona eftir á séð. Þetta var krúttlegt og um leið hjákátlegt. Og svo sannarlega var hlegið að þessu í kveðjupartýinu sem skapaðist á kaffi Edinborg áðan þar sem Grjóthrunið tók nokkur lög og allskonar fólk sat saman og skemmti sér. ( Það væri gaman að vera fluga á vegg á næsta þorrablóti þegar hægt verður að kyrja: " Sjálfstæðis hamarinn, sjálfstæðis hamarinn.... við hitt uppáhaldslag Bolvíkinga "sitjandi standandi!")

Er einhver til í að uppfræða mig í ofanálag um það hversu algengt það er að kosning bæjarstjóra fari þannig fram að fjögur atkvæði gildi á móti þremur en í þessu tilfelli komi fjórða atkvæðið frá þeim sem ætlar í stólinn? Einhvern veginn finnst mér að reglurnar hljóti að vera þannig að hann ætti að sitja hjá. Er það bara eitthvað svona siðferðisbull í mér? Eða er það tilfellið að þetta eigi að vera hægt?

Eg virðist vera treg í dag. Það er svo margt sem ég ekki skil.  Og ég er miður mín. Miður mín yfir því að þurfa að lúta annarri eins stjórnsýslu og ég hef orðið vitni að, miður mín yfir því að tilheyra bæ sem er hlynntur olíuhreinsunarstöð, og fyrst og fremst, miður mín yfir því á hvaða plani hópur fólks kýs að starfa í pólitík. Hún Kata mín Gunn sem oft skrifar sérlega beitta pistla á sitt blogg af mikilli ritfærni segir að nú falli tjaldið.Eg vona að ekki sé átt við tjald sem muni loka fyrir hina gegnsæju stjórnsýslu undanfarinna tveggja ára. En á vissan hátt má segja að þetta sé táknræn lýsing hjá Kötu. Eða eins og einn franskur vinur minn sagði á dögunum: Sem frakki þekki ég þessa aðferð svo vel. Þegar skilið er á milli bols og höfuðs! (....lauslega þýtt úr ensku :o) )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Ylfa mín, hurðum var hallað svo bæjarfulltrúar allra lista gætu heyrt ritara bæjarstjórnar lesa fundargerðina.  Þetta hefðu nú ykkar bæjarfulltrúar getað sagt ykkur.  Fín innkoma hjá ykkur og ekkert nema gaman að svoa uppákomum.

Kveðjur og hresstu þig nú við

Katrín, 1.5.2008 kl. 07:22

2 Smámynd: Katrín

Og ég gleymdi: allir bæjarfulltrúar greiddu sjálfum sér atkvæði í gær, í kosningu til bæjarráðs og forseta, skrifa o.s.frv. Öll þessi embætti eru launuð. Og það er í samræmi við fundarsköp að þetta skuli vera svona. Ímyndaðu þér annars hlaupin á bæjarfulltrúum.....inn og út um gluggann

Katrín, 1.5.2008 kl. 07:35

3 identicon

Í kjör til bæjarráðs og skrifara var ekki greitt atkvæði um  tillöguna  í heild sinni en ekki um setu einstaka fulltrúa í bæjarráð.

Það hefðu nú fáar hendur farið á loft ef allir þeir sem tilnefndir voru í bæjarráð hefðu setið hjá í þeirri atkvæðagreiðslu.Það var hinsvegar, að ósk minnihlutans, greitt atkvæði sérstaklega um formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar.Þegar kosið er um ráðningu bæjarstjóra gegnir að sjálfsöðu allt öðru máli. Hér er verið að ráða framkvæmdastjóra bæjarins og hvort sem viðkomandi  er bæjarfulltrúi eða ekki þá verður það að vera hafið yfir allan vafa að hann sé bæjarstjóri allrar fulltrúa í bæjarstjórn. Með því að taka ekki þátt  í atkvæðagreiðslu um sjálfan sig er viðkomandi að undirstrika mikilvægi þessa. Ég man ekki betur en að Ólafur Kristjánsson sem var um árabil  bæjarfulltrúi ásamt því að gegna stöðu  bæjarstjór okkar Bolvíkinga lét alltaf varamann sinn taka þátt í atkvæðagreiðslu um ráðningu sína í stól bæjarstjóra, gekk svo gjarnan til fundar að atkvæðagreiðslunni lokinni.

Gunnar Hallsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:00

4 identicon

Afsakið , bið ykkur að taka út fyrra "ekkið" í upphafi færslunnar hér að ofan.  Ég  er greinilega   EKKI orðin mjög sjóaður á þessum ritvelli nútímans.  

Gunnar Hallsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:06

5 Smámynd: Gló Magnaða

Ég elska fólk með sterka réttlætiskend.

Ylfu sem forseta!!! 

Gló Magnaða, 1.5.2008 kl. 09:07

6 Smámynd: Laufey B Waage

Já þið eruð ekki öfundsverð af þessu ömurlega ástandi.

En - öreigar allra landa (og krummaskuða) sameinist!! Gleðilega hátíð. 

Laufey B Waage, 1.5.2008 kl. 10:01

7 identicon

Þar sem Elías ætlar að láta verða sitt fyrsta verk að taka fjármál bæjarinns til endurskoðunnar væri þá ekki tilvalið að hann vinni launalaust á meðan Grímur er á biðlaunum??? jú er maðurinn ekki á launum hjá 4 til 5 fyrirtækjum maður spyr sig:)

Nikólína (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:49

8 identicon

Ósköp er síðuhöfundur illa að sér í stjórnsýslunni og fundarsköpum. Það er eiginlega hálfgrátlegt að þú skulir afhjúpa þessa vanþekkingu þína með þessum hætti.

Mér virðist sem öll lætin vegna slits á meirahlutsamstarfinu á milli K- og A lista snúast um tvær persónur; bæjarstjóran og Soffíu Vagnsdóttur. Voru ekki fleiri fulltrúar á þeim lista? Í pólitíkinni er það nú oft svo að ágreiningur verður á milli kjörinna fulltrúa í meirihlutasamstarfi. Það þarf alla vega tvo til að svo verði, enginn deilir við sjálfan sig. Náist ekki sættir um deiluatriðin er til lítils að dúlla sér áfram í samstarfi sem skilar engu, svo einfalt er það. Skiptir þá engu máli hvert deiluefnið er.

Það sem mér finnst eftirtektarverðast eru viðbrögð Soffíu og Gríms og stuðningsmanna þeirra. Með einhliða málfutningi eru stuðningsmenn æstir upp til mótmæla sem gengur svo langt að þau þróast í skítkast, rógburð og múgæsing. Allt neikvæð viðbrögð sem bera ekki vott um þroska né klókindi þeirra sem að standa enda skapast engin samúð né samstaða um slík viðbrögð til lengdar.

Ég er ekki viss um að þau átök sem þið stuðningsmenn Soffíu og Gríms eigi eftir að skila sér með atkvæðum í kjörkassan eftir tvö ár. Klókur leiðtogi hefði hegðað sér með allt öðrum og árangursríkari hætti en sandkassaleik þar sem menn eru ýmist með eða á móti og kastandi drullukökum.

Ég hef mestar áhyggjur af því ábyrgðarmikla starfi sem hinn kjörni fulltrúi gegnir í bæjarfélaginu ef þetta eru hefðbundin viðbrögð ef hlutirnir ganga ekki upp eftir hans höfði. Menn hljóta að efast um hæfni þess fulltrúa í sínu aðalstarfi

G (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:42

9 identicon

Það væri ákaflega gaman að ræða þennan síðasta pistill G. en þar sem vil frekar ræða við nafn en bókstaf, læt ég það vera.

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:56

10 identicon

Sæl Ylfa mín. Ég vil þakka þér fyrir að láta þér ekki standa á sama og að ljá þessu máli réttláta og sterka rödd. Innkoma mótmælenda í ráðhúsið í gær var mjög áhrifamikil og ég er mjög glöð að hafa fengið að ljá þessum sorglega málstað lið.

G - mér finnst mjög athyglisvert að þú skulir segja samstarf K og A lista engu hafa skilað.....hvar hefur þú verið meðan á því samstarfi stóð....ábyggilega ekki á Vestfjörðum. Það hefði verið smart að sjá þig hafa manndóm til að koma fram undir nafni. Mig langar líka að heyra rök þín fyrir sandkassaleik Soffíu og Gríms, sem ég trúi að margir þurfi betri skýringu á til að skilja hvað þú átt við.

Bestu kveðjur

Annska

Anna Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:45

11 identicon

Sæl og blessuð öll saman .

Ég hef horft á þetta ástand í Bolungarvik úr fjarska .Ykkur að segja finnst mér allir koma frekar illa út úr þessu nema þeir Baldur Smári og Grímur Atlason. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki fleiri jákvæðar fréttir frá Grími um Bolungarvíkina í fjölmyðlum . Ég vil meina að hann sé besti upplýsinafulltrúi sem Vestfiriðir hafa átt og svona eins og Fjóla amma mín ssgði þá er hann Grímur góður drengur eins og afi hans úr Súðavík var. Takk fyrir harðfiskin sem þið Óli Ben senduð mér . Grímur ef þú lest þetta þá vona ég að þér eigi eftir vegna vel í framtýðinni.

Svo er það annað mál með meirihlutaskiptin og mótmælin ykkar sem mér fannst frekar fámenn . Mér er það ekki mikið hjartans mál hvort það er Sossa eða Anna E sem vinna með D lista .Það virðist alveg á hreinu að þær geta ekki unnið saman annars hefðu þessi slit ekki orðið .

Það skiptir engu hvort þessi bæjarstjórn er með stóriðju eða ekki . Það eru aðrir sem taka þá ákvöðrun . Olíuhreinsistöð rís ekki í Bolungarvík .

Það sem Bolungarvík er ríkust af er mannauður og æðisleg náttúra .Það þarf að virkja þá þætti í víkini hvar í flokki sem fólk  stendur .

Þó svo að ég sé bæði brottfluttur og sjálfstæðismaður hugsa ég alltaf heim með bros á vör og segji öllum sem vilja heyra hvað ósvörin ,útsýnið af fjallinu , sundlaugin og ég tala nú ekki um karla á bryggjuni er æðisleg .með allt þetta  þá skiptir ekki máli  hver er í meirihluta í bæjarstjórn . 

Með von um að allir fari nú að sættast með bros í hjarta .

Kveðja

Magnús Már Jakobsson

Bolvíkingur með annað heimilisfang 

Magnús Már Jakobsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 14:02

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæri G. Eg finn mig knúna til að svara þér, nafnlausum einstaklingnum í tvennu. Fyrst af öllu: af hverju i veröldinni er grátlegt að ég "afhjúpi" það að vera ekki vel að mér í stjórnsýslunni og fundarsköpum? Er þetta eitthvað sem hinn almenni borgari yfirhöfðu veit? Mér er fjarri að skammast mín fyrir að spyrja um einfalda hluti sem ég fæddist ekki með vitneskju til. Enda er ég heiðarleg og sjálfsörugg kona sem allstaðar hef kjark til að koma fram undir nafni, minn kæri!

"Með einhliða málfutningi eru stuðningsmenn æstir upp til mótmæla sem gengur svo langt að þau þróast í skítkast, rógburð og múgæsing."

Þetta skrifar þú sem ekki veist hvað ég kaus í síðustu kosningum, hvað þá meira og ert aðvitað með því að gera þig sekan um að skrifa af vanþekkingu

Þér að segja, kæri G, þá var enginn sem æsti mig upp, og engum, ég endurtek ENGUM tækist að "æsa" mig upp í skítkast og rógburð. hvorki hér á heimasíðu minni, annarra síðum né í málflutningi yfirhöfuð.  Það er einfaldlega ekki minn stíll. Eg gæti hins vegar tekið með þér bloggrúnt og sýnt þér hvað slíkt er og hvar þar er iðkað. En þar sem þú kýst að fela þig á bak við einn bókstaf þá held ég að ég láti hér staðar numið og biðji þig að lokum að skrifa undir nafni ellegar athugasemdum þínum verður eytt. Eins og athugasemdum svo margra "nafnleysingja" sem hér hafa verið....(skemmtileg tilviljun) með skítkast..........

Að lokum vil ég árétta vegna skrifa þinna, að mótmælaraddir þær sem heyrast snúast ekki um einstaklinga. Hvorki Sossu, Grím. Önnu Edvards, Elías né nokkurn annan. Þær eru sprottnar vegna vanþóknunar á lélegum og fálmkendum málflutningi vegna atburða sem engan vegin eru réttlætanlegir. Og það er mitt heiðarlega svar.

Ylfa Mist Helgadóttir :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.5.2008 kl. 14:09

13 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Magnús, ég var ekki búnað sjá kommentið þitt þegar ég neyddist til að svara honum vini mínum G. Af hverju segir þú Sossu og Önnu ekki geta unnið saman? Þær hafa unnið saman árum saman. Að ýmsum málefnum sem og í vinnu. Hins vegar var lýðum ljóst fyrir tveimur árum að Anna og Elías gætu alls ekki unnið saman.

Mótmælin voru ekki fámenn. um tíu manns sátu bæjarstjórnarfundinn sem teygðist á. Þeir voru ekki þar til að styðja nýjan meirihluta, það get ég sagt þér. í göngunni voru um fjörtiu manns. alls voru þetta ríflega fimmtíu manns og reiknaðu nú hversu hátt hlutfall kjörbærra einstaklinga þetta er :)

Eg hef auðvitað aðeins búið hér í sex ár. En ég man ekki eftir því að bolvíkingar hafi áður mótmælt jafn kröftuglega. Og þá á ég við "´rettu megin við gardínurnar." Með kveðju á suðurnesin. Sé þig í Bláa lóninu í sumar :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.5.2008 kl. 14:16

14 identicon

Ylfa ég held með þér.

Kristján Eldjárn Sighvatsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:25

15 identicon

Er ekki miklu meira sem liggur að baki þessum slitum en hefur komið á yfirborðið?  Var ekki verið að koma í veg fyrir valdablokk einnar fjölskyldu í bænum?

Er ekki Bolvíkingur en þekki nokkra þar (ópólítíska) og þarna virðist þurfa að velta við nokkrum steinum.  Nei bara spyr.

Kraki (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:42

16 identicon

Nú er ekki allt í lagi að skipta um fjölskyldu:)???

Nikólína (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:33

17 identicon

hallirs (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband