náttúrulausir Íslendingar

Eftir því sem ég eldist, aðhyllist ég náttúrunni frekar. Ég er hætt að halda að kjötið sem keypt er í plastbakka í stórmarkaðnum sé "alvöru" og betra að gæðum en það sem kemur í heilum skrokkum og er bútað niður með heimilissöginni. Ég er hætt að trúa því að garðyrkja snúist um beinar og sléttar línur, graslaus moldarbeð og innfluttar rósir. Ég er hætt að forakta pöddur og "meindýr," öskra eins og hysterísk kerling ef ég sé rottu eða mink, köngurló eða grasmaðk! Það eina sem ennþá hræðir mig ofurlítið eru geitungar. Ég bókstaflega "hleyp," ef ég mæti geitungi á förnum vegi.  En ég veit að geitungar eru mikilvægir í flórunni okkar. Við erum komin með allskonar pöddur, nýjar og framandi, sem geitungarnir nærast á. Svo að ef við eyðum búunum þeirra, fáum við bara meira af lirfum og lúsum sem éta runnana í garðinum. Allt þarf jafnvægi og eftir því sem ég hef lesið mér til, raskaðist jafnvægði, þegar byrjað var að eitra. Um leið og eitrað er fyrir einhverri pöddunni, raskast lífríki garðsins. Um leið og eitrað er fyrir fíflunum, raskast lífríki garðsins. Og lífríki heimsins er orðið verulega raskað af okkar völdum. Það vitum við öll en gerum lítið í því. Tölum um það, já, en gerum ekkert.

Ég hef verið að lesa alveg magnaða bók sem heitir Villigarðurinn og ég hvet alla sem eiga garð til að lesa hana. Hún er íslensk og eftir íslenskan höfund sem leiðir mann í allan sannleikann um það hvernig garðurinn okkar verður að vera til að jafnvægi ríki.

T.d. á ég nágrannakonu sem elskar fulga. Hún vill hafa fulga í trjánum hjá sér og verndar hreiðrin þeirra eftir fremsta megni. Hún hatar kettina sem éta ungana sem velta niður ófleygir. En þessa konu sé ég afar oft með kemsíku brúsana á lofti í fallega hornrétta garðinum sínum. Hún eitrar fyrir pöddum. Eitrar fyrir mosa. Eitrar fyrir grasi í beðunum. Og eitrar um leið fyrir pöddunum og ormunum sem gera garðinn ákjósanlegan fyrir fuglana. Og þeir hætta smámsaman að verpa hjá henni.  Svona virkar þetta. WC- hreinsinn sem við notum vikulega eða oftar, étum við svo í soðningunni næsta kvöld. Einu sinni sagði maður í útvarpinu; ég nota ekkert hreinsiefni, hvorki á sjálfan mig´né umhverfi mitt sem ég gæti ekki hugsað mér að setja eina matskeið af í fiskabúrið mitt!

Hvað ætli við séum búnað setja margar matskeiðar í fiskabúrið okkar?

Hvað ætli sé mikið af spilliefnum á gólfunum okkar úr síðasta skúringavatni? Á speglum og rúðum úr úðabrúsunum? á hreinlætistækjunum? eldhúsbekkjunum? Matarborðinu? Í þvottinum okkar? Ísskápnum? ofninum? Í sturtubotnunum eftir síðustu sturtu? Við hugleiðum þetta jú af og til. En svo kjósum við að horfa aftur í aðra átt á meðan við strjúkum heimilið með antibacterial, einnota klútum sem má "flusha" eftir notkun. Ég er sko engin undanteknin. Ég hef reyndar  smátt og smátt fikrað mig yfir í grænsápuna og nota hana nú orðið eingöngu til að þrífa heimilið með... sem ég geri sárasjaldan... Edik á speglana og gluggana og allt glansar miklu betur en af bláa, baneitraða ógeðinu sem maður spreyjaði á allt hér áður fyrr. Sumir segja; ég vil sko finna lyktina af hreinlætinu! En þetta er ekki hreinlætislykt. Þetta eru gerviilmefni sem fela stækjuna af kemíska eitrinu sem er í öllu þessu hreinsidrasli! Minnir mann á "franskt bað." Þ.e.a.s. að spreyja sig með ilmvatni í stað þess að fara í bað!

Við erum að verða náttúrulaus. Við getum ekki unnað vesælli köngurló að búa í stofuglugganum okkar sumarlangt, jafnvel þó að hún haldi flugunum í skefjum! Og þá erum við að raska jafnvæginu er það ekki? Ef engin er köngurlóin, þá fáum við flugurnar og fyrir þeim finnst okkur við þurfa að eitra... af því að?... uh.. bara! Þær fara í taugarnar á okkur! :)

Við erum skrítin., Náttúrulaus og skrítin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ylfa alltaf fersk og náttúruleg.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 6.7.2009 kl. 13:05

2 identicon

Frábær lesning! Mér þykir sífellt vænna um villtu náttúruna í garðinum mínum, sem er einfaldlega of stór til að ég ráði við að hafa hann eins og strikamerki. Til dæmis fæ ég ekki af mér að fjarlægja fallegu sóleyjabreiðuna sem teygir sig frá grasbrún inn undir rifsið, þó ég viti að ég "eigi" að gera það.

Þrifamálin leysi ég með því að spara mér þau eftir fremsta megni. Sérstaklega í sumrinu

Berglind (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband