Og það var dásemdin ein.

Dásamlega skemmtileg helgi að baki. Baldur Ragnarsson kom á þriðjudag og þá hófst lagaval og æfingar. Hjördís og Margrét komu úteftir að æfa með okkur svona eftir getu, held samt við höfum bara einu sinni verið öll á sama staðnum. En létum það ekkert stoppa okkur í að setja saman ágætis prógramm sem við frumsýndum svo á föstudagskvöldið í Arnardal fyrir fullu húsi í snarvitlausu veðri og skriðuhlaupum. Tókum fyrst hús á Rúv á Ísafirði og tókum þetta upp þar.  Á laugardagskvöldið voru svo tónleikarnir í Einarshúsi. Það var smekkfullt og bara skemmtilegt. Ég klikkaði algjörlega á myndavélinni og get því ekki sett svo mikið sem eina mynd af atburðinum á netið! En það gerir ekkert til. þeir sem þar voru verða bara að muna og hinir.... já, þeir bara misstu af! Heilsan er búin að vera vægast sagt snautleg undanfarið og sviðsframkoman leið nú töluvert fyrir. En það er þetta með að taka viljann fyrir verkið :) Og við stóðum okkur bara ferlega vel þrátt fyrir það!

Vertinn í Einarshúsi festi eitthvað á sína myndavél og má líta á það hér með hljóðdæmi.

Svo fór elsku drengurinn Baldur í dag. Mikið á ég nú eftir að sakna hans. Var alveg búnað venjast því að eiga svona leikfang! Með krullur og krúttlegt útlit og allt! Hann er frábær strákur og algjör s.n.i.l.l.i.n.g.u.r.! Það var alveg sama uppá hvaða lagi ég stakk, hann horfði alltaf á mig í fullkomnu æðruleysi og sagði bara; já. það er hugmynd! Allt frá hinni þýsku Nenu,  og Rocky Horror Picture Show, til Matthíasar Jochumssonar!

Nú er bara spurning um að hafa það af að halda fleiri tónleika, í Reykjavík og á Dalvík til dæmis. Hugmyndin er allavega góð, hvað sem úr verður.

Takk fyrir mig, allir sem á hlýddu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt elsku frænka !!! þú syngur vel, enda er það í ættinni :o)

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 05:35

2 identicon

Innilega til hamingju með tónleikana!

Það er um að gera að halda áfram á þessari braut! Takk fyrir tóndæmin  þau eru afskaplega falleg! Svo kemur kannski myndband í fullri lengd seinna?

Harpa J (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:36

3 identicon

JÁ!!! Tónleikar ferer sönnan!

Tóta (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:55

4 identicon

Þú ert hæfileikarík kona Ylfa Mist, með fallega rödd.  Mátti til að segja þér það og takk fyrir mig

Gróa Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:27

5 identicon

ég mun mæta á Dalvík. En hvernig er með frú Svanhildi ætlar hún að hafa vetrarsetu hjá þér

bjarnveig (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:54

6 identicon

Og takk fyrir mig ! þetta var afar gaman !

Guðrún (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:31

7 identicon

Sæl Ylfa mín til lukku með tónleikana ég heyrði í gær að þeir hefðu verið ÆÐI og bara uppistand brandarar í bland við fagran söng.

Þykir leitt að hafa verið´fyrir sunnan aldrey þessu vant skrapp mín í djammferð suður.  Svo ég vona bara að þú endurtakir þetta nú aftur hér í víkinni og ég geti þá mætt.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband