Life life life.....

Síðustu dagar hafa verið erfiðir á margan hátt. Vinkona mín jarðaði manninn sinn í gær, lífið hjá henni er í einkennilegum takti, hún hefur það af, en bara rétt svo. Það er ekki hægt að fara frammá meira í augnablikinu. Níu taka við tómlegir tímar og þá er það okkar í kringum hana að halda utan um hana og stelpurnar hennar, muna að það er ekki síður þegar allt umstangið er búið, að raunveruleikinn skelli á með rothöggi.

Ég mun gera mitt besta og ég veit að það gera allir sem geta.

En lífið? Það heldur auðvitað áfram. Minnti þó enn og aftur á hverfulleika sinn í dag þegar ég fékk fregnir af veikindum ástvinar. Þau þurfa þó kannski ekki að vera jafn alvarleg og leit út fyrir í fyrstu, en samt.... ég hef svolitlar áhyggjur.

IMG_7876

En nú er kominn tími til að huga að jurtunum.  Gulmaðran stendur í blóma og hana þarf að uppskera, hvannarfræin hanga úti í léreftspoka, hvannarblöðin eru fullþurrkuð, lyfjagras og blóðberg er komið í dósir en vantar þó miklu meira af því. Mjaðurtin er alveg að verða tilbúin og svo fer bara svei mér þá að koma tími á fjallagrös og aðalbláber! Ég elska sumarið, ég elska íslensku hlíðarnar og engin með öllum sínum lækningarmætti og fegurð fólgna í hverju strái og hverri jurt!

Við erum með gesti, Þórður Högnason og Olga, hans fagra frú gista kjallarann okkar ásamt tveimur telpum. Tengdó er væntanleg og eitthvað móðurfólk að norðan líka.... þetta er að verða fjörugt.

Nú skal jeg gå i seng, go´nat,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er hverfult lífið.....

Sé að jurtasöfnunin er í hámarki, áttu eitthvað við flensu...(þó ekki svínaflensu, held ég...) þó að ég líti nánst út eins og svín þessa dagana, bólgin í framan með rautt lekandi nef, mæðin, hrín á nóttunni ( einhver óhljóð í lungum og hálsi).....humm sendu mér eitthvað....galdraseyði að vestan  Loveju

Valrun (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 06:20

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kærleiksknús frá kotinu til frænku sinnar

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Aprílrós

Kærleiks knús til ykkar og vinkonu þinnar

Aprílrós, 20.7.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband