17.4.2009 | 19:01
Lyktin af vori
Páskarnir liðnir og ilmur af vori í lofti! Það jafnast á við endurnýjun lífdaga að finna þennan ilm! Hamingjan hellist yfir mig og mig langar að fara að róta í moldinni og huga að gróðri. Er strax farin að hlakka til að feta mig um fjöll, -léttfætt sem hind.... í sumar til að tína grös og svo síðar, ber. Í einu skiptin sem ég hreyfi mig af tómri ánægju er þegar ég er að afla fanga :) Ná í eitthvað að éta!
Valla mín fór til Danmerkur aftur og nú er bara að vona að ég lifi það af ... Það var dásamlegt að hafa hana og ég hlakka strax til að sjá hana aftur!
það eru að koma gestir í mat, Gummi og Fríða Birna með Markús Björgúlfsvin og Önnu Karenu, systur hans. Ég er að elda eitthvað sem heitir Dorritoskjúklingur og ákvað að taka ekki til, þrátt fyrir að vera að fá gesti. Kemur það einhverjum á óvart? Ég hef verið á næturvöktum og hlakka til að fara uppí rúm í kvöld og sofa þangað til í fyrramálið. En þá er mál að haska sér af stað til Flateyrar því að ég ætla að skoða elliheimilið þar klukkan tíu í fyrramálið með samnemendum mínum. Og þá man ég það; ég fékk 9.2 í hlutaprófi í Líffæra og Lífeðlisfræði sem ég tók fyrir páska. Einkunnin kom í gær. ég get nú þakkað Héraðslækninum fyrir stóran hluta þar sem hún sat og hlýddi mér yfir fram eftir nóttu kvöldið fyrir próf.
En nú er klukkan fimm í sjö, maturinn ekki tilbúinn og ég ekki búnað fara í sturtu! Og gestirnir að koma.... ÓMG!
Athugasemdir
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 22:40
Góða helgi mín kæra ;)
Aprílrós, 17.4.2009 kl. 23:13
takk fyrir frábæran mat og góðan skammt af hlátri
þú ert hreinn gullmoli eskan
Fríða Birna (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:04
Jamm. Vorið er að koma. mmmmm!!! vorlykt allsstaðar. Sjö litlir ungar hafa skriðið úr eggjum, sá fyrsti á föstudag s.l. 3 dögum fyrir áætlaðan fæðingartíma. Endurnar æða um öll tún og hafa jafnframt kannað alla skurði nálægt bænum, og hafa villigæsirnar notið þess að hafa af þeim félagsskap.
***** Grillpartý í sveitinni á sumardaginn fyrsta***** ( á fimmtudag )
Þó það snjói á fyrsta degi sumars, skal grillað, og að sjálfsögðu klæðst sumardressi.
alla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.