Til eftirbreytni!

Þetta er ég að hugsa um að taka alfarið upp hér á heimilinu í kreppunni! Verst að ég tími heldur ekki að kaupa moggann og fréttablaðið tímir ekki að senda okkur Vestfirðingum blöð! Ég gæti auðvitað klippt niður tuskur og síðan bara þvegið þær reglulega? Tja... eða hreinlega bara notað indversku aðferðina; vinstri og vatn? Hm... þetta er orðið verulega flókið. Maður fær orðið varla póst, allt orðið rafrænt, og ekki skeinir maður sig á rafrænu?

Gaman að segja frá því atviki sem henti á dögunum hvar ég var stödd í Bónus, einmitt að kaupa klósettpappír, og frekar roskin kona vindur sér að mér og segist vera farin að skammta sér blöðin. Rúllan kosti hundrað krónur af almennilegum pappír! Tvö blöð hámark fyrir smáverk, sex blöð fyrir stærri verk!

Til eftirbreytni. það er klárt! Það hlýtur að vera lúxus að skeina sig á rándýrum pappír í miðri kreppu?


mbl.is Fokið í flest skjól á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður seint sem ég spara við mig klósettpappírinn

bjarnveig (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hvaða hvaða... engan tepruskap, Bjarnveig mín :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.8.2009 kl. 12:44

3 identicon

ja  akkurat.... svo er tad gott fyrir umhverfid..tetta ad spara vid sig klosettpappirinn. Hef einmitt reynt ad kenna dætrum minum tetta med 2-3 fyrir minni verk og sparlega en to eftir torfum i stærri verk. Vid erum 4 konur a tessu heimili og her fer ohemju mikid magn af pappir... beint i klosettid

Valrun (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:17

4 Smámynd: Sigurjón

Við karlarnir erum sparsamari, enda þurfum við ekki að nota nema fyrir stærri verkin...

Sigurjón, 19.8.2009 kl. 00:23

5 identicon

Það er pínu erfitt að skeina sig á rafrænu held ég.

Harpa J (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:59

6 identicon

Sagði ekki einhver drottning þegar þjóðin hennar fékk ekki brauð að borða: Af hverju borða þau ekki bara kökur? Ég segi af hverju nota Kúbverjar ekki bara blautklúta?  Annars skil ég ekki karla sem hrista sig og skvetta þar með hlandi út um allt, nú eða þurrka af sér í brókina.

ullarinn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:24

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 05:54

8 Smámynd: Sigrún Óskars

góð hugmynd hjá þeirri gömlu 2 blöð fyrir smáverk og 6 fyrir stærra

Sigrún Óskars, 20.8.2009 kl. 10:49

9 identicon

Má maður nota fleiri blöð en 2 og 6 ef maður kaupir ódýran pappír? Það má alveg klára verkin með fáum blöðum ef þau eru rakadræg og góð, en ég byði ekki í hreinlætið ef þetta væri kvótinn á Bónuspappírinn. Annars dásamleg umræða!

Berglind (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:42

10 identicon

Ég bara hreinlega verða að fá að leggja orð í belg, bara eitthvað. .......................................uuuuuuuu........Nei mér dettur ekkert í hug. En þetta eru mjög spennandi umræður.

Yrsa Horn Helgadottir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:53

11 Smámynd: Aprílrós

þá er bara ráðið eftir nr 1 og 2 að skella sér undir sturtuhausinn með botninn og bæði götin og þurka sér með handklæðinu því við þvoum þau kosem er þá þarf engann pappír

Aprílrós, 22.8.2009 kl. 16:52

12 identicon

Einu sinn var gerð tilraun í einni þotu Pan Am með alsjálfvirkan skeinara og dömubindaskiftara.

Efir

Gunnar Halls (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:59

13 identicon

'Ó... hér klikkaði ég eitthvað á tækninni, byrja ég því aftur á sögunni.......

Einu sinn var gerð tilraun í einni þotu Pan Am með alsjálfvirkan skeinara og dömubindaskiftara.

Efir að karlmanni varð það á að velja  dömubindaskipti í stað skeiningar og græjurnar reyndu að rífa af honum stoltið, þá var búnaðurinn snarlega tekin úr umferð.

Ég veit ekki hvort þetta er einhvað innlegg í þessa skemmtiegu umræðu.

Gunnar Halls (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband