Og lífið heldur áfram.

Ég er loks komin heim. Það tók sólarhring að keyra hingað til Bolungarvíkur þar sem hálka og hvassviðri meinaði eðalbifreiðinni að haldast á veginum þegar Strandirnar voru eknar í gærkvöldi. Úr varð að gista á Hólmavík enda sagði Vegagerðin að ekkert vit væri í að halda áfram í hlákunni og rokinu. Gistiheimilið á Hólmavík er dásamlegt og ódýrt í ofanálag. 7000 krónur kostuðu tvö herbergi með fjórum uppbúnum rúmum. Það er ekki mikið.

Ég skrifaði afar langa og ýtarlega minningargrein um pabba sáluga í moggann og þurfti að stytta hana um tvo þriðju! Það er svona þegar málæðið fer með mann. Ég ákvað að birta hana í staðinn í heild sinni hérna en ég ætla að bíða með það í einn-tvo daga. Aðeins að ná andanum og setja upp smávegis af jólaljósum fyrst. Prófin bíða mín líka og svo þarf ég virkilega að hreyfa á mér skrokkinn eftir þriggja vikna setu og át!

Nú er ég komin á næturvakt. Hér er rólegt og allir sofa svefni hinna réttlátu. Úti snjóar og snjóar og allar greinar og húsþök eru þakin hvítum jólasnjó. Serían skal upp á húsið á morgun og svei mér ef ég þríf ekki einn-tvo glugga líka. Það er skrítið að detta aftur inní normallífið eftir svona langa pásu en samt gott. Nú ætlast ég til að mín eigin heilsa haldist til friðs framvegis, ég er alveg búin að fá skammtinn í bili. Og hana nú! Það er best að leggja það í hendurnar á Almættinu og vonast eftir því besta.

Ást og kossar til allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ef ég byggi við hliðina á þér væri ég hjá þér !

knús elsku frænka

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 07:03

2 identicon

Velkomin heim.

Auður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:16

3 identicon

Við munum eftir Gistiheimilinu í Hólmavík ef veður og færð stríða okkur eitthvað álíka milli jóla og nýárs. Njótið nú hversdagslífsins. Vonandi kemst unglingurinn í jólaskreytingarnar seinnipartinn.

Berglind (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Velkomin heim!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Velkomin heim og takk fyrir síðast, þetta var falleg athöfn. Gangi þér vel í prófunum og ég skal leggja inn gott orð (stundum kallað bæn) fyrir þig hjá Almættinu.

Gunnur B Ringsted, 9.12.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Mér finnst eitthvað svo kuldalegt að gera þetta hérna á blogginu... en þetta er bara smá forskot á alvöru knúsið...

Knús kæra vinkona =o)

Hjördís Þráinsdóttir, 10.12.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband