Tíu súrsæt eða sætsúr.....

Ég náði helmingunartíma fertugsaldursins í gær, þegar þrjátíu og fimm ára afmæli mitt var ekki haldið hátíðlegt með öðru en prófalestri og fjölskyldudrama. Prófið er búið og dramað var bara eitt af þessum nauðsynlegu atvikum lífsins. Eitt af þessu sem manni finnst í raun óskiljanlegt meðan á stendur en áttar sig svo á að hefur m.a. þann tilgang að sýna manni frammá hvað hefur tilgang. Og þá hefur það tilgang. Hvað eru tilgagnsgóðar hugsanir, hvað eru tilgangslausar hugsanir? Hvað eru margir tilgangar í því??? :)

En ég ætla að halda uppá afmælið mitt um helgina svo að afmælisdagurinn er faktískt eftir! Og svo er eiginlega ennþá merkilegri afmælisdagur í dag! Við hjónin erum eitt besta aprílgabb þúsaldarinnar því að gabbið heldur enn! Það eru tíu ár og einn dagur síðan ég stormaði að dyrunum að Traðarlandi 21 hér í Bolungarvík, hvar Haraldur nokkur sat og hafði það huggulegt í byl og vonskufærð, bankaði hraustlega og tilkynnti honum að ég væri komin alla leið frá Reykjavík, væri ekki með far tilbaka og hefði í ofanálag enga sæng. Hann sagði á sinn hógværa hátt; það er pláss í sófanum..... já, sæll...Glætan!!!

Ég svaf í rúminu með fyrrgreindum afleiðingum.

Við erum búin með fyrsta sporið, erum auðvitað bara byrjendur og framundan er öll sælan. Bæði hefur verið bragðað á súru og sætu á þessum tíu árum, skárra væri það nú líka, en uppúr stendur nú svona frekar sætt bragð, verð ég að segja. Því veit ég ekki hvort að orðið sætsúrt eða súrsætt á frekar við? Hvorttveggja er bragðgott!

Tvö

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju.

Laufey B Waage, 1.4.2009 kl. 19:32

3 identicon

Obbobobb - gleymdi bæði afmæi þínu og Hrúta-Dísu! En innilega til hamingju samt. Hlakka mjög til þess að sjá þig um helgina :)

Asnalega ljóta ....

Tóta (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:22

4 identicon

Til hamingju með allt !

( þau eru svo sæt þessi merki)

guðrún (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband