1.8.2008 | 22:29
Hin aleina....
Drengirnir mínir eru allir með feðrum sínum í Reykjavík. Þannig að ég er ein heima. Mér finnst það eiginlega alveg ágætt. Morguninn hófst reyndar með að þrífa upp hundaskít úti um allt hús. Ég er að passa sveitatík sem er ekki að fatta þetta með úti/inni dæmið. Enda líklega ekkert vön að vera mikið inni. Ef eitthvað....
Síðan var brunað á Ísafjörð í viðtal á RÚV, sem verður að mig minnir flutt næsta föstudag klukkan hálffjögur á rás eitt, . Fjallar auðvitað um berjatínslu og nýtingu berja. Enda er ég sérlegur fræðingur í þeim efnum...
Morgunverðurinn samanstóð af kaffilatte í götumáli og hálfum banana sem ég sníkti hjá ömmu í hádeginu. Ég var því að vonum svöng um sexleytið svo að ég labbaði í búðina og verslaði eftirfarandi: 1 box skurepulver (ekki samt til að borða) 100 grömm harðfiskur, ein hunangsmelóna, eitt langt, hvítt, nýbakað franskt baguette og eitt bréf af parmaskinku. Eitt stykki af lífrænu súkkulaði datt líka oní körfuna mína. (lífrænt súkkulaði er auðvitað rosalega hollt og alls ekki fitandi.) Á meðan ég slafraði í mig harðfiskinum með smjöri, las ég blöðin á netinu og hringdi svo í tengdamömmu til að leyfa henni að heyra mig borða hunangsmelónuna með baguettinu og parmaskinkunni. Hún var, eins og mig grunaði auðvitað, ekki búnað borða og slefaði gífurlega í símtólið á meðan ferskur, sætur melónusafinn rann niður hökuna á mér í hárréttu samræmi við saltbeiska skinkuna í örþunnum sneiðum..... DÁSAMLEGT!! Í eftirrétt fékk ég mér svo lífrænt súkkulaði, grænt te og tvær ferskar döðlur og mér finnst ég auðvitað vera heilög í gegn! Síðan fór ég í laaaangan göngutúr um alla Víkina að leita að sveitahundhelvítinu sem sleit sig laust úr keðjunni útiá meðan ég var að reyna að koma sláttuvélinni í gang. Heilagleikinn minnkaði auðvitað ekkert við það að því undanskildu að ég var staðráðin í að myrða helv... hundkvikindið þegar ég næði því. Skemmst er frá því að segja að leitin bar ekki árangur og við Urta mín þurfum líklega að fá okkur annan labbitúr á eftir.
Best að vaska bara upp þangað til.
Athugasemdir
Heheh, sé þig í anda elsku Ylfa mín. Vildi að þú værir hérna hjá mér í henni Vík. Hún er nú óðum að tæmast og á morgun á svipuðum tíma mun hún líta út eins og Pompei, senza gente, eins og gefur að skilja, allir í burtu. Þá mun ég hugsa tilbaka hvernig Reykjavík var fyrir 40 árum, næstum því tóm. Nú er því miður öldin önnur. Fannstu hundskrattann? Er það nú uppeldi þó úr sveit komi, ehem. Hlakka til að sjá þig hvenær svo sem það verður. Með beztu kveðju.
Bumba, 1.8.2008 kl. 22:37
voðaleg er notalegt að lesa pistlana þín ylfa mín ! fó líka í gegnum myndirnar þínar liggjandi hérna í rúminu með kaffi latte og naut þess að skoa lífið þitt í lit. af myndunum að dæma er lífið þitt fallegt og landslagið þarna fyrir vestan er náttúrulega alveg frábært og það sem er líka frábært er hversu meðvituð þú ert um það.
hafðu fallega helgi og stórt knús frá sveitinni í dk
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 07:45
Ekki er hundkvikindið frá Höfða?
Þ (sem á víst varalit)
Þórdís Einarsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:18
Neinei Þórdís, alls ekkil
Steina elskan, takk fyrir það. Já lífið er oftast svo fallegt. Fegðurðin hérna kryddar lífið svo sannarlega og veitir manni svo margar yndislegar stundir. Knús tilbage í ykkar fallegu sveit.
Elsku Nonni frændi. Börnin mín spyrja alltaf þegar þau heyra tenór belgja sig í útvarpinu: Eretta afigamláská???? Ég spurði Baldur um daginn hvort hann saknaði þín, þá sagði hann: Ég lándar að hann tomi til mín! Njóttu þess að vera í galtómri borginni, nú, eða skrepptu bara í sveitasæluna til mín! Hólktið á ég sko eftir að heimsækja. Það er öruggt.
ps) ég vildi frekar að þú værir í minni vík en ég í þinni ;)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.8.2008 kl. 13:23
Englanóran mín. Ég sakna ykkar meira en ég bjóst við. Það var svo gaman að vera hjá ykkur og upplifa elsku hjartans skáafabörnin í fyrsta skiftið. Þvílíkt ríkidæmi sem þú og þið hjónin eigið. Það þarf nú enginn að skammast sín fyrir þau enda afkomendur mínir á ská. Eller hur?.
Varla heyrist í bíl eða mótorhjóli hérna í henni Vík í augnablikinu. Stressið hefur minnkað til muna og er það vel, hún er eins og beinagrind þessi ræfill. Held að verði nú nóg um innbrotin í nótt. Mörg hús tóm. Fólk er víst ekki eins öruggt og áður skilst mér.
Frú Þórunn kom til mín í dag og dvaldi hjá mér um tíma, og sem ég er að skrifa þetta blogg til þín elskan hringdi Eyfalingur frá París. Hann bað náttúrulega að heilsa blessaður drengstaulinn.
Habðu það gott anganóruskinnsgreyið mitt og líði þér sem bezt og njóttu nú einverunnar með þessum skítandi hundtíkum. Með beztu kveðju.
Bumba, 2.8.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.