Refurinn er undir barði að skííííííta....

Ég keypti mér nýja diskinn með hinum húsvísku Túpílökum og var að hlusta á hann áðan. Ég þarf að heyra hann nokkrum sinnum áður en ég get sagt hvernig mér finnst hann. Ég er svo treg. Mér finnst  ferlega fyndið að hlusta á textana og tónlistin er eignlega samin fyrir leikrit. það væri auðveldlega hægt að semja leikrit í kringum hana. MA tríóið sem syngur um refinn sem er undir barði að skíta er dásamlegur. En eins og ég segi, þarf að hlusta á diskinn í nokkur skipti.

Á Dalvík var haldið uppá sautjánda júní eins og annarsstaðar, bara á ofbeldisfyllri hátt! Ég fór með börnin í skrúðgöngu sem var reyndar friðsamleg og við enduðum uppi við kirkju þar sem við tók löng bið eftir flugvél sem stráir karamellum yfir kirkjubrekkuna. Það var mikil spenna í börnunum, bæði mínum og Gunnhildar frænku, en þau voru undir verndarvæng mínum þar sem foreldrarnir voru í stúdentaveislu. Loks kom flugvélin og þá drógu eldri börnin upp stóra poka! Þegar karamellunum fór að rigna áttu yngri börnin sér ekki viðreisnar von og var hrint frá af þeim eldri, ef þau á annað borð voru komin á staðinn sem karamellurnar féllu í það og það skipti. Mín börn voru farin að skæla, annað barna Gunnhildar meiddi sig og þá þótti mér ljóst að þjóðhátíðardeginum ættu ekki að fylgja blóðug slagsmál, svo ég fór með börnin. Lofaði þeim að ég skyldi bara kaupa handa þeim karamellur í poka. Bekkjarbróðir minn einn úr barnaskóla var reyndar svo sætur að hann náði nokkrum karamellum og gaf krökkunum svo að þau þurftu ekki að fara alveg tómhent. Ég á ekki eftir að taka þátt í þessu aftur. Það er ljóst!

Nú ætla ég að færa mig um set í dag, fara úr Gunnsuhúsi og búa um mig í íbúðinni hennar mömmu inná Akureyri. Dúlla mér þar í einhverja daga, láta bjóða mér í mat, fara með börnin í Kjarna og lystigarðinn, fara með tengdó í bíó og eitthvað svoleiðis.

Ég VERÐ að minnast á Ísbjörninn...... Ég VEIT að það eru allir komnir með nóg af umræðunni en þar sem ég er besservisser af Guðs náð þá get ég ekki látið hjá líða að öskra: ÉG VISSI AÐ ÞETTA MYNDI GERAST!!!!! Ég gekk um í gærdag og sagði hverjum sem heyra vildi að mér hefði þótt mannúðlegast að fella dýrið um leið og til þess sást. Annaðhvort myndi þetta enda með því að danski bjargvætturinn myndi skjóta deyfilyfi í skepnuna og hún rjúka á haf út og drukkna eða ráðast að fólkinu. Hvað sem gerðist þá dræpist dýrið á endanum. Og auðvitað gerðist það. Og sannið til, ef svo fjarstæðulega færi að dýrinu yrði haldið á lífi, þá hefði það endað í dönskum dýragarði. En nú er ég hætt að tala um Ísbirni þangað til sá næsti kemur. 

Knúsiknús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Óuppalinn rumpulýður þessir hálfstálpuðu karamellubrjálæðingar.

Laufey B Waage, 18.6.2008 kl. 14:23

2 identicon

Já, þjóðhátíðahöldin eru að leysast upp í almenna vitleysu! Ég dröslaði börnunum þremur í gær á stóru biðraðahátíðina í miðbæ Reykjavíkur. Héðan af verður eingöngu boðið upp á skemmtiatriðin á Arnarhóli í minni fjölskyldu. Aldrei aftur hoppukastalabiðraðir! Aldrei aftur Hljómskálagarður á þessum degi! Nema það rigni.

Berglind (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég var svo heppin að geta eytt deginum í Árnesi og þar var m.a. mjög stutt röð í hoppkastalann og allir gátu komist að því sem þeir vildu komast að. Þetta var hinn fínasti dagur og allir kátir á eftir (og sólbrenndir...). Kannski ég stefni bara á þetta aftur næsta ár, einhver lítill staður úti á landi á 17. júní.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hugsaðu þér vitleysuna, allt í lagi þó Hvítabjörninn geri út af við eitt stk. æðarvarp sem eru alfriðuð á ÍSLANDI, hans heimkynni eru ekki hér og ég er alveg sammála þér, þetta var alveg vitað mál að það yrði að fella hann fyrr en seinna og þá er nú betra fyrr.....   Hverslags rök eru það líka hjá NÁTTÚRUVERNDARSINNUM að það sé BETRA fyrir Bangsa að fara í Dýragarð í Danmörku????

Hafðu það gott í fríinu, mín kæra!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:00

5 identicon

Ég var búin að skrifa einhvern helling sem hefur dottið út greinilega, góður puktur með björninn hjá þér!!

alva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Gló Magnaða

Ísbjörninn átti ekki að fara í dýragarð heldur til síns heima með merki í sér svo hægt væri að fylgjast með honum. Björgólfur ætlaði að borga. Mér fannst þetta sniðug hugmynd og varð svekkt þegar þeir felldu hann. En enn er von, samkvæmt draumi einhvers bónda þá er einn eftir. 

Gló Magnaða, 19.6.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Leitt að heyra um börnin á Dalvík, svona vorum við ekki Ylfa, ja ekki við karamellutínslu allavega. Kannski við bjórlíkisdrykkju á Sælunni eftir að við slitum amk öðrum barnsskónum..hehehe.

Bangsína var illa haldin og veik svo þetta var kíklega best. En við ættum að geta verið betur undirbúin fyrir svona uppákomur, því það er ekki eins og þetta séu fyrstu bangsarnir sem koma hingað....

Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 12:06

8 identicon

Allt sami glæpalydurinn..bædi á Dalvik og Novator, eintóm græðgi sem stýrir ferðinni. Best væri fyrir þig að halda þig bara á Bolungarvík, þar sem aldrei rignir karamellum og ísbirnir eru hengdir ef til þeirra sést. Þar er líka MJÖG lítið um skyndibitamat...............

Gaman þó að þið mæðgin njótið tilverunnar á norðurlandi, við át á íslenskum gæðaréttum og heilsusamlegum uppákomum ( ferð í kjarnaskóg). Njóttu mín bestasta...ástarkveðjur Valrún og co.

valrun (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 17:31

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hæ Ylfa. Semmér!!! Eru hoppukastalar og karamelludreifing úr flugvél það einasem Íslíngar gera sér til "skemmtunar" á 17. júní?????? Hvar er öll menningin? leikritasýningar og annað með innihaldi. Svo vissi ég að þetta myndi gerast, þetta með bangsan. ég myndi allavega skjóta bangsa með deyfi ef hann væri að ruslast í æðarvarpinu mínu( sko, ef ég ætti æðarvarp, sko) Og svo krefjast þess að bangsi yrði fluttur til Grænlands eða Svalbarða. Ef það ætti svo að senda hann í dýragarð þá myndi ég skjóta hann á færi heldur en að láta hann vera í dýragarði á breiddargráðu þar sem brúnir birnir fá sólsting.

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband