2.7.2009 | 21:13
Hver stjórnar ofsóknunum?
Heitt og gott veður. Samt ekki kæfandi hiti. Nema í vinnunni jú. Þar er kæfandi hiti. En ég hef séð fyrir því. Fór í langa kvöldgöngu með Dóru Explóru í gærkvöld. Tíndum jurtir og börðumst við kríur. Svo í morgun var ég óvinnufær. Gat ómögulega stigið í vinstri fótinn. Sem er ekki gott í minni vinnu.....
Fór á Heilsugæsluna. Hitti téða Dóru sem Explóraði mig og rak mig svo út með hækjur, vafning og lyfseðil. Ég stakk uppá Mjaðurt í staðin fyrir stílana? -Endilega. Svaraði hún. Þú munt þurfa á kraftaverki að halda ef þú ætlar að geta stigið í lappirnar á morgun. (ég var alltsvo búnað heimta að vera "batnað" á morgun.) Svo að Mjaðurtin er tekin í bland við stílana. Sem eru ekki gleyptir. Svo að það sé á hreinu!
Þetta líkist orðið ofsóknum. Eitt rekur annað. Hver stjórnar þessu?
Ps) það eina sem sást á fætinum á mér var lítið bit eftir ómerkilega pöddu. En ég hef þá kenningu að það hljóti að hafa verið eiturslanga!
Athugasemdir
Veistu ekkert hvað veldur?
Í nýju "biflíunni" minni stendur að mjaðjurt sé hitastillamdi og græðandi fyrir slímhúð magans (ekkert getið um pöddu- eða slöngubit í fæti), en við hverju eru stílarnir?
Laufey B Waage, 2.7.2009 kl. 23:12
Stílarnir eru við liðbólgu. Alltsvo í þessum auma ökklalið sem einhver beit mig í... eða tók bara upp á að bólgna sjálfur. Ég veit það ekki... hef eiturslönguna grunaða þar til annað kemur í ljós. Í minni biblíu er Mjaðurtin svo mörgum kostum búin að ég rækta hana í garðinum mínum ásamt fagurfífli, freyjubrá, blágresi. ljónslappa, þrenningarfjólu og birki. Haugarfi, hjartaarfi og alls kyns dásemdir eru líka "harvestaðar" og þurrkaðar til vetrarins, s.s hvönn, blóðberg, lyfjagras, horblaðka og skarfakál. tinktúrur eru vissulega gjörðar líka. áfengar, já, en græðandi....... :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.7.2009 kl. 23:17
Var þetta ekki bara slanga sem hlaut hinstu hvílu í indjánagrafreitnum? Spurning hvað er best við henni - líklega tóbaksjurtin, sem var ein helsta lækningajurt indjánana.
Tóta (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 01:29
Góðan bata gæskan ;)
Aprílrós, 3.7.2009 kl. 09:44
Hvort setur þú mjaðjurtina inn á undan eða eftir stílnum?
Þessi notkun mjaðjurtarinnar bætir eflaust lyktina þegar maður prumpar.
Þá hefur maður loks afsökun. - Finnið þið ekki blómailminn!!
BB1 (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:52
kæri Björgvin. Ég sýni þér það næst þegar þú kemur :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.7.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.