Fermingarpeningarnir fara sko ekki í þetta!

Ég vil vekja á því athygli að þrátt fyrir ríkulegan fermingarsjóð Björgúlfs sonar míns, eru það ekki peningarnir hans sem munu fara í að borga flutning nýja ísbjarnarins! 

Ég vildi óska þess að íslendingar myndu hafa jafn mikinn áhuga á velferð mennskra innflytjenda á annars þessu góða landi, og á velferð þessa nýja gests. Það er komin Keikós-stíll á málið og ekki laust við að ég fái nettan kinnaroða af skömm þegar ég hugsa til þess skrípaleiks sem flestir vilja gleyma. Svo held ég reyndar að ísbirnir séu ekki alfriðaðir. Ég veit að þeir eru friðaðir á sjó og á ís en ég er næsta viss um að þeir eru ekki friðaðir á landi. Væri ég eigandi æðarvarpsins að Hrauni og ætti að sofa í nokkurra metra fjarlægð frá dýrinu færi ég fram á að annaðhvort yrði bangsi tafarlaust skotinn eða deyfður og fjarlægður. Ég gæti ekki beðið til morguns og látið skepnuna gramsa í lífsafkomu minni, þ.e. æðarvarpinu og sniglast í kringum bæinn minn næturlangt, þar sem börnin mín svæfu! Ég er huglaus og myndi fríka út af hræðslu!

En til að dreifa nú huganum aðeins, því að ég er orðin þess fullviss að bráðum fái ég ísbjörn í garðinn hjá mér í Bolungarvík, þá er hérna svona "heimilismyndband," gert af Lýð Grjóthrunssöngvara. Haraldur er í bleikum bol, sem er útaf fyrir sig mjög smart og fellur einstaklega vel að Óshlíðinni..... :)

Gleðilega þjóðhátíð!

 


mbl.is Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ratast þér kjöftugri konunni nú sem stundum áður satt á munn.

Annars er mér sama um æðarvarpið en hún móðir mín mér sagði að ísbjörn væri mesta rándýr í heimi. Væri bara alls ekki hægt að temja og þetta væri afar grimmt dýr. Og hana nú !

En þorirðu nokkuð að aka tilbaka í gegnum Skagann og HúNa drápasýslur ??? (sá einhvers staðar á bloggi )

Farðu varlega vinkonna ! Og vonandi springur ekki á dekki hjá þér og Halli fjarri góðu gamni.

ÍÍÍSSSS firðingur kona (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 02:12

2 identicon

reyndar eru þeir friðaðir á landi nema þeir ógni mönnum og bóndinn virkaði nú ekkert stressaður um bangsa í viðtali sem ég heyrði, hann virtist nú bara frekar spenntur ef eitthvað var, og svo eru víst löggur út um allt þarna í kringum bangsa að fylgjast með honum, efast um að þeir myndu ekkert gera ef hann stefndi í átt að húsinu

hrefna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 03:45

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fleiri birnir munu koma. Að flytja eitt dýr út leysir í sjálfu sér ekki neitt þó ágætt sé ef einhver auðmaður vilji hlaupa til og greiða fyrir bangsann af eintómri góðmennsku.

Og  ég held það sé rétt athugað að smá Keikó-lykt er af þessu. En málið er kannski að byrja að stefna í rétta átt. Vegna almenningsálits. Það þarf að skipuleggja þetta svolítið betur ef menn vilja byrja á að flytja út þesi dýr. 

Ólafur Þórðarson, 17.6.2008 kl. 08:56

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hjartanlega sammála, finnst að það eigi að drepa svona rándýr með hraði og nota frekar peningana fyrir mannfólkið.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:17

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænka, þarna erum við ósammála.

ísbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu.rannsóknir sýna að eftir 100 ár verða engir ísbirnir lifandi á jörðinni. sumum finnst það kannski allt í lagi, en mér finnst það ekki, sérstaklega ef ég hugsa um að það er okkar sök ! ég er sammála þér í að við ættum að uga betru að þeim sem minna meiga sín af mannkyni, en eitt útilokar ekki annað. 

knus frá usa

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já en hvað finnst þér að hefði átt að gera Steina mín?

 Flytja dýrið til kaupmannahafnar í dýragarð eða til Grænlands aftur þar sem Inúítar gætu skotið hann án þess að þurfa að elta hann eins og hin dýrin sem þeir gefa út kvóta á?

Ég veit að þú vilt horfa á heildarmyndina en það þarf alltaf að færa fórnir. Og dýr hafa alla tíð dáið út. Allt frá tímum risaeðlanna. Kynþættir manna hafa líka dáið út. En ég veit að við erum sammála um það að betur á að búa að mannfólkinu.  

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.6.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband