Hér má ekki láta staðar numið

A föstudaginn síðastliðinn hittust rétt rúmlega tuttugu manns fyrir framan stjórnsýsluhúsið í Bolungarvík til að mótmæla því að A listinn hafi sprengt bæjarstjórnarsamstarfið á forsendum sem okkur þóttu vægast sagt loðnar. Þetta voru ekki skipulögð mótmæli, bara brýn þörf okkar til að láta vanþóknun okkar í ljós undir eins. En betur má ef duga skal. Fjölmargir hafa haft samband við mig og fleiri sem þarna voru og vilja gjarna fá tækifæri til að gera  sýnilegan.

Þess vegna blæs ég til nýrra og kröftugra mótmæla næsta miðvikudag klukkan hálfsjö. Eg ætla að ganga frá húsi Soffíu Vagnsdóttur og vona að hún fylgi mér, niður að hinu nýuppgerða húsi Gríms Atlasonar bæjarstjóra. Þaðan mun svo leiðin liggja að ráðhúsinu.

Kannski geng ég ein kannski með fleirum. Vonandi með sem flestum.

Þessi ganga verður ekki farin til að mótmæla einum né neinum persónulega. Hún verður gengin til að mótmæla því að hægt sé að ganga framhjá gildum atkvæðum okkar kjósenda og splundra virkri bæjarstjórn á forsendum sem mér þykja engan veginn skýrar né haldbærar sem rök. Eg mun líka ganga til að sýna samstöðu með Soffíu Vagnsdóttur sem hefur verið borin þungum sökum, með Grími Atlasyni sem hefur verið öflugur talsmaður þessa litla bæjarfélags sem hefur undanfarin tvö ár verið að endurheimta brot af því sem ég vil kalla sjálfsvirðing.

Þetta er framtak mitt og nokkurra einstaklinga sem vilja ekki láta við staðar numið. Öllum er frjálst að vitna í þennan pistil minn, öllum er frjálst að hafa á honum skoðun, sem og þessari göngu, en á þessari síðu þarf fólk að koma fram undir nafni. Annars verður athugasemdum eytt.

Eg vona að sem flestir gangi með mér á miðvikudag klukkan hálf sjö að kvöldi.

Ylfa Mist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Ég mæti!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:03

2 identicon

Eg líka:)

Nikólína (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Greinilega ekki mikið að gera í sultugerðinni þessa dagana. En það er öllum holt að hreyfa sig, ekki síður í heilsubænum frekar en annarsstaðar. Held samt að ég horfi frekar á Chelsea-Liverpool.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.4.2008 kl. 17:25

4 identicon

Hæ Ylfa flott hjá þér kemst því miður ekki með en verð með ykkur í hug og hjarta.ER Á kvöldvakt þennan dag svo ég sé ykkur kem út á tröppurkv Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:44

5 identicon

Manni fer nú bara næstum að þykja skítt að vera ekki Bolvíkingur... Það er svo gaman hjá ykkur. Labbitúrar og svona.

Gerum þetta í næsta stjórnarrugli hérna í höfuðborginni.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:21

6 identicon

Ég er stolt af þér Ylfa.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 20:05

7 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Ingólfur, við bjuggumst ekki beint við því að þú myndir koma hlaupandi og fara fremstur fyrir göngunni:) Svo lengi sem Sjálfstæðismenn eru með völdin ert þú ánægður, og greinilega sama hvernig þeir fara þangað.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:40

8 identicon

Gott framtak, það er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi að hinn almenni kjósandi láti skoðun sína í ljós.Við Bolvíkingar hafa því miður verið alltof linir við það í gegnum tíðina. það er ljóst í þessu tilfelli að meirihluta bæjarbúa og mörgum landsmönnum ofbýður vinnubrögðin í þessu máli og það hugarfar sem þau lýsa!  Ég mæti!

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég verð með ykkur í huganum.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:42

10 identicon

Það er sjálfsagt og eðlilegt að láta skoðanir sínar í ljós. Set ekki út á það en vil gera athugasemd við þær lýðræðispælingar sem eru í gangi. Pólitískt umboð nýja meirihlutans er örlítið minna í % heldur en þess gamla og jafn mikið í fulltrúum talið út frá þeim mælikvarða sem sveitastjórnarkosningarnar eru. Því er ekki sérstaklega haldið á lofti í umræðunni frekar en því að D-listinn bauð K-listanum meirihlutasamstarf að kosningum loknum. Hefði það verið meirihluti með yfirgnæfandi meirihluta kjósenda á bak við sig. Lýðræðisástinn var nú ekki að sliga K-listann þá því þessu boði var hafnað. En ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki þeim hæfileikum gæddur að geta fullyrt rétt sí svona á hvað meirihluta landsmanna finnst eins og Pálmi frændi minn getur ! Enda er hann sjálfsagt fleiri hæfileikum gæddur en ég.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:58

11 identicon

Já sæll Kristján frændi, það þótti eðlilegt að að sigurvegari kosninganna myndaði meirihluta. Þar sem D-listinn hafði nú verið við völd í 60 ár og höfðu ábyggilega gott af hvíldinni ekki síst þeirra sjálfra vegna (alltaf gott að draga sig í hlé annað slagið og endurskoða stöðu sína)þá þótti eðlilegt að þeir yrðu í minnihluta eins og eitt kjörtímabil. Hinsvegar deilir engin um það að það sem nú hefur gerst er löglegt og lýtur lögmálum lýðræðisins. það sem hins vegar er alvarlegt og siðlaust  er, að svo virðist að atburðarrás síðastliðinna daga hafi ekkert með hagsmuni Bolungavíkur eða Bolvíkinga að gera. Það eru engin haldbær rök komin fram fyrir slitunum. Því verður að álykta að eitthvað annað en almannahagsmunir ráði ferðinni. Ef svo er, er það alvarlegt gagnvart kjósendum. Fyrst örflokkur a-listans treysi sér ekki til að vinna með K-listanum hefði verið drengilegt af hinum stóra flokknum að leggjast á árar þessi tvö ár sem eftir eru af kjörtímabilinu og róa skútunni í land, með hagsmuni bæjarbúa í huga. Á báðum þessum listum er gott fólk sem vill vel, og hefur sýnt að það getur unnið vel saman, enda er ég viss um, og það hlýtur þú að sjá sjálfur frændi, að við Bolvíkingar erum uppaldir hlið við hlið og bita munur en ekki fjár á lífsviðhorfum okkar. Aðalmálið er að hafa þroska til að hafa almennileg samskipti, og hananú! Ég sagði nú meirihluti bæjarbúa og margir landsmenn kæri frændi. Svo virðist og það verður þú líka að viðurkenna að vinsældir Gríms Atlasonar ná langt út fyrir allar flokkslínur, sem eðlilegt er því hann hefur unnið Bolungavík vel þennann stutta tíma sem hann hefur verið í starfi, svo hann á það alveg skilið! Nei frændi, ég leyfi mér að stórefast um að ég sé hæfileikaríkari en þú! En einhver svipuð gen ættum við nú að hafa samt. Gaman að "heyra" í þér.

kv. Pálmi

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:25

12 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Er svo sammála þér Pálmi, ég er aðallega að mótmæla því hvernig að slitunum var staðið ég er ekki að mótmæla einstaklingum í bæjarstjórn, því að mínu mati hafa D listi og K listi unnið vel saman að málefnum bæjarins. Ég held að við ættum að standa saman óháð stjórnmálaflokkum og vinna samn að því að efla bæinn okkar. Ég sé engum hagsmunum þjónað með gjörðum A listans nú, og hef ekki enn fengið að sjá hver stór hópur fólks stendur á bak við þessa ákvörðun!

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:58

13 identicon

Katrín Dröfn, það er gaman að heyra svona heilbrigð viðhorf eins og þín. Þetta er einmitt málið, að sýna þá stórmennsku að hefja sig yfir heimskulegar flokkslínur. Ég hef aldrei skilið að í bæjarfélagi sem telur minna en 1000 manns, skuli fólk ekki hafa meira umburðarlyndi og viðsýni, en það að horfa á allt, þá meina ég ALLT í gegnum flokkshollustugleraugun. Þetta eru eins og trúfélög en ekki stjórnmálaflokkar! Forsendan fyrir góðu lífi er að geta átt vinsamleg og heiðarleg samskipti hvort við annað þó einhver áherslumunur sé á skoðunum. Mér finnst það þyngra en tárum taki að í  Bolungavík sem á undir högg að sækja skuli valdhafar ekki geta sýnt a.m.k kjósendum sýnum þann þroska, hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleika að starfa saman eins og fólk. Hvergi hefur komið fram að samstarf fyrrverandi meirihluta hafi sett hagsmuni bæjarbúa í hættu. Ég veit ekki til þess að neinn hafi átt von á að meirihlutinn rambaði á heljarþröm. Enda hefur ennþá ekkert komið fram um að svo hafi verið. Þess vegna hlýtur maður að álykta að þarna vanti eitthvað á almenna samskiptahæfni fólks.

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:19

14 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Nú líst mér vel á Bolvíkinga, fjölmenna og láta í sér heyra, mótmæla þessu óréttlæti. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Yfirlýsingar sem gefnar voru þegar A-listi klofningsframboðið  sleit samstarfinu eru ekki í neinu samhengi við hina fyrri. Það er ekki heil brú í þessu. Var það ekki Sossa sem vildi heil jarðgöng, alla leið, en D-listinn bara hálf göng. Nú fer Bolungarvík aftur oní sama hjólfarið. Látum samt ekki hugfallast. Ekki gráta Björn bónda, heldur safna liði. Þið malið þá bara í næstu kosningum. áfram Bolungarvík.

Bryndís Ísfirðingur

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:02

15 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Ætli lögreglan á Vestfjörðum verði ekki búin að fylla á gasið?
Þeir gætu boðið upp á pylsur og hamborgara.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 08:37

16 identicon

Ég verð með í anda...

Mér líst mjög vel á þetta framtak hjá þér Ylfa og ég vona að sem flestir mæti... kOMA SVO VÍKARAR

Helena Hrund (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:32

17 identicon

Ég fer reyndar með F-50 skrúfuþotu Flugfélagsins. Mér væri heiður af því ef þú yrðir mér samferða Helga!

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:52

18 identicon

Ég verð með ykkur í huganum. Vona að sem flestir mæti og sýni samstöðu.

Frábært framtak :-)

kv.erla

Erla Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:04

19 identicon

Gangi ykkur vel í baráttunni og vonandi sér fólk sér fært um að mæta í gönguna.  Mæta og sýna stuðning ekki sitja heima og tuða yfir óréttlætinu.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:12

20 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Frábært framtak Ylfa.

Mun ganga með ykkur í huganum. Er ekki eins vel sett og  Pálmi að geta komið á F-50 Flugfélagsins .

Dagný Kristinsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:28

21 identicon

Heil og sæl.

 Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður en ég verð að segja að mér líkar ekki þessi vinnubrögð. Nú ætla ég ekki að fella dóm yfir einstaklingum en undanfarið hefur rödd Bolungarvíkur verið háværari og skilvirkari og það er sjálfsagt að einhverju leyti Grími Atlasyni að þakka. Ég hefði talið mun gæfulegra ef fyrrum meirihluti hefði fengið að klára þetta kjörtímabil. Nú þekki ég ekki innanhúsátökin en út á við kom þessi bæjarstjórn bara vel út.

Ég tel fullkomlega eðlilegt að fólk mæti og mótmæli, þ.e.a.s. þeir sem eru ósammála atburðarrás undanfarna daga. Er lögreglan í Bolungarvík nokkuð með gas?????

Frændur mínir hér að ofan, Kristján og Pálmi, eru á öndverðum meiði, ég ætla að reyna að fara einhvern milliveg og halda friðinn , svona svo það slettist ekki upp á frænd- og vinskapinn.

Ég kemst ekki frá Grenivík þar sem við erum innilokuð 11 mánuði á ári......

Bestu kveðjur,

Valdimar V.

Valdimar Víðisson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 15:51

22 identicon

Jà tad er lif heima og tad var gamann ad sjà ad mòtmælundur voru ekki ad kasta neinu lauslegu og ad tad hafi heyrst ì einu teyrra eru merki um HASARINN sem er ì gangi.Èg er mest spenntur ad sjà hvernig tad kemur til med ad ganga tegar tad à ad borga brùsann sem er verid ad sjùa merginn ùr.Væri ekki hægt ad fà mòtmælagønguna ì beinni à webcam.Og tegar tad kemur ad tvì hvor hafi meiri hæfileika af minum fyrverandi nàgrønnum er èg ansi hræddur um ad Stàlid standi uppùr enda bjò hann nær.

kvedja til allra vikara bædi ekta og adkomna.

Belli Tradarstigs pùki.

Belli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:43

23 identicon

Ætli webcam vélin sé ekki alveg tipp topp? Fínt að horfa á þetta í "beinni", fyrir þá sem ekki sjá sig fært um að mæta, er það ekki?

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:57

24 identicon

heyr heyr Ylfa svo stolt af þér að koma þessu áleiðis auðvitað mæti ég. Og ætla að reyna að draga aðra með mér. ALLIR AÐ MÆTA ungir sem aldnir........ 

Er ekki málið að þú tekur alla með þér úr hvíta húsinu og ég úr leikskólanum ;) hehe

Ólína Adda Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:18

25 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Blessaður Belli ... hvernig mergur er í brúsanum? Ég held þetta sé engin hæfileika keppni - bara spurning um að reyna að standa saman og gera það besta sem hægt er fyrir bæinn okkar.

Mér finnst nú allir víkarar ekta

kveðja 

Katrín núverandi Traðarstígs púka mamma

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:26

26 identicon

Sæll Pálmi. Mér varð á í hraðlestrinum þegar ég las comment þitt eins og þú ert búinn að benda á: þú varst að tala um marga landsmenn en ekki meirihluta. Biðst afsökunar á þessari rangtúlkun. Annars held ég að það sé hið besta mál að þú sért að predika betri samskipti á milli fólks. Það mun ekki standa á mér í þeim efnum. Hins vegar er ég ekki viss um að allir eftirmálarnir af þessu séu til þess fallnir að bæta samskiptin. Til dæmis hefur mér fundist vera nokkuð mikil umferð í gegnum fjölmiðlanna þó fljótlegra væri að komast á milli innan bæjarmarkanna. Ég efast ekki um að vinsældir Gríms gangi á flokkslínur. Næ ekki alveg að tengja þetta með flokkshollustagleraugun við stjórnarslitin þar sem mér skilst að A-lista fólkið sé mestan part utan flokka. Kannski misskildi ég þig. En Pálmi fyrst þú mætir í gönguna þá er náttúrulega stóra spurningin: Hver verður þá að gretta sig fyrir sunnan? (svo maður vitni nú einu sinni í afa þinn)

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:32

27 identicon

Gott hjá þér Katrín þú ert mjög málefnaleg ung kona, ég vil sjá þig á lista í næstu kosningum og er alveg örugglega ekki ein um þá skoðun. kv Jóhanna

jóhanna (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:36

28 identicon

hahaha....Kristján góður!!

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:13

29 identicon

Góðan daginn Bolvíkingar.

Ég er nú bara borgarpúki sem var að vafra um netið og rakst á þessa síðu í sambandi við mótmælin.  Ég var nú þarna á sumrin sem krakki og þekki aðeins til þarna.

En eftir því sem ég hef heyrt eru Bolvíkingar eitthvað um 1000 manns, er þá ekki bara spurning um að hætta með þessa flokka og kjósa bara fólk í bæjarstjórn?  Fáránlegt að vera með 3 flokka í svona litlu bæjarfélagi, og þekkja ekki allir alla og allir vita allt um alla þarna í víkinni fögru?

Guðrún borgarbarn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:14

30 identicon

Mikið tek ég nú undir með þér Guðrún borgarbarn!!  Auðvitað eiga málefni samfélaga að vera yfir flokkapólitík hafin, við eigum löngu að vera farin að kjósa fólk en ekki flokka.  Svona vinnubrögð eru engum til hróss svo mikið er víst, alveg sama í hvaða flokki hann/hún situr!!  Belli minn það er ekki nóg að greiða atkvæði með fjárhagsáætlun og ætla svo að stökkva af lestinni þegar það hentar.  Það þarf að klára það sem byrjað er á, það gerðu þessir þrír flokkar kláralega, þeir hófu mál sem þeir áttu að klára í þeirri mynd sem þeir hófu þau.  Spurningin er hvort þetta sé leikur til að ná sér í rósir í hnappagöt sem aðrir gerðu ?  

Pálína Vagnsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:32

31 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Elsu Ylfa mín. Ég verð með þér í huganum í kvöld með risastórt kröfuspjald þér til stuðnings. Sendi baráttukveðjur yfir vötnin sjö.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 04:23

32 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gott hjá þér Ylfa....þetta líkar mér. Ef manni er misboðið þá á maður ekki að byrgja það innra með sér heldur að koma því frá sér og láta í sér heyra....en það skiptir máli hvernig það er gert og þú/þið gerið þetta rétt að mínu mati, án mikilla láta ( Engin gaselduð egg enda á að fara vel með mat) Ég mun ganga með þér á á hinni Víkinni þinni. Ég sem horfi á þetta utanfrá og þekki ekki alla þætti málsins er samt mjög hissa á því hve mikið er lagt undir við þetta valdabrölt. Ímynd er verulega vermæt og mikilvæg, ég hef upplifað og fundið fyrir því hve Ímynd Bolungarvíkur hefur þotið upp s.l 2 ár og Bolungarvík nokkuð oft í fjölmiðlum með eitthvað jákvætt , uppbyggilegt, skemmtilegt og hvetjandi fyrir okkur á landsbyggðinni......og þá hefur það oftar en ekki verið Grímur, Soffía eða þú með sultugerð. Mér fannst nú ekki fallegt af Ingólfi sem skrifaði hér að ofan að vera með þetta óþarfa skot á þína margrómuðu "Sultugerð" ....eins og einhver góður maður sagði "Maður breytir ekki sigurliði"...Áfram Bolungarvík....áfram Ylfa.

Júlíus Garðar Júlíusson, 30.4.2008 kl. 08:25

33 identicon

Sælt veri fólkið. Er reyndar sammála um að þessi slit voru ekki til fyrirmyndar. Hefði eflaust einnig verið best að D og K listi hefðu verið í meirihluta. En finnst reyndar sem vestfirðing alveg tímabært að skipta um bæjarstjóra í víkinni. En sultugerðin er greinilega við lífi í Bolungarvík. Kem í kvöld til að mótmæla A listanum í meirihluta.

Flateyringurinn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:35

34 identicon

Jà hèr koma mørg gòd og minna gòd ràd og ætla èg ekki ad halda tvì fram ad èg viti hvad sè rètt og hvad ekki.Tad verdur spennandi ad sjà fjàrstødu Bolungarvikur eftir allar framkvæmdirnar og tad borgar sig oft ad snùa tegar madur sèr hættu à ferdum,heldur en ad klàra tad sem  byrjad er vitlaust à.Vid munum øll hvad gerdist i Bolungarvìk ì byrjun 1990 og tar frammeftir en èg held ad vikarar ættu ad reyna ad halda ì hann Grìm og svo geta Bolvikingar kosid tad fòlk sem teyr vilja ad skuli stjòrna ì nærstu kosningum.

Belli (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:33

35 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyr heyr

steina frænka 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.4.2008 kl. 15:10

36 Smámynd: Baldur Guðmundsson

Ég átti eitt sinn heima í Bolungarvík og byrjaði minn búskap þar með konu og eitt barn. Amma mín mín og afi áttu heima í Bolungarvík í 30 ár og móðuramma mín var fædd og uppalin í Skálavík. Þannig að ég á fullt af skyldfólki á Vestfjörðum. Ég átti reyndar bara heima í Bolungarvík þrjú ár en eins og gefur að skilja eru alltaf taugar vestur. En alltaf var sjálfstæðisflokkurinn við völd og löngu eftir að við fluttum réði hann með ættingjum Einars heitins Guðfinnssonar í broddi fylkingar. Ég var því ánægður þegar valdatími íhaldsins splittaðist og aðrir tóku við með þennan ágætis bæjarstjóra, Grím Atlason en þetta er að verða lenska hjá oddamönnum að Splundra góðu samstarfi og nota til þess rök sem halda ekki hlandi. Nú verður gaman að sjá hvort samstaða náist um þessa mótmælagöngu eða hvort menn horfa frekar á fótboltaleikinn í kvöld. En ég styð þetta framtak heilshugar þó að málið komi mér kannski ekki við. Baldur Guðmundsson

Baldur Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 17:46

37 identicon

Þú færð baráttukveðjur frá okkur Sjálfstæðismönnunum því hvergi á það að líðast að fólk moki undan lýðræðinu með þessum hætti hvar sem fólk raðar sér á flokkslínurnar. Áfram Yllfa og góða gönguferð niður götu, þín systir Yrsa Hörn og allt hennar Sjálfstæða fólk

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:49

38 identicon

Þú ert frábær Ylfa :) Gangi þér vel og er sammála að það hefði verið gaman að fá að fylgjast með í beinni, fyrir þau okkar sem komast ekki :)

Vonandi bloggaru um gönguna í kvöld.

  Kveðja Gógó á Króknum :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband