Fegurstur allra er feigur maður sem fela kann ótta sinn.

Þessar línur hafa djöflast í höfðinu á mér í dag, föstudaginn langa. kannski útaf Kristi á krossinum, kannski bara af því að ég kvíði því að Valrún fari aftur! En reyni að fara vel með það......

Það hefur auðvitað verið dýrðin ein að hafa hana og stelpurnar. Það er eins og hún hafi aldrei farið. Ég hef bara alltof lítið fengið að hafa hana vegna óþolandi ágangs annarra sem heimta að fá hana í matarboð og heimsóknir :)

En í kvöld er hún mín. Og ekkert skal trufla. Það verður fitlað í handleggjum og holdi þangað til Halli kemur heim af lögguvaktinni í fyrramálið og hemur stemninguna! Við ætlum reyndar að skreppa á eina miðnætursýningu á Ísafirði en aðallega fer kvöldið í kelerí!

Svo þegar hún fer á morgun get ég haldið áfram í sama texta; dagarnir fæðast andvana.... dauft er í Bolungarvík, þú dansar einn í tóminu og vaknar liðið lík..... Og þó. Það er kannski ekki svo slæmt? Nei nei, ég hef nú úrvalsfólki að moða.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Eigðu góðan dag í dag og alla daga mín kæra ;)

Aprílrós, 14.4.2009 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband