Helgi Þorsteinsson.

Kæru vinir. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar. Þær hafa yljað mér svo um munar.

Elsku pabbi minn, Helgi Þorsteinsson frá Sauðlauksdal í Patreksfirði, lést aðfararnótt þriðjudagsins 25. nóvember, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var 72 ára og skildi við í sátt við Guð og menn, í fangi konu sinnar og okkar systra. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með honum heila viku áður en hann dó og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá honum þegar hann kvaddi og hélt þá leið sem okkur öllum er ætluð. Vissulega á ég eftir að sakna hans! Það er öruggt. Bara það eitt að eiga aldrei eftir að sjá hann aftur lifanda lífs, fyllir mig söknuði eftir liðnum tíma og söknuði eftir meiri tíma með honum.

Doði, þreyta og tilfinningarússíbanar í bland hafa litað síðustu daga. Ég hef verið á Akureyri í hálfan mánuð núna, hjá Yrsu systur og strákarnir mínir komu allir í fyrrakvöld. Það var dásamlegt að fá þá hingað. Á morgun, þriðjudag verður svo pabbi kistulagður og útförin fer síðan fram á föstudag frá Akureyrarkirkju. Síðan, dagin eftir, verður haldið heim. Aðventuundirbúningurinn bíður þangað til og Hraunbergshúsið okkar verður dimmt og óskreytt þangað til. Engin jólaljós fyrr en í næstu viku. En það er líka allt í lagi. Allt hefur sinn tíma.

Mig langar að setja eina mynd inn af pabba, hún var tekin fyrir tveimur árum, rúmlega, árið sem hann varð sjötugur.

Guð blessi ykkur góða fólk og aftur og enn; takk fyrir fallegar kveðjur og hlýjar hugsanir.

159577095_ade30692dd

 

Hér er önnur, tekin á svipuðum tíma af okkur feðginunum. Baldur Hrafn stendur vaktina í glugganum!

166682780_e5fddb78d6

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar kveðjur til ykkar allra Ylva mín

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Katrín

Samúðarkveðjur til ykkar Ylfa mín.

Katrín, 1.12.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

sendi þér alheimsljós í hjartað elsku Ylfa.  það eru ótrúleg forréttindi að fá að fylgja þeim "heim". Ég veit.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:15

4 identicon

Samúðarkveðjur.

alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innilegustu samúðarkveðjur til þín og þinna Ylfa mín verst að hafa misst af þér þegar þú komst í búðina.

Huld S. Ringsted, 2.12.2008 kl. 07:40

6 identicon

knús og kossar frá okkur og fult af hlýjum hugsunum hafðu það sem allra allra best kæra vinkona

Guðmunda (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Sendi ykkur samúðarkveðjur

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 2.12.2008 kl. 08:27

8 identicon

Það er yndislegt að þú gast verið við hlið hans þegar hann kvaddi.  Það er oft erfitt að vera fjarri þegar eitthvað bjátar á.

innilegar samúðarkveðjur

Agnes (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:22

9 identicon

innilegar samúðarkveðjur

guðbjörg (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:07

10 identicon

Innilegar samúðarkveðjur til þín kæra Ylfa..

Vala Dögg (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:45

11 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Samúðarkveðjur til þín og ykkar elsku Ylfa mín. Yndislegt að fá að vera hjá honum svona rétt fyrir brottför.

Gunni Palli.

Gunnar Páll Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 19:17

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ofurknús og súkkulaði frá mér og mínum, á engin orð bara hlýjar hugsanir og samúð.  Ef það er eitthvað sem ég get gert þá hikaðu ekki við að hafa samband.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.12.2008 kl. 23:23

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Elsku Ylfa!

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar systra og fjölskyldna ykkar.

Gangi ykkur vel.

Bergljót Hreinsdóttir, 3.12.2008 kl. 00:42

14 identicon

Innilegar samúðarkveðjur.

Harpa J (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:40

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsksku frænkan, mín, innilegar samúðarkveðjur frá mér til þín og ykkar allra !

kysstu systur mína á ennið samúðarkossi frá mér

Kærleikur til alls lífs

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 14:41

16 identicon

Elsku Ylfa mín ég sendi þér engla

Annska (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:42

17 Smámynd: Aprílrós

Innilegar samúðarkveðjur sendi ég þér .

Kærleikskveðja til þín Ylfa mín. Guð veri með þér í dag og alla daga.

Aprílrós, 3.12.2008 kl. 18:39

18 identicon

Samúðar kveðjur til þín og þinna.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:20

19 identicon

Elsku Ylfa mín, ég samhryggist þér innilega vegna fráfalls pabba þíns sem í minningu minni var ofboðslega ljúfur og góður maður..alltaf svo mikil yfirvegun í kringum hann:) Yndislegt að þú gast kvatt hann og vitað að hann fór sáttur. Vertu dugleg að knúsa yndislegu drengina þína og sækja styrk hjá þeim.

Innileg kveðja,

Kristín

Kristín Heimisdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:03

20 identicon

ÆÆ það er eitthvað svo fátæklega fáránlega hallærislegt að setja inn komment á bloggsíðuna þína þegar mig langar bara að koma knúsa þig sæta mín. Er með þér í huganum alla daga og reyni að senda þér góða strauma.

Loveju Valrún

Valrun (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:54

21 Smámynd: Helga skjol

Sendi þér og allri þinni fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur

Helga skjol, 5.12.2008 kl. 06:18

22 identicon

Falleg minningargreinin þín í mogganum.

Hugsa til þín.

Sigga Lára

Sigga Lára (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:19

23 identicon

Innilegar samudarkvedjur til tin og fjølskyldunnar elsku Ylfa min, gaman væri ad få ad heyra betur frå ter vid betra tækifæri. kv. maggi         maggiogrosa@hotmail.com

Magnus Gislason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband