Tíminn á enda runninn.

Ekki tíminn í heild sinni, hann heldur jú alltaf áfram. En tíminn sem ég fékk í sumarfríi er uppurinn. Ég byrja að vinna á morgun og ég er hálf þunglynd yfir því. Eins og mér finnst gaman í vinnunni þá er svo hroðalega erfitt að koma sér af stað eftir gott frí. Og þetta hefur verið gott frí ef frá er talinn sullaveikiverkurinn sem er ekki alveg farinn. En það mjakast.

Loksins er hætt að rigna og sólin skín á alla fallegu litina sem hafa verið huldir regni. þoku og skýjum undanfarna daga. Litirnir verða svo fáránlega skýrir eftir regnið og allt svo tært og hreint. Gróðurinn vex á ofsahraða og við höfum ekki undan að éta salatið sem vex í garðinum. Grænkál, næpur og klettasalat, kóriander og laukar eru líka í svaka vexti og nú er um að gera að borða grænt í öll mál.  Og veitir ekki af, fjárhagsstaða heimilisins er frekar hallandi niður á við svo að þetta er nú aldreilis búbót.

Ekki urðu góðar heimtur á barnapössunartilboðum fyrir næstu helgi en þá er okkur Halla boðið á Kærleiksdaga á Núpi í Dýrafirði. Veit ekki alveg hvernig það æxlast, hvort við hættum við eða tökum börnin með okkur. En nú erum við að huga um að fara í sund, það er stór pottur með hrísgrjónagraut að malla í ofninum (var það ekki einmitt hrísgrjónagrautur sem Bryndís Schram gaf uppskrift af blönku fólki til handa??) sem verður tilbúinn þegar við komum heim. Hann verður étinn með rúsínum, saftinni frá í fyrra og kæfubrauði. Mmmmmmmmmm.

Skelli inn mynd af nýju "gæludýri" sem Páll Björgúlfspabbi kom með hingað vestur með sér á dögunum. Hann bjargðaði þessum ræfli nýútskriðnum og veit sem er, að það er best að alast upp á Vestfjörðum!

haukur Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

je hvað þið eruð sæt !!!

knús elsku frænka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 20:23

2 identicon

Varð ekki hjá því komist að þurfa að byrja aftur í vinnunni á sjálfan B-daginn     Hafðu það gott og bestu kveðjur til ykkar

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:28

3 identicon

Ohh sammála..svo hrikalega erfitt að byrja að vinna eftir frí er einmitt að klást við það sama þessa dagana.


En geggjuð mynd..fer hún ekki inn á Flickr ?

Vala Dögg (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband