svínaflensan er ekki kannski góð afþreying en afþreying samt....

Það er komið haust, eiginlega vetur. Það svona örlítið ber á því að að manni sæki smávegis tregi og söknuður eftir sólinni og sumrinu en nú reyni ég að einbeita mér að því að lifa hvern dag sem minn síðasta og hugsa ekki mikið lengra. Nema auðvitað það sem er bráðnauðsynlegt. (eins og td. hvað á að vera í matinn næsta dag...Grin )

Ég hef, sem forgangsmanneskja í þessa svínaflensubólusetningu, mikið verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í sprautu eða ekki. Man einu sinni eftir að hafa látið bólusetja mig og fékk verstu flensu ævi minnar þann vetur. Mér finnst einhvern vegin hálf óhuggulegt að láta sprauta í mig lasinni, dauðri eða lamaðri veiru. Veit, það hljóma hálf hræsnifullt, komandi frá konu sem reykti pakka á dag í tuttugu ár, en svona er maður. Ekkert nema mótsagnirnar!

Ég heyri Baldur Hrafn kvarta um í hálsinum og reyni að skella skolleyrum við því, vitandi að litli drengurinn í næsta húsi sem hann leikur alltaf við, liggur heima með hita og óráð! sagði mömmu sinni í gær að það væri svo gott að vera bíll! Kannski er bólusetning of seint á ferðinni fyrir þetta heimili hvort eð er.

Nú er spaghettíið í pottinum að soðna og kjötsósan tilbúin. Best að næra fjölskylduna og fara svo að taka myndir af hvolpinum Kópi sem er að leita sér að nýju heimili. Aldrei að vita nema óleglega niðurhalaður þáttur af House verði síðan þreyttur!

Love, love. love to all who need. No others :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

D vítamín er víst málið er að koma í ljós http://www.youtube.com/watch?v=xdLNMEXWTL8

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 19:10

2 identicon

Ekki má þó taka of mikið af D vítamíni. Matskeið af Lýsi á dag yfir veturinn ætti að vera hæfilegt magn. Fáum nóg D-vítamín úr sólinni á sumrin

bjarnveig (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:35

3 identicon

Ekkert rugl! Bólusetja! Ég hef aldrei fengið mér bólusetningu fyrir þessa árstíðabundnu flensu, enda er ég ung og hraust og veit að heimurinn heldur alveg áfram að snúast þó ég og nokkrir aðrir fáum eina skitna flensu.

En þessi svínaflensa er bara allt annað mál. Reynsla annarra þjóða sýnir að sýkingartíðnin er margfalt hærri, um 30-50% allra verða veikir, og flestir mikið veikir. Ég horfi bara á ástandið eins og það verður ef helmingur heilbrigðisstarfsmanna er fárveikur á sama tíma og helmingur þjóðarinnar er fárveikur. Mér finnst það bara vera mín samfélagslega skylda að láta bólusetja mig til að geta staðið vaktina, og eins til að bera svínið ekki heim til mín úr vinnunni.

Fékk mína bólusetningu á föstudagsmorgunn, var hundslöpp í 1 1/2 dag og er enn að drepast í hendinni, en mér er alveg sama. Það er betra en hinn valkosturinn.

Og já, lýsi er fínt, en það fyrirbyggir ekki allt hjá öllum, langt frá því.

Berglind (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 21.10.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband